Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2010, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 11.11.2010, Qupperneq 50
 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR34 HÚSNÆÐI Húsnæði í boði GÓÐ GISTING Í MIÐBÆNUM Dags, viku og mánaðarleiga. GISTIHÚSIÐ EGILSBORG sími 896 4661 STAY APARTMENTS - VIKULEIGA Vikuleiga á vönduðum stúdíó íbúðum og stærri íbúðum í 105 Rvk. Studio íbúðir frá 25.000 kr. 2ja-3ja. herb. frá 30.000 kr. www.stay.is s: 517 4050. 3 herb. 92fm kj. íbúð í raðhúsi í Seljahverfi (109) verð 120.000, laus strax. s: 691-4242. Leigjendur, takið eftir! Þið eruð skrefi á undan í leit að réttu íbúðinni með hjálp Leigulistans. Kíktu inn á www.leigulistinn.is eða hafðu samb. við okkur í s. 511 1600. Nýleg 26m2 studióíbúð miðsvæð- is í Hafnarfirði „Flatarhrauni“ við Iðnskólann. Eldhúskrókur og baðher- bergi í íbúð, húsaleigubætur fást á þessa íbúð. Sameiginlegt þvottahús á hæðinni m. þvottavél og þurrkara!! Upplýsingar í s:699-5595 milli 16:00 og 18:00 Til leigu lítil falleg 3herb íbúðí tvíbíli í rólegu hverfi í hafnarfirði (norðurbæ). Hentar einstaklega vel fyrir fjölskyldu- fólk. Aðeins traust og reglusamt fólk kemur til greina. Uppl. s: 899-6699. Til leigu 4. herb. 97,6 fm íbúð í Hraunbæ á 2. hæð. Laus strax. Umsóknir sendist á sigurros@isloft.is Norðlingaholt Til leigu 96 fm 3 herb íbúð á jarðhæð m/ geymslu og stæði. Laus strax. S: 892 0669 / 554 6555 Herb. miðb. rvk, húsg. fylgja. Verð 40 þús. S. 895 0482 eftir kl. 16. Húsnæði óskast Vantar 3 - 4 herb. íbúð á svæði 109,108,104 eða 103. Öruggar greiðslur í boði. S. 868 5171. Sumarbústaðir Til leigu vel búnir 2-4 manna bústaðir, 55 km. frá Rvk. Heitur pottur. S. 663 2712. Geymsluhúsnæði Geymi tjaldvagna, fellihýsi ofl. Ímynd gæða. Fjögurra stjörnu. 13 ára reynsla. Í símaskrá ja.is undir; geymsla asgeirs eirikssonar ehf. Upplýsingar 897 1731 klettar@heimsnet.is Geymsluhús.is Innri Njarðvík, hjólhýsi, fellihýsi, tjald- vagnar, bílar ofl. ATH! Upphitað, gott verð!! Uppl. í síma 770-5144. Geymsluhúsnæðið Auðnum II, 190 Vogar. Tjaldvagnar, fellihýsi, bílar, bátar, mótor- hjól ofl. Uppl. í s. 864 3176. www.geymslaeitt.is Sér geymslur frá 5 til 17 m2. Lágt verð. Opið 8-22. Búslóðir, lagerar, bókhald, iðnaðarmenn. Upphitað og vaktað. S: 564-6500 geymslur.com Geymslur frá 3990.- kr á mán. Í Garðabæ (hjá Ikea) og Reykjavík (Fiskislóð) Upphitað, vaktað & öryggis- myndavélar. S. 555 3464. Gisting Gisting Akureyri - Gista.is. Íbúðir í göngufæri við miðbæ. Lín og þráðlaust net. S. 694-4314. ATVINNA Atvinna í boði Auka eða Aðalvinna Vantar fólk til vinnu á veitingahúsi 105,108. Rvk vinnutími 12-16 eða 18-22. Íslensku kunnátta skilyrði. 896 3536. Vantar þig aukavinnu eða aðalvinnu. Okkur vantar fólk á norðurlandi til mark- aðs og sölustarfa. Uppl. í s. 894 0339. Atvinna óskast Viltu gefa stutt vídeó um fjölskylduna í jólagjöf? Geri tilboð. Sími 891 7074. Get bætt við mig verkefnum í texta- skrifum; persónuleg jólabréf, þýðingar og greinargerðir. Smekkleg uppsetning, skemmtilegur texti. 891 7074. TILKYNNINGAR Tilkynningar Einkamál Spjalldömur 908 5500 Hæ strákar hringið í okkur. Opið þegar ykkur langar. Atvinna www.ferdamalastofa. is Geirsgata 9 | 101 Reykjavík | Sími 535 5500 | Fax 535 5501 I Netfang: upplysingar@icetourist.is Strandgata 29 | 600 Akureyri | Sími 535 5500 | Fax 535 5501 I Netfang: upplysingar@icetourist.is Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum Ferðamálastofa byggir umhverfisstefnu sína á sjálfbærri og ábyrgri ferðamennsku enda er náttúra Íslands sú auðlind sem ferðaþjónustan á Íslandi byggir á til framtíðar. Mikilvægt er að byggja upp innviði sem geta tekið á móti vaxandi fjölda ferðamanna, tryggt öryggi þeirra eftir bestu getu og boðið upp á nauðsynlega þjónustu. Jafnframt þarf að gæta þess að allar áætlanir og framkvæmdir á ferðamannastöðum séu byggðar á vandaðri greiningu og rannsóknum og unnar af mikilli varkárni og virðingu fyrir viðkvæmri náttúru Íslands og sögu. Hönnuðir og skipuleggjendur ferðamanna- staða þurfa því að hafa næmt auga fyrir því hvort, og þá hvar og hvernig, mannvirkjum er valinn staður þannig að þau skerði ekki ásýnd hans en ýti fremur undir sérstöðu staðarins og þá upplifun sem ferðamaðurinn sækist eftir. Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2011. Sérstök áhersla verður lögð á öryggismál á ferðamannastöðum, verkefni þar sem heildrænt skipulag og langtímamarkmið eru höfð að leiðar- ljósi og aðgengi fyrir alla. UMSÓKNARFRESTUR: Umsóknarfrestur er til og með 20. desember 2010. Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar. 1. STYRKIR TIL SMÆRRI VERKEFNA: Veittir verða styrkir til smærri verkefna til úrbóta í umhverfismálum. Hámarksupphæð hvers styrks verður 500 þúsund krónur og er hann ætlaður fyrir efniskostnaði, áætlanagerð og/eða hönnun. Ekki er veittur styrkur fyrir eldsneyti, fæðiskostnaði eða vinnuframlagi við framkvæmdir. 2. STYRKIR TIL STÆRRI VERKEFNA: Veittir verða styrkir til úrbóta í umhverfismálum á ferðamannastöðum og uppbyggingar á nýjum svæðum fyrir ferðamenn. Styrkupphæð getur að hámarki orðið 50% af kostnaðaráætlun, þó aldrei hærri en 10 milljónir. Hægt verður að áfangaskipta verkefnum og styrkveitingu í 3-5 áfanga á jafnmörgum árum. Hægt er að sækja um styrki fyrir áætlanagerð og/eða hönnunarvinnu ásamt undirbúningsrannsóknum. Við skipulag og hönnun mannvirkja er höfð til hliðsjónar „Menningarstefna í mannvirkjagerð“ sem gefin var út af Menntamálaráðuneytinu í apríl 2007 og skipulagslög nr. 123/2010. Ef sótt er um styrk fyrir byggingu mannvirkja eða aðrar framkvæmdir verður skipulag, fullnaðarhönnun og framkvæmdaleyfi að liggja fyrir. Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi og rekstri svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi verkefni eftir að framkvæmdum lýkur (sjá nánari leiðbeiningar). ALLAR UMSÓKNIR SKULU INNIHALDA: a. Hnitmiðaða en vandaða verkefnislýsingu sem lýsir hugmyndinni með rökstuddum og skýrum hætti b. Kostnaðar- og verkáætlun c. Afrit af skipulagi svæðis og/eða skriflegt samþykki viðkomandi yfirvalda vegna verkefnisins d. Teikningar af mannvirkjum, þar sem það á við, og/eða skriflegt samþykki byggingarfulltrúa e. Skriflegt samþykki allra landeigenda og húsráðenda Ath! Nánari leiðbeiningar og umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Ferðamálastofu, www.ferdamalastofa.is. HVERJIR GETA SÓTT UM: Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum ofangreindum skilyrðum. Við úthlutun verður m.a. tekið mið af ástandi og álagi á svæði, og mikilvægi aðgerðanna út frá náttúruverndar - sjónarmiðum. Einnig verður tekið tillit til þess hvort viðkomandi verkefni nýtur þegar fjárstuðnings opinberra aðila. Ekki verður sérstaklega litið til dreifingar verkefna eftir landshlutum. HVAR BER AÐ SÆKJA UM: Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Ferðamálastofu, www.ferdamalastofa.is. Þar eru jafnframt leiðbeining - ar um hvernig skal sækja um. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Rúnar Traustason, umhverfisstjóri Ferðamálastofu í síma 535-5500 eða með vefpósti, sveinn@icetourist.is. Ferðamálastofa starfar samkvæmt lögum nr. 73/2005 um skipulag ferðamála. Helstu verkefni stofnunarinnar eru einkum: 1. Útgáfa leyfa, skráning á starfsemi og eftirlit með að skilyrðum fyrir þeim sé fullnægt. 2. Þróunar-, gæða- og skipulagsmál ferðaþjónustu, þ.e. framkvæmd markaðrar ferðamálastefnu, samræming umhverfis- og fræðslumála, miðlun upplýsinga, svæðisbundin þróun og alþjóðlegt samstarf. 3. Markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustu (innanlands), í samræmi við ákvörðun ráðherra hverju sinni. Styrkir Fundir / Mannfagnaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.