Kylfingur - 29.04.1986, Side 17

Kylfingur - 29.04.1986, Side 17
geti talað fyrir okkur öll, að þau kynni, sem við höfðum af þessum heiðursmönnum gleymist seint. Við Haukur spiluðum með þeim félögum á Palmares, áður en keppni þeirra hófst. Þessi völlur er mjög erfiður, sérstaklega vegna þess að á honum eru sjávarbrautir byggðar upp á sandi, sem er svo fínn, að hann líkist púðri. Sandurinn er beggja megin brautanna, og þegar bolti lendir í þessum fína sandi, þá eru menn í stórkostlegum vanda. Ég kem þessu að vegna þess, að ég held meðal annars, að orsökin fyrir því, að þeir lentu ekki framar í keppninni en raun bar vitni, hafi verið þessar erfiðu sjávarbrautir. Þegar kom að World Cup keppn- inni mættum við GR-ingarnir tim- anlega fyrri daginn og fylgdumst með þeim allar átján holurnar. Þeir stóðu sig mjög vel og höfnuðu í 2.—5. sæti. Við vorum mjög bjart- sýnir á framhaldið, en því miður þá glataðist niður forskot þeirra. Eftir keppnina fluttu þeir félagar á okkar hótel, Tennis Golf Mar og bjuggu þar, þangað til við fórum heim en þeir til Spánar. Við spiluð- um með þeim á Villamoura 1, Vale de Lobo og Quinta di Lago. Þeir félagar gáfu verðlaun í golfkeppni, sem þeir héldu fyrir okkur, sem tókst með mikilli prýði. Það er talað um að dýrt sé að spila golf á Algarve, og var ég sammála þessari skoðun í byrjun eða þangað til ég reiknaði þetta út með uppihaldi og öllu. Þá komst ég að þeirri niður- stöðu, að þetta er alls ekki svo dýrt. Þessi ferð var i alla staði mjög vel heppnuð, og það er sannfæring mín, að góður möguleiki sé á því að fara með stóran hóp kylfinga til Algarve með sæmilega góðum undirbúningi og á verði, sem flestir gætu sætt sig við. Ég má til með í lokin að lýsa ánægju minni með þjónustu Útsýn-‘ ar, sem var að mínu áliti til fyrir- myndar, allar götur frá þvi miðar voru pantaðir og þar til heim var komið. Garðar Eyland. Karl Jóhannsson og Vilhjálmur Ólafsson. Sú fræga 7. braut á Vale di Lobo. Kalli Jó hefur slegið teighögg, en Garöar, Haukur og Linda horfa á eftir boltanum (niöur i gljúfur). Á siglingu úti fyrir ströndum Portúgals: Karl, Unnur, Esther, Haukur, Linda og Guðbjörg. KYLFINGUR 17

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.