Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2010, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 11.11.2010, Qupperneq 58
42 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR Bækur ★★ Fyrirgefning Lilja Sigurðardóttir Bjartur Faðir, fyrirgef þeim … ekki Lilja Sigurðardóttir vakti töluverða athygli og hrifningu í fyrra með sinni fyrstu sakamálasögu, Sporum. Í Fyrirgefningu er söguhetjan sú sama, ástarsöguþýðandinn Magni, sem nú hefur tekið að sér að skrifa viðtalsbók við nokkra þolendur ofbeldis. Fleiri per- sónur úr fyrri bókinni koma einnig við sögu, Iðunn fyrrverandi kona Magna, Fríða ástkona hans og AA-félagi og fleiri. Bókin er byggð upp á sama hátt og Magni hyggst byggja tilvonandi samtalsbók, hver kafli ber nafn eins þolanda og harmsaga hans/hennar er lauslega rakin. Fljótlega eftir að viðtölin hefjast fara þeir sem hafa beitt viðmælendur Magna ofbeldi að týna tölunni með voveiflegum hætti og böndin berast að sjálfshjálpargrúppu sem hittist vikulega í Hallgrímskirkju. Inn í er svo blandað daglegu lífi Magna, AA-fundum, endalausri matargerð og samskiptum þeirra Iðunnar, sem flytur til hans kasólétt, án þess þó að þau endurveki sambandið, samskiptum hans við ástkonuna og Fríðu og peningagíruga útgefandann, sem reyndar er skemmtilegasta persóna sögunnar. Þetta er fínasta hugmynd en hefði þurft mun betri úrvinnslu til að ná tökum á lesanda. Rétt er tæpt á sögum fórnarlambanna, lesandinn kynnist þeim lítið og hefur ekki með þeim þá samúð sem nauðsynleg væri til að réttlæta plott sögunnar. Spennan verður fyrir vikið lítil og alltof snemma verður lesandanum ljóst hvernig í pottinn er búið. Gamla morðið, sem einn viðmælanda Magna lýsir á hendur sér, peppar söguna upp um tíma en lausn þess máls er ansi klén, svo gripið sé til velþekktra gagnrýnendafrasa. Veikasti hlekkur sögunnar er þó söguhetjan sjálf. Magni er daufleg sögu- hetja, hringsól hans á milli eldhúss, AA-funda og sjálfshjálparhópsins lítið spennandi og sambönd hans við ástkonurnar tvær afskaplega yfirborðsleg. Yfirborðsleg er reyndar fyrsta orðið sem kemur upp í hugann eftir lestur bókarinnar. Hér er fjallað um harmsögur og rústuð líf með sama hætti og Magni hyggst greinilega nota við sín bókarskrif; hann skrifar inngang við- talanna áður en hann hittir viðmælendur og lætur nægja að taka tvö stutt viðtöl við hvern þeirra. Ekki við því að búast að slík vinnubrögð skili mikilli dýpt. Lilja er lipur penni, en tilþrifum í máli og stíl er ekki fyrir að fara og textinn verður á köflum svo marflatur að það er eins og hann hafi verið straujaður. Ýmislegt bendir þó til þess að hún gæti gert miklu betur ef hún gæfi sér meiri tíma til að vinna persónur og plott. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Fín hugmynd en útfærslan ekki nógu vönduð, sagan nær ekki tökum á lesandanum og lítið fer fyrir spennunni. Sýningar í fullum gangi Caput-hópurinn efnir til tónleika í Norræna hús- inu á sunnudag. Tilefnið er væntanlegur geisla- diskur frá Naxos-útgáfunni, þar sem Caput og Kolbeinn Bjarnason flytja tónlist japanska tón- skáldsins Toshio Hosokawa. Á tónleikunum verða leikin verk eftir Hosokawa sem og annan jap- anskan meistara, Toru Takemitsu, sem hefði orðið áttræður hinn 7. október síðastliðinn. Tak- emitsu var eitt litríkasta tónskáld 20. aldarinn- ar og sameinaði vestræna framúrstefnu og forn- an japanskan tónlistararf í verkum sínum. Einna þekktastur er hann fyrir verkið November Steps, sem hann samdi fyrir Fílharmóníuhljómsveitina í New York árið 1967 og er álitið tímamótaverk í tónlistarsögunni. Toshio Hosokawa er sporgöngu- maður Takemitsu en hefur með árunum tekið enn stærri skref en fyrirrennari sinn inn í ver- öld fornrar japanskrar tónlistar og nýtur tónlist hans hylli um allan heim. Hann hefur tvívegis komið til Íslands til að vinna með Caput, Kolbeini Bjarnasyni og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tónleikarnir í Norræna húsinu á sunnudag hefjast klukkan 15.15. Geisladiskur Kolbeins og Caput með verkum Hosokawa kemur út í desem- ber. Caput-hópurinn í japönskum gír hjá Naxos CAPUT-HÓPURINN Geisladiskur með flutningi Kolbeins Bjarna- sonar og Caput-hópsins á verkum japanska tónskáldsins Tos- hio Hosokawa kemur út hjá Naxos-útgáfunni í næsta mánuði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.