Fréttablaðið - 11.11.2010, Page 42
11. NÓVEMBER 2010 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● fyrirtækjagjafi r
Hver er besta/nytsamlegasta fyrirtækjajólagjöfin sem þú
hefur fengið?
„Það mun vera Tivoli-útvarp sem ég fékk frá Skjá einum á
sínum tíma.“
Hver er versta fyrirtækjagjöfin? (ef einhver)
„Ætli það sé ekki konfektkassi sem gleymdist og rann út og
endaði í ruslinu. Mér finnst konfekt ekkert gott.“
Hver er draumagjöfin?
„Ég væri alveg til í gjafakort í dekur.“
Þórunn Högnadóttir
stílisti og blaðamaður á Birtíngi.
Langar í dekur
Hver er besta/nytsamlegasta fyrirtækjajólagjöfin sem
þú hefur fengið? „Langnytsamlegasta gjöfin hefur alltaf
verið gjafakort í Kringluna upp á 10.000 krónur. Það hefur
alltaf verið notað í Bónus.
Ein jólin fékk ég svo flísteppi sem mér fannst ansi snaut-
legt. En það átti svo eftir að verða eitt af stofustássunum.“
Hver er versta fyrirtækjagjöfin? (ef einhver) „Ég man
svei mér þá ekki eftir neinu. Maður er alltaf svo glaður þegar
einhver gefur manni eitthvað og tekur bara það sem að
manni er rétt.“
Hver er draumagjöfin? „Ég væri bara til í að fá nóg af súkku-
laði. Fimm kíló af Toblerone í einu stykki til dæmis. Ég hef séð
svona kvikindi, líklega metri á lengd.“
Arnar Eggert Thoroddsen
tónlistarblaðamaður á Morgunblaðinu.
Gjafakort í Kringluna
kemur sér best
BESTA OG VERSTA GJÖFIN
Hver er besta/nytsamlegasta fyrirtækjajólagjöfin sem
þú hefur fengið?
„Canada Goose dúnúlpa sem ég fékk fyrir mörgum árum og
er enn að nota. Æðisleg flík í vetrarkulda.“
Hver er versta fyrirtækjagjöfin?
„Árið 1999 var ég að vinna á DV. Þá fengu starfsmenn
sérhannað glas sem merkt var árinu 2000. Enginn vissi hvað
hann átti að gera við eitt stakt glas á ljótum fæti sem passaði
hvergi inn. Þetta var mjög misheppnuð jólagjöf og starfs-
menn almennt svekktir yfir valinu.“
Hver er draumagjöfin?
„Kaffi, konfekt og annað sem hægt er að borða fellur alltaf
vel í kramið. Annars finnst mér að fyrirtæki ættu bara að gefa
starfsmönnum sínum ávísun eða gjafakort í stað þess að eyða
tíma og peningum í misvel heppnaðar jólagjafir.“
Snæfríður Ingadóttir
rithöfundur og umsjónarmaður Ferðapressunnar á Pressan.is.
Dúnúlpa hitti
beint í mark
● GAMAN SAMAN Erfitt getur verið fyrir eigend-
ur fyrirtækja að finna gjöf sem höfðar til allra á vinnustaðn-
um. Vandamálið er ekki eins óyfirstíganlegt þar sem starfs-
menn eru fáir. En veraldlegir hlutir eru oft ekki nauðsynleg-
ir til að gleðja starfsmenn og þakka vel unnin störf á árinu.
Til dæmis mætti brydda upp á skemmtilegum uppákom-
um í hádeginu á aðventunni til að gleðja starfsfólk. Lítið mál
er að ljósrita jólalagatexta og fá einhvern sem kann vinnu-
konugripin á gítar til að spila undir fjöldasöng eftir mat-
inn. Eins er skemmtilegt ef forstjórinn dreifir mand-
arínum á borð starfsmanna með jólahúfu á höfði
eða þá smalar öllum út í göngutúr þegar veðr-
ið er gott til að skoða jólaskreyt-
ingar í gluggum. Þá er alltaf
vinsælt að bjóða upp á eitt-
hvað gott með kaffinu
eins og hnausþykkan
súkkulaðimola.
TÍVÓLÍ-TÆKI OG PLAYSTATION 3 Á góðærisárinu mikla 2007
voru Tívolí-útvörp vinsæl jólagjöf en fjög-
ur fyrirtæki sem Fréttablaðið skoðaði eftir
jólin 2007 gáfu starfsmönnum sínum Tív-
olí-útvörp. Starfsmenn EJS, Glitnis, Símans
og Vodafone fengu allir slík útvörp í jóla-
pakkann. Tívolí-tækin kostuðu þá um tut-
tugu þúsund krónur út úr verslun.
Meðal annarra fyrirtækja sem blað-
ið skoðaði má nefna tölvufyrirtæk-
ið CCP sem framleiðir leikinn EVE On-
line. Starfsmenn þess fyrirtækis fengu
Playstation 3 tölvu upp úr jólapakkan-
um það árið, en tölvan kostaði þá um
40 þúsund krónur út úr verslun. Starfs-
menn CCP voru um þrjú hundruð talsins
um jólin 2007.
Vantar þig jólagjöf
handa starfsfólkinu?
Til að auðvelda þér valið langar okkur að benda
þér á Gjafakort Arion banka, gjafa kort sem
hægt er að nota við kaup á vöru og þjón ustu
hvar sem er. Þú velur upp hæð ina en starfs-
maður inn velur hvað hann kaupir.
Þú færð gjafakortið í fallegum umbúðum
í næsta útibúi Arion banka.
Gjafakortið er án
endurgjalds ef keypt
eru fimm eða fleiri kort.
arionbanki.is/gjafakort