Kylfingur - 29.04.1986, Síða 5

Kylfingur - 29.04.1986, Síða 5
fram af nokkrum afreksmönnum innan GSÍ. Nýjar starfsreglur aganefndar GSÍ. Samþykktir Landssamtaka eldri kylfinga voru samþykktar til eins árs til þráðaþirgða. Allsherjarnefnd Tillaga um gagnkvæm leikréttindi á hinum ýmsu völlum var felld með 15 atkvæðum gegn 7. Tillaga um átak i unglingamálum var samþykkt samhljóða. Ályktun um siðareglur og um- gengni var samþykkt samhljóða. Kappleikjanefnd Kappleikjaskrá var samþykkt, eftir að fjölmargar þreytingar höfðu verið gerðar á henni. Forgjafarnefnd Samþykkt var að gráa svæðið yrði 2 högg í stað 3. Ennfremur var sam- þykkt, að forgjöf hækki strax sem og lækkun. Álit kjörnefndar Kjörnefnd lagði til að varastjórn sæti alla fundi sambandsstjórnar- innar. Tillaga kjörnefndar um stjórnar- kjör, endurskoðendur, fulltrúa í golfdómstól og fulltrúa í aganefnd voru allar samþykktar með lófataki: Tillaga um menn í aðalstjórn til 2 ára: Konráð R. Bjarnason forseti Ómar Jóhannsson Gísli Bragi Hjartarson Guðmundur S. Guðmundsson Fyrir eru í stjórn, kjörnir á síðasta Golfþingi: Stefán H. Stefánsson Hannes Valdimarsson Sigurður Héðinsson I varastjórn til 1. árs: Hannes Þorsteinsson Gunnar Þórðarson Kristín Pálsdóttir 1dómstól GSI: Kristján Einarsson Þorteinn Sv. Stefánsson Sveinn Snorrason 77/ vara: Viðar Þorsteinsson Ólafur Ág. Þorsteinsson Hilmar Steingrímsson Aganefnd: Magnús Thorvaldsson Knútur Björnsson Rósmundur Jónsson 777 vara: Jónatan Ólafsson Guðbrandur Sigurbergsson Reynir Þorsteinsson Endurskoðendur: Ólafur B. Ragnarsson Jón Ó. Carlsson 777 vara: Bergur Guðnason Sigurður Runólfsson Tillögur kjörnefndar samþykktar með lófaklappi. Að lokum þakkaði Konráð R. Bjarnason, forseti GSÍ, traust sér sýnt og þakkaði stjórnarmönnum, sem yfirgáfu stjórnina gott og farsælt starf, og hann bauð nýja stjórnarmenn velkomna til starfa. Kvaðst hann myndi starfa af krafti í þágu íþróttarinnar og hvatti félag- ana til að notfæra sér aðstöðu GSÍ í hvívetna. Þakkaði hann starfs- möiiríúna þiiigsinS Áel unnin störf, mönnum þingsetu og sleit þingi. 3 8 6 S 0 9 HTR ISl AUfif Eflum unglingastarfíð í G.R. Einn nauðsynlegasti þáttur í starfi framsækins golfklúbbs er gott og öflugt unglingastarf. Gildi þess fyrir G.R. að byrja að vinna markvisst að móta kylfinga á unga aldri eykst jafnhliða auknu framboði í iþrótta- og tómstundamálum ungs fólks. Stór golfklúbbur eins og G.R. þarf að móta framtíðina markvisst, og ekki síst ef klúbburinn vill ávallt eiga kylfinga í fremstu röð á íslandi. Unglinganefnd golfklúbbsins, en hana skipa Kristinn Ólafsson, Rós- mundur Jónsson og Ólafur Jónsson ásamt formanni klúbbsins Hannesi Guðmundssyni, er nú að vinna að áætlun um áframhaldandi uppbygg- ingu unglingastarfs næstu 3—5 árin. Nefndin vinnur út frá 3 meginþátt- um þ.e.: 1. Finna leiðir til að fá fleiri nýja unglinga (pilta og stúlkur) inn í klúbbinn, s.b. golfskóli G.R. í sumar, sem áætlað er að skili 30—40 nýjum virkum unglingum í klúbbinn strax á þessu ári. 2. Skapa þeim unglingum sem fyrir eru i klúbbnum næg verk- efni og gera þá með markvissri leiðsögn og þjálfun að betri kylfingum. 3. Sinna þeim hópi unglinga sem nú þegar er orðinn afreksfólk og styðja það til frekari dáða. Ljóst er, að það kostar mikla pen- inga að standa fyrir góðu unglinga- starfi, og verðum við því að leita nýrra leiða til fjáröflunar, en í því sambandi hafa komið fram nokkrar skemmtilegar hugmyndii, sem kom- ið verður á framfæri síðar. Þessar línur eru skrifaðar til að gera félagsmönnum örlitla grein fyr- ir hvernig staðið verður að áfram- haldandi uppbyggingu Golfklúbbs Reykjavíkur í unglingamálum, en eins og sjá má skipa þau háan sess í hugum stjórnarmanna G.R. F.h. unglinganefndar, Kristinn Ólafsson. KYLFINGUR 5

x

Kylfingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.