Kylfingur - 01.05.1994, Page 9

Kylfingur - 01.05.1994, Page 9
GOLFKLÚBBS REYKJAlfÍKUR I sumar mun Golfklúbbur Reykjavíkur I samvinnu við íslenskar get- raunir standa fyrir nýstárlegu golfmóti. Mótið er innanfélagsmót og stendur yfir alla daga I allt sumar. Leiknar eru 18 holur með og án forgjafar í flokki kvenna og karla eins oft og kylfingur óskar og hvenær sem er á tímabilinu frá 15. maí til 20. september. I*átttökugjald ákveður hver keppandi fyrir sig, en greiðir bó aldr- ei lægri upphæð en kr. 300,- í hvert sinn, en gjaldið rennur óskipt sem hlutur keppanda í getraunakerfi klúbbsins næstu helgi á eftir. Til bess að bátttaka sé gild þarf keppandi: - að hafa tilkynnt bátttöku á skrifstofu GR eða hjá ræsi áður en leikur hefst. - að hafa greitt bátttökugjald (lágmark kr. 300.-) - að hafa minnst tvo meðspilara með í riðli - að skila inn skori á sérmerktu skorkorti. Ef keppandi tekur þátt i öðrum mótum klúbbsins samkvæmt mótaskrá getur hann látið skor bess gilda í Getraunamótinu að því tilskyldu að ofangreindum reglum hafi verið fylgt. Samanlagt skor fjögurra bestu hringja sumarsins gildir og verður staðan í mótinu birt reglulega. Tíu efstu keppendur með forgjöf og tíu efstu án forgjafar í hvor- um flokki vinna sér rétt til þátttöku I úrslitakeppni sem fer fram sunnudaginn 25. septemöer. ( úrslitakeppninni verður leikinn 18 holu höggleikur með og án forgjafar og verða utanlandsferðir og önnur glæsileg verðlaun í boði. Sá keppandi sem nær besta árangri sumarsins með forgjöf fær utanlandsferð í verðlaun.

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.