Fréttablaðið - 11.11.2010, Side 78

Fréttablaðið - 11.11.2010, Side 78
62 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGURSJÓNVARPSÞÁTTURINN „Ég á auðvitað í ástarsambandi við Grey‘s Anatomy og það er í raun sorglegt að segja það en mér finnst sá þáttur nánast meira spennandi en mitt eigið líf. Svo er ég hrikalega hrifin af Modern Family og Glee.“ Greta Mjöll Samúelsdóttir knattspyrnu- kona. „Ég myndi auðvitað segja að þetta væri aðal- hlutverkið. Sem það er náttúrulega ekki. En ég fæ að segja nokkrar setningar og Baltas- ar sýndi mér mikla þolinmæði á tökustað,“ segir Guðjón Pedersen, fyrrverandi leikhús- stjóri Borgarleikhússins. Hann leikur lækn- inn Erling í kvikmyndinni Djúpinu eftir Balt- asar Kormák, þar sem mögnuð saga Guðlaugs Friðþórssonar er höfð til hliðsjónar. Guðjón, eða Gíó eins og hann er jafnan kall- aður, hefur lítið látið til sín taka á leiklistar- sviðinu og raunar eiga elstu menn erfitt með að muna eftir honum í hlutverki leikarans. Einhverja kann þó að ráma í að Guðjón lék þögla þjófinn sem stal Áramótaskaupinu árið 1985. Og Guðjón staðfestir það. „Þær eru ekki margar myndirnar sem ég hef leikið í, það er alveg rétt. Við gerðum samt einu sinni mynd, leikhópur sem hét Svart og sykurlaust, og tókum hana upp á Ítalíu.“ Guðjón segist í raun ekki vita hversu stórt hlutverkið verði í myndinni. Og viðurkenn- ir að hann hafi haldið að Baltasar væri að stríða sér þegar hann hringdi og bað hann um að taka hlutverkið að sér. „Og ég held reynd- ar enn að hann sé að stríða mér. Við Baltasar höfum þekkst í mörg ár,“ segir Guðjón, sem efast um að hann verði klipptur út úr mynd- inni því læknirinn Erlingur er sá sem skoðar aðalleikarann Ólaf Darra þegar hann kemur í land eftir sundið til Eyja. Guðjón segist ánægður með að þessi mynd skuli vera gerð því ungt fólk sé ekki meðvitað um þessa sögu. „Og það verður að halda henni til haga.“ - fgg Óvænt upprisa leikarans Gíós „Þetta er ótrúlegt. Ég veit ekki alveg hvar klikkið átti sér stað, en þetta er að sjálfsögðu mér að kenna,“ segir tónlistarsérfræð- ingurinn og spilagerðarmaðurinn Dr. Gunni. Nýja Popppunktsspilið er komið í valdar verslanir. Eins og Frétta- blaðið greindi frá á dögunum átti draumur Rúnars Júlíussonar heit- ins að rætast með útgáfu spilsins, en hann átti að vera eitt af tólf spilapeðum. Hann datt út úr fyrra spilinu á síðustu stundu og sagan endurtók sig við útgáfu nýja spils- ins. „Ég ætlaði að hafa Rúnar en svo hef ég ekki gert það. Ég skrifa þetta á fyrstu einkenni Alzheim- er. Það er frekar fúlt að þessi Alzheimer light-sjúkdómur hafi komið í veg fyrir að Rúnar væri með í Popppunktsspilinu,“ segir doktorinn. Hvarf Rúnnapeðsins var þó ekki eins dularfullt í fyrra spilinu, eins og Gunni útskýrir. „Í fyrra spilinu var allt klappað og klárt. Ég var búinn að tala við fullt af fólki og þar á meðal Rúnar,“ rifjar hann upp. „Svo fannst útgefandanum sniðugt að hafa Herbert [Guð- mundsson] með og ég var ekkert búinn að tala við hann. Þannig að hann setti Herbert inn og tók Rúnar út. Svo var Herbert alveg brjálaður því að það var ekki búið að tala við hann. Og Rúnar var frekar fúll líka.“ Spilið kemur í fleiri verslanir í lok nóvember, en þeir sem vilja vera goðsögnin Rúnar Júlíusson í spilinu verða að taka upp föndur- kassann. - afb Dr. Gunni klikkaði á Herra Rokk PEÐIÐ HVARF AFTUR Dr. Gunni kennir sjálfum sér um að Rúnnapeðið var ekki heldur með í nýja Popppunktsspilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég var kominn út um dyrnar, með allan farangurinn, vegabréf og flugmiða og var á leiðinni til ætt- ingja minna í Keflavík þar sem ég ætlaði að gista daginn fyrir brott- för. Ég ákvað hins vegar að tví- tékka hvort ég væri ekki með allt, fór í fartölvuna og fyrsti póst- ur var að keppninni hefði verið aflýst,“ segir Vilhjálmur Þór Dav- íðsson, Hr. hinsegin okkar Íslend- inga. Mr. Gay Europe-keppnin, sem fara átti fram í Genf í Sviss á dög- unum, var slegin af. Ástæðan var sú, að sögn Vilhjálms, að hótelið sem átti að hýsa keppnina ákvað að draga sig út sökum þess að það taldi sig ekki vera að græða nógu mikið á keppninni. „Skipuleggj- endur og aðstandendur keppninn- ar reyndu allt hvað þeir gátu en fundu ekki keppnisstað með svona skömmum fyrirvara og þess vegna varð ekkert úr þessu.