Fréttablaðið - 24.11.2010, Side 6

Fréttablaðið - 24.11.2010, Side 6
6 24. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR Sjóðfélagafundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 24. nóvember 2010 kl. 17.30 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. SJÓÐFÉLAGAFUNDUR Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 510 5000 mottaka@lifeyrir.is lifeyrir.is s: 528 2000 Sígild ævintýri með geisladiskum Flipar á hverri opnu! Björgvin Þorsteinsson, lögmaður Árbótarhjóna, sendi nálega fjörutíu tölvubréf á félagsmálaráðuneytið, flest til skrifstofu- stjórans Einars Njálssonar, frá 11. janúar á þessu ári og fram í októberlok, þar af helming eftir 1. september, þar sem hann þrýsti á um að málinu yrði lokið með greiðslu bóta. Hér á eftir fer úrval þeirra: Þrýsti á um bótagreiðslur í nálega fjörutíu tölvubréfum 19. janúar: Sæll Einar. Mitt fólk er farið að lengja eftir tilboðinu sem átti upphaflega að berast á mánudegi fyrir viku. Fer ekki eitthvað að gerast frá ykkar hendi? 23. mars: Sæll Einar. Er málið algjör- lega frosið? 4. maí: Sæll Einar. Er einhver von á að svar berist við síðustu tillögu minni? 10. júní: Sæll Einar. Hann er líklega ekki hraðlæs aðstoðarmaðurinn. Er ekki rétt að lesa þetta fyrir hann? 22. júní: Sæll Einar. Er ekki hægt að greiða alla fjárhæðina strax? Þarf nokkuð að bíða eftir fjáraukalögun- um? 8. júlí: Sæll Einar. Eru flestir heila- dauðir í þessum ráðuneytum? Nú á að vera búið að borga að hluta til samkvæmt samkomulaginu en það fæst ekki undirritað. Er nokkur mögu- leiki að þetta klárist í tíð þessarar stjórnar? 22. september: Sæll Einar. Eru ekki ráðherrarnir á fullu að undirrita skjölin? 24. september: Sæll Einar. Nú er þessi vika að renna sitt skeið og ekk- ert gerist. Skilvirknin sem ríkisstjórnin boðaði hefur snúist upp í andhverfu sína. Nú eru 9 mánuðir liðnir frá því að við hittumst fyrst. Ég reiknaði ekki með að það tæki fullan meðgöngu- tíma að leysa málið og vona að þú getir fengið þetta lið til að undirrita samkomulag það sem þegar hefur verið gert og að það verði síðan efnt. 27. september: Sæll Einar. Eigum við ekki að setja þrýsting á liðið. Það þarf ef til vill að gefa því stuð til að vekja það til lífsins. 5. október: Sæll Einar. Er nokkuð að frétta af hinum handlama ráðherra velferðarmála? Ef það hindrar hann í undirskriftum að samningurinn var í fjórriti þá dugir mín vegna að hann undirriti bara eitt eintak og það verði síðan ljósritað. 6. október: Sæll. Eru ekki væntan- legar fréttir af undirritunum ráðherr- anna? Þeim tekst þetta væntanlega ekki á þeim tíma sem þeir eiga eftir að sitja við völd. Ég held að það sé ekki um annað að ræða en að stefna þeim fyrir dómstóla. 6. október: Sæll Einar. Ég sendi þetta nú að kveldi svo þú hafir eitthvað að lesa að morgni. Nú hef ég engin svör fengið við póstum mínum síðan þú tilkynntir mér að Bragi væri búinn að undirrita samninginn en ráðherrarnir væru eftir. 7. október: Sæll Einar. Nú ætla ég að fjölga fyrirspurn- um mínum um und- irritanir ráðherranna í tvær á dag. Vonast til að verða virtur svars. 8. október: Sæll Einar. Þetta er síðdegispósturinn. Segðu þínum háu herrum að næst sé á dagskrá að hafa samband við umboðsmann Alþingis. Afrek ráðuneytisins sem þú vinnur í eru með eindæmum. Mogginn kemur líka sterklega til greina. Hann hefur gaman að því að fjalla um afrek ráðherranna. 11. október: Sæll Einar. Þetta er morgunpósturinn vegna Árbótar- samningsins. Hefur skilvirkni ráðu- neytisins nokkuð aukist þannig að tekist hafi að rita undir samninginn? 11. október: Sæll Einar. Þá er það síðdegispósturinn frá mér. Ég sendi reyndar póst á Steingrím Jóhann fyrr í dag og bað hann um að sparka í þá sem sparka þarf í. Það má vel vera að það sé hann sjálfur en ég hitti hann fyrir tæpum mán- uði og þá lofaði hann að málið gengi í gegn. En það er með þetta eins og annað. Verk fylgja víst ekki alltaf loforðum. 