Kylfingur - 29.04.1986, Side 32

Kylfingur - 29.04.1986, Side 32
Sveitin i fullum herklsAum: Leifur, Jens, John og Lúðvfk. PRO-AM Á SPÁNI Klukkan var 8 að morgni 15. febr- úar, þegar flugvélin hóf sig til flugs með Glasgow að áfangastað, en þaðan átti að fljúga til Malaga og taka þátt í árlegri Pro-Am keppni. í förinni voru auk mín, John Drum- mond, Jens Jensson og Sigurbjörn Leifur Björnsson. Það var mikill ferðahugur í mönnum og lítið talað eða hugsað um annað en golf á leið- inni. í Glasgow var frost og því ekki útlit fyrir, að hægt væri að nýta bið- tímann til golfiðkunnar. En leigubíl- stjóri, sem keyrði okkur frá flugvelli að hótelinu, fullyrti, að ákveðinn golfvöllur stutt frá, væri opinn. Hann var auðvitað tekinn á orðinu og var ákveðið að láta kuldann ekki á sig fá. Eftir að búið var að skipta um föt var farið út á golfvöll. Þegar þangað var komið var byrjað að snjóa, og þrátt fyrir að við værum frá landi ,,elds og ísa“ var ákveðið að byrja á að fá sér að borða. Að því loknu hafði ekki stytt upp ,en ekki kom til greina að sleppa golfinu, þannig að farið var út á yfirbyggða æfingabraut og tekið til við æfingar. John var í þvi að leiðbeina okkur hinum og reyna að bjarga því sem hægt var. Þarna úti á æfingabraut voru margir kylfingar. Vöktum við töluverða eftirtekt, líklega vegna ís- lenskunnar, og hins að við þrír vor- um á ferðalagi með einkagolfkenn- ara með okkur. Eftir mörg högg og mikinn slátt var haldið aftur á hótel- ið, en kl. 4.00 um nóttina var flogið frá Glasgow. Til Malaga var komið kl. 10.00 um morguninn, þar beið bílaleigu- bíll, en klukkutíma ferð var frá flug- vellinum að hótelinu. Nú var komin spenna í mannskapinn og mikil eftir- vænting eftir að fá að spila golf. Þegar rennt var í hlað voru dyr bíla- leigubilsins nánast sprengdar upp i ákafanum við að komast út. Eftir að skipt hafði verið um föt var farið út á golfvöll, og heitir hann E1 Paraiso, þar var mestum hluta dagsins eytt við æfingar og golfleik. Fyrirkomulag þessarar Pro-Am keppni er þannig, að í hana skrá sig fjögra manna lið. Að þessu sinni hafði 31 lið eða 124 einstaklingar skráð sig til þessarar keppni, flest liðin komu frá Englandi. Sam- kvæmt reglunum töldu tveir bestu boltar hvers liðs. Spilað var með þremur fjórðu forgjöf, þannig að okkar forgjöf var 14 -14 -15 og auð- vitað 0 hjá John. Samhliða þessari keppni var haldin einstaklings- keppni milli atvinnumannanna. Spila átti 54 holur á þremur mismun- andi golfvöllum, og var alltaf einn æfingadagur á undan keppnisdegi á hverjum stað. 32 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.