Fréttablaðið - 11.11.2010, Qupperneq 45
FIMMTUDAGUR 11. nóvember 2010 5
Tískuhús koma og hverfa stundum eins og dögg fyrir sólu. Önnur lifa sína gullöld en hverfa svo
smám saman af yfirborði jarðar.
En í tískuheiminum þekkist það
sömuleiðis að eiga sér glæsilega
endurkomu og annað líf. Carven
er gott dæmi um hátískuhús sem
mátti muna sinn fífil fegri en
Madame Carven vildi ekki setja
sköpunarverk sitt í hendurnar
á einhverjum öðrum þegar hún
hætti en þetta tískuhús hefur nú í
nokkur misseri verið endurlífgað
með góðum árangri. Dior er einn-
ig gott dæmi um endurkomu.
Í byrjun tuttugustu aldar var
Jeanne Lanvin einn fínasti
hönnuður samtímans í hátísk-
unni í París og braut blað í
kvenfatnaði til dæmis með hinu
fræga jersey-efni í buxum
og kjólum. Hún var einnig
ein sú fyrsta í þessum geira
að blanda ilmvatn með sínu
nafni. Með árunum dofn-
aði þó yfir Lanvin og má
segja að ekki hafi lengur
staðið steinn yfir steini hjá
Lanvin þegar Alber Elbaz
tók við hönnuninni fyrir
nokkrum árum. Síðan
hefur leiðin legið upp á við
hjá Lanvin og þykir fátt fínna
síðustu ár en hönnun Albers
Elbaz en nú heldur Lanvin inn-
reið sína á Ítalíu og opnar í Míl-
anó og Róm.
Það þarf því ekki að koma
á óvart að í ár er Alber Elbaz
í gestahlutverki hjá verslunar-
keðjunni H&M og 23. nóvem-
ber kemur á markaðinn tísku lína
Lanvin hjá H&M. Alber Elbaz
fylgir þar í fótspor Karls Lager-
feld, Stellu McCartney og Jimmy
Choo svo einhverjir séu nefnd-
ir. Það er því líklegt að það verði
líflegt í verslunum H&M á næst-
unni því kjólarnir eru svo sann-
arlega áhugaverðir. Þeir bera
að sjálfsögðu sérkenni bæði
tískuhúss Lanvin og stjórnand-
ans, Albers Elbez. Til dæmis má
nefna stórrósótta kjóla í svörtu
og rauðu, með fellingum að ofan
og neðan. Svo eru það stórglæsi-
legir svartir kvöldkjólar með
púff ermum og slaufum og ekki
má heldur gleyma herrajakka-
fötunum, smókingskyrtum og
blazer-jökkum. Öll herlegheitin
á afskaplega hóflegu verði
sem aðeins er brot af því
sem flík frá Lanvin kostar.
Flestir kjólarnir eru á um
150 evrur en finnast þó
á 100 evrur. Hjá Lanvin
getur byrjunarverðið hæg-
lega verið um 2.000-3.000
evrur. Á síðasta ári þurfti
að girða af inngang versl-
ana H&M sem og sölusvæð-
ið þegar fylgihlutir Jimmy
Choo komu í verslanir H&M í
fyrra og viðskiptavinirnir til-
búnir til að láta hendur skipta.
Líklegt að sama verði uppi á
teningnum að þessu sinni því
hver vill ekki lítinn svartan kjól
frá Alber Elbez fyrir jólin og
það á gjafverði?
bergb75@free.fr
Gestaleikari í aðalhlutverki
ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR
Bergþór Bjarnason skrifar frá París
Gaultier og Star-
dust í eina sæng
JEAN PAUL GAULTIER LEITAÐI Á
NÁÐIR ZIGGY STARDUST FYRIR VOR-
OG SUMARLÍNU SÍNA, EN LÍNAN
VAR ÁBERANDI LÍK HUGARBURÐI
DAVIDS BOWIE.
Allt það sem Jean Paul Gaulti-
er kemur að er fyrirfram vitað að
verður einstakt og jafnvel skrít-
ið. Á tískusýningu hans á haust-
dögum var engin breyting þar á og
sló hann upp heljarinnar partíi á
tískupöllum Parísarborgar. Hönn-
un Gaultiers minnti um margt á
gleðskap í byrjun áttunda áratug-
arins með Ziggy Stardust í farar-
broddi fyrirsætnanna, sem báru
úfna hanakamba í stíl við litskrúð-
ug föt. Stór og skemmtileg munst-
ur prýddu föt Gaultiers auk áber-
andi litasamsetningar og oft á
tíðum óvenjulegrar samsetning-
ar.
! "#
$
%& ' ' && ! $
!
() ! * '
+ ! * ' , ! -*$ $ $ (.$/) 0 $ 1$ $ (,$/)
100 litir af
leðurhönskum
Opið mán.–fös. kl. 11-18 • lau. kl. 10–16
Sendum í póstkröfu um allt land.
Það er aðeins ein alvöru hanskabúð og hún er á Laugaveginum við hliðina á Bónus.
parið
Laugavegur 55
Sími
551
-10
40
vertu vinur á facebook
Flottar yfirhafnir
fyrir flottar konur
Nokkrar gerðir -
nokkrir litir
Stærðir 40-58