Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 62
46 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is Rihanna gefur eftir helgi út sína fimmtu plötu, Loud. Söngkonan hefur engan áhuga á að endurgera hina vinsælu Good Girl Gone Bad sem kom út 2007. Þrátt fyrir ungan aldur gefur söng- konan Rihanna út sína fimmtu hljóðversplötu eftir helgi. „Ég trúi því varla að þetta sé fimmta plat- an mín,“ sagði hin 22 ára Rihanna í viðtali við BBC. „Það er ótrúlegt ef maður hugsar til þess. Ég hef aldrei verið eins spennt yfir neinu sem ég hef búið til. Þetta er ekta Rihönnu- plata og hvert einasta lag er klæð- skerasniðið fyrir mig.“ Rappararnir Eminem og Drake eru á meðal gesta auk þess sem hluti af lagi Avril Lavigne, I’m With You, af fyrstu sólóplötu hennar er notaður í laginu Cheers (Drink to That). Eins og á síðustu plötum Rihönnu kemur norska upptöku- dúóið Stargate einnig við sögu. Rihanna sló rækilega í gegn árið 2007 með plötunni Good Girl Gone Bad sem hafði að geyma hið gríð- arvinsæla Umbrella. Söngkonan er meðvituð um vinsældirnar en vill líta fram á veginn í tónlistinni. „Ég vildi ekki líta um öxl og endurgera Good Girl Gone Bad. Mig langaði að taka næsta skref í þróunarsögu Rihönnu og þessi plata er sú rétta fyrir okkur.“ Rihanna fæddist á Barbados í Karíbahafi. Eyjan var bresk nýlenda til ársins 1966, þegar hún öðlaðist sjálfstæði. Nú búa þar innan við 300 þúsund manns. Sex- tán ára fluttist Rihanna til Banda- ríkjanna til að einbeita sér að sóló- ferli sínum og hún var ekki lengi að heilla menn upp úr skónum. Eftir að hafa farið í áheyrnarprufu hjá rapparanum Jay-Z, þáverandi for- stjóra Def Jam Recordings, gerði fyrirtækið útgáfusamning við hana og sér varla eftir því. Hún hefur selt plötur sínar í hátt í tut- tugu milljónum eintaka og þar af seldist Good Girl Gone Bad í um tíu milljónum. Eins og áður sagði var Umbrella aðalsmellurinn, þar sem Jay-Z var einmitt gestasöngvari. Rihanna lenti í erfiðleikum í einkalífinu í byrjun síðasta árs þegar þáverandi kærasti henn- ar, rapparinn Chris Brown, lagði hendur á hana. Hún komst yfir það og gaf út fjórðu plötu sína, Rated R, síðar sama ár. Hún seldist ekki næstum því eins vel og Good Girl Gone Bad og því má segja að tölu- verð pressa sé á Rihönnu að auka við fylgi sitt á nýjan leik með Loud. freyr@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Það hefur verið vinsælt undanfarin ár að hljómsveitir haldi tónleika og spili einstaka plötur í heild sinni. Oft eru þetta gömul meistaraverk og tónleik- arnir í senn upprifjun fyrir gamla aðdá- endur og tækifæri fyrir unga áhuga- menn að upplifa snilldina. Í fyrra var blásið til tónleikaraðarinnar Manstu ekki eftir mér. Fyrstu tvennir tónleik- arnir tókust vel (Ensími með Kafbát- arokk og Megas með Millilendingu), en síðan hefur lítið gerst. Nú dregur hins vegar til tíðinda. Hljómsveitin SH Draumur kom nýlega saman og spilaði á Airwaves við góðar undirtektir. Um svipað leyti kom út tvöföld yfirlitsútgáfa af meistaraverki Draumsins, Goð, sem kom út 1987. Þetta er sérstaklega eigulegur pakki með öllu útgefnu efni sveitarinnar, sjaldgæfum og áður óút- gefnum hljóðritunum og hnausþykkum bækl ingi með sögu bandsins og myndefni. Til að fagna útgáfunni ætlar SH Draumur að halda tvenna tónleika þar sem platan verður flutt í heild ásamt öðru efni. Þeir fyrri verða á Græna hattinum á Akureyri 20. nóv., en þeir seinni á Sódómu 4. des. Að hluta til er Draumurinn að svara óskum aðdáenda, en Facebook- síða með áskorun um tónleika var stofnuð fyrir nokkrum mánuðum. Hljómsveitin var drulluþétt á Airwaves þannig að það má reikna með hörku tónleikum. Miðasala er hafin á midi.is. Erlendis er líka verið að rifja upp flottar