Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 30

Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 30
Nú stóð Björgvin Þorsteinsson frammi fyrir því að geta unnið titil- inn — með því að hitta í holuna í einu höggi. Spennan náði hámarki. En ofan i sló þessi ungi maður og ís- landsmeistaratitillinn var hans. Hann var unglingameistari í fyrra og bætti nú mjög um betur. Var sigri hans innilega fagnað, en lokakeppn- in var eins og fyrr segir einhver sú dramatískasta sem orðið hefur. Björvin Hólm hafði forystu þrjá fyrstu daga mótsins og að þeim loknum var forysta hans orðin 5 högg — en það dugði sem sagt ekki. Og nú spyrja menn, hvað olli? Allt var með felldu þar til kom að 6. braut síðasta hrings. Sú braut er löng, hallar í fyrstu mjög niður á við frá skálanum og er mjög mjó þar sem upphafshöggin venjulega lenda, en torfærur eru til beggja hliða og það mjög slæmar á vinstri hönd. Þar er ógróinn hóll. Björgvin Hólm sló upp i þennan hól, en nafni hans átti gott högg niður á miðja braut. Kúla Björgvins Hólm lá illa i hólnum. Þar má hann ekkert færa nema gegn vít- ishöggi. Björgvin er snillingur í ,,að bjarga sér“ úr slíkum torfærum. Hann valdi þann kostinn að reyna það, en eftir á kom í ljós, að þarna varð upphaf mistaka hans. Gætinn leikmaður með 4ra högga forskot hefði átt að taka á sig vítið og fá að ,,droppa“ kúlunni á sláanlegan stað á hólnum. en Björgvin ætlaði sér að sleppa við vítið. Högg hans mistókst og kúlan fór beint í loft upp og lenti mjög stutt frá þeim stað þar sem hún upphaflega var. Og nú var hún óslá- andi og Björgvin varð að taka á sig vítishögg — og færa hana til. Þarna hafði hann tapað tveimur höggum á augabragði. Þriðja högginu á þess- ari sömu braut tapaði hann þegar komið var á holuflötina. Þrjú af fjórum höggum voru því glötuð og nú gat allt gerst. Og á síðustu flöt síðasta hrings tókst Björgvin Þor- steinssyni að vinna þetta eina högg af nafna sínum Hólm og jafna leik- inn, svo aukakeppni var óumflýjan- leg eins og áður segir.“ Björgvin Þorsteinsson GA varð því íslandsmeistari á 326 höggum. Annar varð Björgvin Hólm GK á sama höggafjölda. 3. varð Einar Guðnason GR á 328 höggum. Tals- vert á eftir komu síðan Óttar Yngva- son GR og Þorbjörn Kjærbo GS á 336. í kvennaflokki voru leiknar 36 holur, þ.e. aðeins 9 holur á dag. Guðfinna Sigurþórsdóttir GS sigr- aði af nokkru öryggi á 180 höggum, þó svo að Ólöf Geirsdóttir GR veitti henni talsverða keppni, en hún lék á 186 höggum. 3 konur urðu jafnar í 3. sæti á 191 höggi, og þurfti því aukakeppni, sem lauk ekki fyrr en á 5. braut. Hlaut Sigurbjörg Guðna- dóttir GV 3. sætið, en Laufey Karls- dóttir GR hafnaði i 4. sæti og Jakob- ína Guðlaugsdóttir í 5. í 1. flokki tók Haukur Margeirs- son NK forystu á 1. degi á 90 högg- um, en Þorvarður Árnason GR fylgdi fast á eftir á 91 höggi. Annan daginn lék Halldór Rafnsson GA langbest og tók afgerandi forystu eftir 36 holur á 179 höggum. Þor- varður var annar á 185 höggum, en Haukur var í 3. sæti ásamt Magnúsi Hjörleifssyni GK á 186. 3. daginn jók Halldór enn forystu sina, var á 264 höggum. Nú var Sverrir Einars- son GV í 2. sæti á 279 höggum og Þorvarður þriðji á 280. Halldór Rafnsson GA fór síðan létt með að innbyrða sigurinn, lék á 355 högg- um. í 2. sæti varð Hermann Magn- ússon GV á 369, og Sigurður Ring- sted GA varð 3. á 371 höggi. Þor- varður og Haukur urðu að láta sér 3. og 4. sæti lynda. Baráttan var mun meiri í 2. flokki. Á 1. degi lék Jón Guðmundsson GA best eða á 86 höggum, en á hæla honum kom Magnús R. Jónsson GR á 87. Annan daginn tók Magnús for- ystuna, var á 175 höggum, Árni R. Árnason GS lék mjög vel og skaust í 2. sætið á 177 höggum, en Jón var í 3. sæti á 178. 3. daginn púttaði Jón sig upp í 1. sætið og var á 259 högg- um, en Árni fylgdi honum fast á eftir á 261. í 3. sæti var Bergur Guðnason GR á 267 höggum. Á siðasta hring var Árni R. Árnason öryggið upp- málað og sigraði á 351 höggi. í 2. sæti varð Gunnar Pétursson GR eftir aukakeppni við Berg Guðnason GR, en báðir léku á 358 höggum. Guðbjartur Jónsson GK lék lang- best í 3. flokki á 1. degi á 93 höggum. Eftir 36 holur hafði Hannes Hall GR hins vegar tekið forystu á 192 högg- um, en félagar hans úr GR, Jón Agnars og Ólafur Gunnarsson, voru í2. og3. sæti. Á3. degi var röð efstu manna óbreytt, og þeir höfnuðu reyndar í 3 efstu sætunum i lokin. Hannes Hall GR sigraði á 358 högg- um, Ólafur Gunnarsson GR varð 2. á 397 höggum, og Jón Agnars GR varð 3. á 398. í unglingaflokki var Konráð Gunnarsson GA bestur á 1. degi, var á 80 höggum. í 2. sæti var Jóhann Ó. Guðmundsson GR á 81 höggi. Eftir 2 daga voru þeir Konráð og Jóhann jafnir í 1. sæti, ásamt Þórhalli Páls- syni GA, allir á 170 höggum. 3. dag- inn lék Jóhann sérstaklega vel á 75 höggum og tók afgerandi forystu, var á 245 höggum. I 2. sæti var Þór- hallur á 253 höggum og 3. var Her- mann Benediktsson GA á 256. Jó- hann Ó. Guðmundsson GR lét for- ystuna ekki af hendi og sigraði á 336 höggum. í 2. sæti varð Hermann Benediktsson GA á 340 höggum, og Þórhallur Pálsson GA varð 3. á 342. í drengjaflokki voru Sigurður Sig- urðsson NK og Ragnar Ólafsson GR bestir á 1. degi, báðir á 88 höggum. Annan daginn lék Sigurður sérstak- lega vel og stakk aðra keppendur af, var á 168 höggum. Ragnar var í 2. sæti á 184 höggum, og Geir Svans- son GR 3. á 189. Röð tveggja efstu drengjanna var óbeytt eftir 3 daga, Sigurður var á 255 höggum, en Ragnar á 271. í 3. sæti var Jóhann Kjærbo GS á 284 höggum. Ekkert gat komið í veg fyrir sigur Sigurðar Sigurðssonar NK, sem lék á 349 höggum. Jafn öruggur í 2. sæti varð Ragnar Ólafsson GR á 361 höggi, og Jóhann Kjærbo GS hafnaði i 3. sæti á 373 höggum. í stúlknaflokki var aðeins 1 kepp- andi, Sigríður Erla Jónsdóttir GA, lék hún á 269 höggum samtals. 30 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.