Kylfingur - 29.04.1986, Side 31

Kylfingur - 29.04.1986, Side 31
FRÁ KVENNANEFND Þátttaka kvenna í golfíþróttinni er sorglega lítil. Sérstök kvenna- nefnd hefur ekki verið starfandi í Golfklúbbi Reykjavíkur um árabil, og ber ástandið í málefnum G.R. kvenna þess órækt vitni. Á aðal- fundi G.R. undanfarin ár hafa menn staðið upp og harmað þessa leiðin- legu staðreynd; menn hafa verið sammála um að eitthvað þurfi að gera. Núna loksins, hefur stjórn G.R. ákveðið að gera átak i þessum mál- um; 27. janúar 1986 var haldinn fyrsti fundur kvennanefndar Golf- klúbbs Reykjavíkur. Nefndina skipa: Aðalheiður Jörgensen for- maður, Ásgerður Sverrisdóttir og Jóhanna Ingólfsdóttir. Tengiliður stjórnar G.R. við nefndina er Geir Svansson. Markmið kvennanefndar er að efla og auka þátttöku kvenna í golf- 'íþróttinni og félagslífi innan Golf- klúbbs Reykjavíkur. Kvennanefnd- in mun skipuleggja og taka virkan þátt í kynningarfundum og golf- námskeiðum. Þá ætlar kvennanefnd að huga að golfkeppni kvenna og öðrum hagsmunamálum þeirra. Kvennanefndin hefur ákveðið að leggja sérstaka áherslu á stúlkur, en á yngri kynslóðinni veltur fram- gangur golfíþróttarinnar. I mars- mánuði var haldið sérstakt nám- skeið í golfskóla John Drummond, fyrir konur yngri en 25 ára, þátttak- endum að kostnaðarlausu. John Drummond sá um kennsluna með aðstoð kvennanefndar, og kann nefndin honum þakkir fyrir alúðleg störf. Tuttugu og fimm stúlkur frá 10—25 ára aldri skráðu sig á nám- skeið í upphafi, og má því segja, að viðþrögðin hafi farið fram úr björt- ustu vonum kvennanefndar. Vegna fjöldans var stúlkunum skipt í þrjá hópa, sem sóttu tíma einu sinni í viku. í fyrstu tímana var vel mætt og bættist jafnvel við skráðan fjölda, þannig að fjöldi kvenna, sem tók áskorun kvennanefndar G.R., var 28. Átta til ellefu konur, í hverjum hópi, létu sjá sig fyrstu tímana, en þeim fækkaði í 5—7 síðustu tímana fyrir páska. Afföllin eru sennilega eðlileg, en þau má einnig rekja til veðurs og ófærðar, sem skall á í vik- unni 16.—22. mars. Þessu námskeiði var fylgt eftir með kynningarfundi fyrir konur, sem eru að byrja í golfi, sem haldinn var 12. apríl. Þátttakendum á nám- skeiðinu voru send sérstök fundar- boð, en að auki var fundurinn kynntur á íþróttasíðu Morgunblaðs- ins. Mæting olli nokkrum vonbrigð- um, en aðeins 15 konur létu sjá sig. Á fundinn mættu auk kvennanefnd- ar, formaður klúbbsins Hannes Guðmundsdson og Björgúlfur Lúð- víksson framkvæmdastjóri. For- maður flutti inngangsorð og fram- kvæmdastjóri kynnti starfsemi klúbbsins. Kvennanefndarkonur töluðu um kvennagolf almennt og svöruðu spurningum. Þá voru sýnd- ar tvær golfmyndir og boðið upp á kaffi og kökur. Fundurinn tókst vel í hvívetna, þrátt fyrir fámenni, og létu konurnar í ljós ánægju sína. í sumar er áætlunin að halda fleiri námskeið, kynningarfundi og ,,golftíma“ fyrir konur á öllum aldri, og verður það auglýst nánar síðar. Kvennanefnd skorar á félaga G.R. að liggja nú ekki á hugmynd um hvaðeina, sem varðar golfkonur og kvennagolf: „Hafiði samband“! ALLAR GERÐ/R VERDLA UNA GR/PA VALURFANNAR Gullsmiður goifkiúbbanna Við Lækjartorg — Reykjavík Símar 16488 - 40767

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.