Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 Veisluþjónustan Kokkarnir býður upp á staðlaðar og sérsniðnar gjafavörur, sem eru tilvaldar til að gleðja ýmist viðskiptavini, starfsfólk eða sína nánustu. Rúnar Gíslason eigandi veit allt um málið. „Við kappkostum að bjóða upp á úr- valsvöru sem við útbúum að okkar hætti og er því ekki endilega hægt að nálgast svo glatt annars staðar, svo sem valhnetuhunang, pipar- rótarsósu, villibráðarpaté og aðra sælkeravöru í bland við gæðaosta, kjöt og kex,“ segir Rúnar Gíslason, eigandi veisluþjónustunnar Kokk- arnir, um gjafakörfur sem fyrir- tækið hefur boðið upp á frá 2003. Kokkarnir selja bæði samsettar og sérvaldar gjafakörfur og fæst hvort tveggja í nokkrum stærðum. „Við bjóðum upp á þrettán tilbún- ar útgáfur í mismunandi stærðar- og verðflokkum, á allt frá 2.990 krónum og upp í 14.990 krónur, eftir því hvað fólk sækist eftir miklum lúxus, sem getur farið upp í hamborgarhrygg, pylsur, foie gras, hágæða súkkulaði og blínis með laxi og þess háttar munúðar- vöru,“ segir Rúnar og getur þess að körfur í millistærð séu þó einna vinsælastar. „Þær innhalda osta eins og Camembert, piparost, Dalabrie, Höfðingja, líka ítalska bruschettu með papriku, spænska hráskinku, jarðarberjasultu, rifsberjasultu og kex,“ telur hann upp og bætir við að miðað við innihald sé karfan seld á sanngjörnu verði, eða á 5.990 krónur. „Hvað sérvöldu körfun- um viðvíkur, þá er algengt að fólk geri kröfu um að þær uppfylli ákveðnar verð- hugmyndir. Síðan getur það valið af handahófi vörur frá okkur sem sumar hverjar er hægt að skoða á heimasíðunni okkar, kokkarnir. is, og við getum veitt ráðgjöf við valið. Sá listi er þó engan veginn tæmandi og hreinlega hægt að spyrjast betur fyrir út í úrvalið með því að hafa samband í síma 511 4466, senda tölvupóst á kokk- arnir@kokkarnir.is eða heimsækja okkur í osta- og sælkeraborðið í Hagkaupum í Kringlunni,“ útskýr- ir Rúnar. Hráskinka, ostar og aðrar kræsingar í sælkerapakka Boðið er upp á samsettar gjafakörfur og körfur að eigin vali hjá Kokkunum að sögn framkvæmdastjórans Rúnars Gíslasonar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kokkarnir sérhæfa sig í alhliða veisluþjónustu, allt frá litlum brauðveislum upp í margrétta stór- veislur bæði með og án þjónustu að sögn eigandans Rúnars Gíslasonar. Hann getur þess að einna mest sé að gera í jólahlaðborðum um þess- ar mundir. „Við erum í síauknum mæli að þjónusta fyrirtæki og hópa sem taka sig saman í tengslum við haustfagnaði, jólahlaðborð og árs- hátíðir,“ segir hann og getur þess að í tilfelli jólahlaðborða sé nú hægt að velja um fimm matseðla. „Þeir samanstanda allir af köld- um forréttum, heitum aðalréttum og eftirréttum og svo er hæglega hægt að komast að samkomulagi um að víxla réttum milli matseðla sé þess óskað. Sem dæmi er hægt að panta forrétti af matseðli eitt, aðalrétt af númer tvö og eftirrétti af matseðli fjögur og þar fram eftir götum,“ bendir hann á og bætir við að matseðlana sé hægt að nálgast á heimasíðunni kokk- arnir.is. Rúnar tekur fram að auk þjón- ustu útvegi Kokkarnir borðbún- að, taki við honum óhreinum og geti útvegað veislustjóra og jafn- vel skemmtikrafta ef út í það er farið. „Við erum líka með sali sem við sendum veitingar í, Fóst- bræðrasalinn að Langholtsvegi, sem tekur frá 50-120 manns í sæti og allt að 300 manns standandi, og svo nýjan sal á 7. hæð í Cabin Hót- elinu í Borgartúni sem við leigjum út með veitingum.“ Alhliða veisluþjónusta Hægt er að velja um nokkrar gerðir matseðla í tengslum við jólahlaðborð og víxla réttum milli matseðla sé þess óskað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.