Fréttablaðið - 11.11.2010, Page 52

Fréttablaðið - 11.11.2010, Page 52
36 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR BAKÞANKAR Charlotte Böving 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. lýð, 6. bardagi, 8. ung stúlka, 9. bein, 11. voði, 12. bani, 14. matar- samtíningur, 16. átt, 17. sjáðu, 18. mál, 20. stöðug hreyfing, 21. málmur. LÓÐRÉTT 1. borg, 3. hljóm, 4. fugl, 5. knæpa, 7. andsvar, 10. ágæt, 13. framkoma, 15. tolla, 16. stykki, 19. fíngerð líkamshár. LAUSN LÁRÉTT: 2. fólk, 6. at, 8. mær, 9. rif, 11. vá, 12. ólífi, 14. snarl, 16. sv, 17. sko, 18. tal, 20. ið, 21. króm. LÓÐRÉTT: 1. faró, 3. óm, 4. lævirki, 5. krá, 7. tilsvar, 10. fín, 13. fas, 15. loða, 16. stk, 19. ló. Keyptirðu þessa hármixtúru af Jóa? Einz og þú zagð- ir, flazkan er flott! Ég vona að þú ætlir þér ekki að nota þetta? Halló! Ég trúi ekki á jóla zvein- inn, Elza! Þetta verður til zkrautz inni á baði! Plís, plís, plís! Ég er búinn að vera mjög góður! Koma svo! Hver er þetta? Mamma. Hún grátbað mig um að ganga með þessa mynd í stað þess að húðflúra mynd af henni á bringuna á mér. Það meikar sens. Og er ekki eins sárt. UUuu já... ... nema þegar þeir settu naglann í mig. Í hverju ert þú? Dauðum hlébarða.Rauði dregillinn vígður Ztór zkammt- ur! Eru þetta börnin sem hlustuðu á Mozart á meðgöngunni? Það vex og dafnar sem við einbeitum okkur að. Flestir vita það, en samt gleymum við því reglulega. FLEST höfum við lesið bókina eða séð myndina um Leyndarmálið, eða a.m.k. heyrt um fyrirbærið (og hafi maður ekki kynnt sér það, gæti verið sniðugt að gera það). „Kenningin“ gengur út á að maður geti fengið allt það í lífinu sem maður óskar sér, ef maður hugsar jákvætt og af einbeitingu um það. Þannig virkar maður eins og segull og laðar að sér það sem maður er að hugsa um. OG SATT að segja hef ég reynslu af Leyndarmálinu. Þegar ég ósk- aði mér að eignast barn númer tvö, hafði Leyndarmálið ein- mitt tröllriðið þjóðinni, svo við beittum aðferðinni og ósk- uðum okkur barns af slíkri einbeitingu og jákvæðni að við eignuðumst tví- bura. Í DAG get ég ekki ímynd- að mér líf mitt án beggja þessara tveggja ára stelp- na, en ég verð að viður- kenna að tvíburar voru ekkert á óskalistanum. UPPLIFUN mín er því að aðferðin virkar. Við löðum að okkur það sem við viljum, en við ráðum því ekki fyllilega hversu mikið við fáum. ÆTLUNIN er reyndar ekki að tala um þessa bók/mynd. En mig langar að minna okkur á að það sem við fókuserum á vex og dafnar. (Af sömu ástæðu borgar sig ekki að hugsa of mikið um aukakílóin, ef maður ætlar sér að losna við þau). ÞAÐ KREFST aga að forðast þær hugs- anir sem gera okkur leið, spæld eða reið og sem færa okkur ekki nær því sem við óskum okkur: „Ég á aldrei krónu,“„ég er alltaf svo óheppin(n),“„ég er bara svo vitlaus, mikill klaufi, asni, leiðinleg(ur), ómöguleg(ur)“ o.s.frv. Það er með ólíkind- um hvað fólki dettur í hug að hugsa um sjálft sig. Og samt er ég sannfærð um að enginn óski sér að lifa í reiði, þunglyndi eða á mörkum fátæktar. EN TIL þess að geta nært það sem við óskum okkur meira af, verðum við að gefa sjálfum okkur tíma og rúm til þess að finna það í hjarta okkar hver óskin er. Þegar einlæg óskin er fundin eigum við að trúa á að við getum fengið hana upp- fyllta, vera hugrökk og grípa tækifærið þegar það gefst. Þú færð það sem þú óskar þér …

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.