plötur á tónleikum. Prim- al Scream er þessa dagana á tónleikaferð að spila Screamadelicu og miðasala er hafin á stórtónleika í Alexandra Palace í London 1. júlí 2011. Þar mætast þrjár kynslóðir: Flaming Lips spilar The Soft Bull- etin (1999), Dinosaur Jr. tekur Bug (1988) og Deerhof flytur Milk Man (2004). Goð og garpar MEISTARAVERK SH Draumur spilar Goð og fleira á tónleikum á Akureyri 20. nóvember og í Reykjavík 4. desember. Rihanna horfir til framtíðar RIHANNA Þrátt fyrir ungan aldur er söngkonan að gefa út sína fimmtu plötu, Loud. NORDICPHOTOS/GETTY TÓNLISTINN Vikuna 4. - 11. nóvember 2010 LAGALISTINN Vikuna 4. - 11. nóvember 2010 Sæti Flytjandi Lag 1 Páll Óskar og Memfismafían ......Það geta ekki allir... 2 Cee Lo Green ....................................... Forget You (F U) 3 Kings Of Leon ................................................Radioactive 4 Hjálmar ....................................................Gakktu alla leið 5 Bruno Mars ..................................Just The Way You Are 6 Blaz Roca og Ragga Bjarna............. Allir eru að fá sér 7 Hurts ..........................................................Wonderful Life 8 Lifun ..................................................................Ein stök ást 9 Jón Jónsson ...................................When You’re Around 10 Rihanna .......................................Only Girl In The World Sæti Flytjandi Lag 1 Prófessorinn og Memfismafían ................. Diskóeyjan 2 Hjálmar .................................................Keflavík Kingston 3 Sálin hans Jóns míns................ Upp og niður stigann 4 Baggalútur ..........................................................Næstu jól 5 Helgi Björnsson og reiðmenn... ...Þú komst í hlaðið 6 GRM ................................................................................. MS 7 Ingó og félagar .............................................Buddy Holly 8 Friðrik Dór ................................................. Allt sem þú átt 9 Cliff Clavin ........................................The Thief’s Manual 10 Retro Stefson ...................................................Kimbabwe Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: G oo d G ir l G on e B ad ( 20 07 ) A G ir l L ik e M e (2 00 6) R at ed R ( 20 09 ) M us ic o f th e Su n (2 00 5) milljón eintök seld > Plata vikunnar XIII - Black Box ★★★★ „Glæsileg yfirlitsútgáfa sem allir íslenskir rokkhundar ættu að eiga í safninu.“ TJ > Í SPILARANUM Ómar Guðjónsson - Von í óvon Kid Rock - Born Free Ensími - Gæludýr The Walkmen - Lisbon Ray Davies - See My Friends ÓMAR GUÐJÓNSSON RAY DAVIES Rokkararnir í Metallica ætla að byrja að semja efni á sína tíundu hljóð- versplötu á næsta ári. Tvö ár eru liðin síðan Death Magnetic kom út en á henni mátti greina aftur- hvarf til fyrri verka sveit- arinnar. Metallica er þessa dag- ana að ljúka við tónleika- ferð sína um heiminn vegna Death Magnetic. Trommarinn Lars Ulrich hlakkar til að kíkja í hljóð- verið á nýjan leik til að leggja grunninn að enn einni plötunni. „Það er margt í bígerð árið 2011 en það helsta er að við viljum byrja að semja aftur,“ sagði Ulrich. „Við höfum ekk- ert samið síðan 2006 eða 2007 og við vilj- um fara að skapa eitt- hvað á nýjan leik. Núna erum við bara að slaka á en síðan förum við á fullt í mars eða apríl.“ Trommarinn bætti því við að hljómsveit- in vildi halda áfram að stíga á svið með Slayer, Anthrax og Mega deth. Þeir tónleikar hafa hingað til verið haldnir í Evrópu en Ulrich vonast til að ferðinni verði næst heitið til Bandaríkjanna. Metallica vaknar til lífsins METALLICA Rokkararnir ætla að semja efni á nýja plötu á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.