Fréttablaðið - 11.11.2010, Page 72

Fréttablaðið - 11.11.2010, Page 72
56 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR Iceland Express kvenna Keflavík-Hamar 69-72 (42-32) Stig Keflavíkur: Jacquline Adamshick 28 (23 frák.), Bryndís Guðmundsdóttir 17, Birna Valgarðsdóttir 10 (10 frák.), Pálína Gunnlaugs dóttir 6, Rannveig Randversdóttir 3, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 2. Stig Hamars: Jaleesa Butler 29 (10 frák. 6 varin), Kristrún Sigurjónsdóttir 17, Fanney Lind Guðmundsdóttir 12, Slavica Dimovska 12, Jenný Harðardóttir 2. Snæfell-Grindavík 65-51 (24-26) Stig Snæfells: Sade Logan 18, Berglind Gunnarsdóttir 17, Björg Guðrún Einarsdóttir 12, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 10, Inga Muciniece 4, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 3, Hildur Björg Kjartansdóttir 1. Stig Grindavíkur: Agnija Reke 13, Alexandra Marý Hauksdóttir 12, Helga Hallgrímsdóttir 12, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 7, Harpa Hallgrímsdóttir 4, Berglind Anna Magnúsdóttir 2, Mary Jean Lerry F. Sicat 1. Fjölnir-Haukar 80-81 (31-42) Stig Fjölnis: Natasha Harris 28 (12 stoðsending ar), Inga Buzoka 15 (14 fráköst, 5 varin), Bergþóra Holton Tómasdóttir 12, Gréta María Grétarsdóttir 7, Erla Sif Kristinsdóttir 7, Eva María Emilsdóttir 6, Birna Eiríksdóttir 3, Heiðrún Harpa Ríkharðs dóttir 2 Stig Hauka: Kathleen Snodgrass 27 (7 fráköst, 7 stoðsendingar), Ragna Margrét Brynjarsdóttir 15 (10 fráköst), María Lind Sigurðardóttir 10, Íris Sverrisdóttir 10, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7, Margrét Rósa Hálfdánardótir 5, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3, Dagbjört Samúelsdóttir 2, Guðrún Ósk Ámundardóttir 2. Njarðvík-KR 77-84 ÚRSLITIN Í GÆR Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Það verður handagangur í öskjunni í dag og alla helgina í N1 deildinni. Mætum öll á völlinn og hvetjum okkar fólk til sigurs! N1 DEILD KARLA Akureyri – Selfoss Höllin Akureyri 11. nóv. kl. 19:00 HK – Haukar Digranes 11. nóv. kl. 19:30 Fram – Afturelding Framhús 11. nóv. kl. 19:30 Valur – FH Vodafone höllin 13. nóv. kl. 15:45 N1 DEILD KVENNA HK – Stjarnan Digranes 12. nóv. kl. 18:00 Haukar – Fylkir Ásvellir 12. nóv. kl. 19:30 Fram – ÍBV Framhús 13. nóv. kl. 13:00 Grótta – ÍR Seltjarnarnes 13. nóv. kl. 13:30 Valur – FH Vodafonehöllin 13. nóv. kl. 13:45 ALLT AÐ GERAST Í BOLTANUM! KÖRFUBOLTI Lið Hamars er komið á topp Iceland Express-deildar kvenna eftir sigur í Keflavík í gær. Bæði lið voru ósigruð fyrir leikinn í gær en þökk sé þriggja stiga sigri Hvergerðinga, 72-69, er Hamar nú eitt í þeirri stöðu. Bandaríkjamaðurinn Jaleesa Butler hjá Hamri fór hamför- um þegar mestu máli skipti. Hún hafði verið nokkuð mistæk í fyrri hálfleik en í þeim síðari skoraði hún 21 stig af alls 29 í leiknum, þar af fjórtán í fjórða leikhluta. Butler skoraði einnig fjögur síðustu stigin í leiknum – snið- skot þegar tólf sekúndur voru eftir og tvö víti á lokasekúndun- um sem gerðu út um leikinn. Kaninn í liði Keflavíkur, Jacquline Adamshick, fór einnig mikinn í leiknum en brást hins vegar á ögurstundu. Hún gat komið Keflavík yfir þegar sjö sekúndur voru eftir en klikkaði þá á báðum vítaköstunum sínum. Það reyndist einfaldlega of dýr- keypt fyrir heimamenn. Keflavík hafði haft undirtök- in lengst af í leiknum en lítið var skorað í leiknum. Leikmenn hittu nokkuð illa og það var lítið skor- að en varnarleikurinn var lengst af ágætur. „Við ræddum það fyrir fjórða leikhluta að við höfðum engu að tapa,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars. „Við vorum ekki búnar að spila vel og fórum því í hann af fullum krafti til að sjá hvað það myndi gefa okkur. Jaleesa [Butler] var í engum takti við leikinn í fyrri hálfleik en það var svo allt annað að sjá til henn- ar í þeim síðari – sérstaklega í fjórða leikhluta þegar hún fór hamförum.“ Jón Halldór Eðvaldsson, þjálf- ari Keflavíkur, sagði skýringuna á tapi sinna manna einfalda. „Það vantar alla gleði í hópinn hjá mér. Þetta er ekki fyrsti leik- urinn þar sem við lendum í vand- ræðum þó svo við höfum unnið alla okkar leiki. Það vantar samt gleði í hópinn og við erum ekki að hafa gaman af þessu og þegar það gerist næst ekki árangur. Það er bara svo einfalt,“ sagði Jón Halldór. Ágúst segir að góð byrjun Hamars á tímabilinu komi sér ekki á óvart. „Við vorum fjórum stigum frá titlinum á síðasta tímabili og það hafa vissulega verið breytingar í hópnum en sú reynsla mun reyn- ast okkur dýrmæt nú. Liðið er alls ekki síðra en í fyrra og því tel ég að gott gengi okkar ætti ekki að koma á óvart.“ eirikur@frettabladid.is Butler skaut Hamri á toppinn MIKILVÆG Í GÆR Jaleesa Butler tryggði Hamri sigurinn í Keflavík í gær. Hún hefur leikið frábærlega með Hamarsliðinu í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Hamar er ósigrað á toppi Iceland Express-deildar kvenna eftir sigur á Keflavík í gær í uppgjöri topp- liðanna suður með sjó. Jaleesa Butler fór fyrir Hver- gerðingum á lokasprettinum. STAÐAN Í DEILDINNI: Hamar 7 7 0 566-480 14 Keflavík 7 6 1 609-439 12 KR 7 4 3 530-449 8 Haukar 7 4 3 443-492 8 Njarðvík 7 4 3 529-470 8 Snæfell 7 2 5 431-526 4 Grindavík 7 1 6 403-489 2 Fjölnir 7 0 7 411-577 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.