“ Vilhjálmur segir þetta vissulega vera svekkjandi, hann hafi verið búinn að fá sig lausan úr vinnu til að taka þátt og eytt ómældum tíma í undirbúning. „Ég tók þetta alla leið, æfði tvisvar á dag, sleppti allri óhollustu og var í flottu formi. Ég fór náttúrulega á algjört nammi- fyllerí þegar þetta var staðfest.“ Vilhjálmur er einnig með keppnis- rétt í Mr. Gay World sem fram fer í Manila á Filippseyjum. Hann segir meiri líkur en minni á að hann taki þátt í þeirri keppni þótt hann við- urkenni að hann sé aðeins brennd- ur af fyrri reynslu. „Mér þykir lík- legra að ég fari,“ segir hann. Vilhjálmur getur hins vegar brosað í gegnum tárin því fyrir algjöra tilviljun var norskur hótel- eigandi, Jarl Haugedal, staddur hér á landi ásamt vinkonu sinni Heru Björk, Eurovision-stjörnu. Haugedal þessi á lúxusíbúðarhót- elið NYC-JC og situr í dómnefnd Mr. Gay Europe og fann til með Vilhjálmi sökum þess hversu mikla vinnu hann hafði lagt í keppnina. „Þannig að Iceland Express og hann ætla að bjóða mér til Banda- ríkjanna. Ég fæ að gista í svítu hótelsins. Sem er ekkert slæmt og bætir þennan missi algjörlega upp.“ freyrgigja@frettabladid.is VILHJÁLMUR ÞÓR: FÆR LÚXUSFERÐ TIL NEW YORK Í SÁRABÆTUR Fór á nammifyllerí þegar Herra hinsegin var slegin af EKKERT SVO SVEKKTUR Vilhjálmur Þór var á leiðinni á Mr. Gay Europe þegar keppnin var slegin af. Hann fær hins vegar ferð til New York og fría gistingu á glæsilegu íbúðahóteli í New Jersey í sárabætur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LEIKUR LOKSINS Guðjón Pedersen leikur lækninn Erling í kvikmyndinni Djúpinu eftir Baltasar Kormák. Leikhússtjórinn fyrrverandi heldur enn að Baltasar sé að stríða sér með hlutverkinu þótt það verði erfitt að klippa það út. Fim 11.11. Kl. 20:00 8. sýn Fös 12.11. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Sun 21.11. Kl. 15:00 br. sýn.t. Lau 27.11. Kl. 20:00 Sun 28.11. Kl. 20:00 Lau 4.12. Kl. 20:00 Sun 5.12. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 13:00 Lau 13.11. Kl. 15:00 Sun 14.11. Kl. 13:00 Sun 14.11. Kl. 15:00 Lau 20.11. Kl. 13:00 Lau 20.11. Kl. 15:00 Sun 21.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 15:00 Sun 28.11. Kl. 13:00 Sun 28.11. Kl. 15:00 100 sýn. Sun 5.12. Kl. 13:00 br. sýn.t. Sun 5.12. Kl. 15:00 Mið 29.12. Kl. 16:00 br. sýn.t. Fim 30.12. Kl. 16:00 br. sýn.t. Fim 11.11. Kl. 20:00 Fös 12.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Fös 26.11. Kl. 20:00 Lau 27.11. Kl. 20:00 Fös 3.12. Kl. 20:00 Lau 4.12. Kl. 20:00 Mið 10.11. Kl. 19:00 Sun 14.11. Kl. 19:00 Mið 24.11. Kl. 19:00 Aukas. Fim 25.11. Kl. 19:00 Aukas. Fös 10.12. Kl. 19:00 Aukas. Lau 11.12. Kl. 19:00 Aukas. Sun 12.12. Kl. 19:00 Aukas. Lau 13.11. Kl. 20:00 Fim 18.11. Kl. 20:00 Aukas. Fös 26.11. Kl. 20:00 Fim 2.12. Kl. 20:00 Aukas. Fös 3.12. Kl. 20:00 U U U Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) U Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Lau 27.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 14:30 Sun 28.11. Kl. 11:00 Sun 28.11. Kl. 13:00 Sun 28.11. Kl. 14:30 Lau 4.12. Kl. 11:00 Lau 4.12. Kl. 13:00 Lau 4.12. Kl. 14:30 Sun 5.12. Kl. 11:00 Sun 5.12. Kl. 13:00 Sun 5.12. Kl. 14:30 Lau 11.12. Kl. 11:00 Lau 11.12. Kl. 13:00 Lau 11.12. Kl. 14:30 Sun 12.12. Kl. 11:00 Sun 12.12. Kl. 13:00 Sun 12.12. Kl. 14:30 Lau 18.12. Kl. 11:00 Lau 18.12. Kl. 13:00 Lau 18.12. Kl. 14:30 Sun 19.12. Kl. 11:00 Sun 19.12. Kl. 13:00 Sun 19.12. Kl. 14:30 Leitin að jólunum Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Ö U Ö U Ö U U U Ö Ö Ö Ö Ö Ö U U U Ö Ö U Ö Ö U Ö Ö Ö U Lér konungur (Stóra sviðið) Sun 26.12. Kl. 20:00 Frums. Þri 28.12. Kl. 20:00 2. sýn Mið 29.12. Kl. 20:00 3. sýn Lau 8.1. Kl. 20:00 4. sýn Sun 9.1. Kl. 20:00 5. sýn Fim 13.1. Kl. 20:00 6. sýn Fös 14.1. Kl. 20:00 7. sýn Fös 21.1. Kl. 20:00 U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Sun 21.11. Kl. 14:00 Íslandsklukkan – á Akureyri (Hof, menningarhús) U Ö Ö Rómantík og rekkjubrögð N ý b ó k e f t i r d a ð u r d r o t t n i ng u n a og k y n l í f s g ú r ú i n n T r a c e y C ox Leiðarvísir upp í sjöunda unaðshimin! FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN STÝRÐU UMRÆÐUNNI Í ÁTT TIL ÞÍN Meiri Vísir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.