28. október: Sæll Einar. Það hefur ekki borist greiðsla frá BVS til Árbótar. Viltu reka á eftir þeim annars grípum við annarra úrræða. BJÖRGVIN ÞORSTEINSSON Stígur Helgason stigur@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is Alþingismenn kröfðust þess í gær að Árbótarmálið yrði rannsakað. Stjórnarþing- menn kölluðu eftir bættri siðvitund og því að menn létu af kjördæmapoti. Árbótarmálið var til umræðu á Alþingi í gær annan daginn í röð. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, hóf umræðuna og sakaði Steingrím J. Sigfússon um „dæmalausa stjórnsýslu“ og að hafa sagt þinginu ósatt á þriðjudag. „Ég spyr nú hér, ekki síst með vísan til látlausra ræðuhalda um stöðu þingsins og mikilvægi þess að eftirlitshlutverk þess við fram- kvæmdavaldið sé virt: Á að sætta sig við svona háttalag? Ég tel að það sé augljóst að Ríkisendurskoðun og umboðsmaður Alþingis, að eigin frumkvæði – enda eru þetta tæki sem þingið hefur – taki þetta mál til skoðunar. Og ég vil líka að viðkom- andi þingnefndir, háttvirt félags- málanefnd og háttvirt fjárlaga- nefnd, sem hefur í nægu að snúast, skoði þetta mál án tafar.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir tók undir ákall um ný og betri vinnu- brögð og stakk upp á því að menn hættu úthlutun á safnliðum og „kjördæmapoti“ við fjárlagavinn- una, „hvernig þingmenn leggjast á sveif, ekki faglega, ekki einu sinni pólitískt, heldur með sértækum hagsmunum í eigin kjördæmi“. Ólína Þorvarðardóttir sagði að margt hefði farið aflaga í stjórnsýsl- unni og að dæmi væru um „pólitísk afskipti, eftirlitsleysi, virðingar- leysi við valdsmörk og faglegt hlut- verk stofnana“. Því þyrfti að gera gangskör að því að koma í gegn end- urbótum á stjórnsýslu landsins með aukinni siðvitund ráðuneyta, stofn- ana og alþingismanna „sem hik- laust beita áhrifum sínum í gegnum framkvæmdarvaldið og stofnanirn- ar og hér á þessum vinnustað þvert á alla eðlilega stjórnsýslu og stjórn- sýsluumgjörð.“ Þá kom Tryggvi Þór Herberts- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi, í pontu og frábað sér að vera bendlaður „við eitthvað hankípankí með hæstvirt- um fjármálaráðherra“. Hann hefði engum þrýstingi beitt vegna máls- ins. Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki, gerði það sama fyrir hönd samflokksmanna sinna í kjördæminu. Siðbótar og rannsókna krafist vegna Árbótar ÁRBÓT Í AÐALDAL Ákveðið var að loka heimilinu eftir að kynferðisbrot kom þar upp og mjög dró úr eftirspurn eftir rýmum. FRÉTTASKÝRING: Bætur til meðferðarheimilisins Árbótar „Það var mjög eðlilega að þessu máli staðið af minni hendi að öllu leyti,“ segir Árni Páll Árnason, þáverandi félagsmálaráðherra, í samtali við Fréttablaðið. „Málið kemur til kasta ráðuneytisins vegna þess að það nást ekki samningar. Það hafði alltaf verið gengið út frá því að semja um starfslok á milli Barnavernd- arstofu og fólksins. Það var forsendan fyrir uppsögninni og gefin fyrirheit um það þegar Barnaverndarstofa segir upp samningnum,“ segir Árni Páll. Niðurstaða samningaviðræðna hafi verið að greiða hjónunum 30 milljónir, en Árna Páli hafi þótt óverjandi að leggja svo mikið á Barnaverndarstofu og hafi þess vegna beitt sér fyrir því að fá aukafjárveit- ingu fyrir meirihluta upphæðarinnar. „Það þurfti að semja um málið. Og það var ráðlegging minna emb- ættismanna að ganga frá málinu með þessari upphæð. Þeir leggja fram þessa tillögu á faglegum for- sendum og ég sótti frá fjármála- ráðuneytinu vilyrði um stuðning við aukafjárveitingu upp á átján milljónir og taldi mjög æskilegt að ljúka málinu þannig,“ segir hann. Spurður hvort ekki hefði verið eðlilegt að leita eftir áliti frá Ríkislögmanni um hvort greiðslu- skylda væri fyrir hendi segir Árni: „Ég er lögfræðingur sjálfur og get alveg lesið hvað stendur í þessu uppsagn- arákvæði. Það er ekki ótvírætt – langt því frá. Rökin fyrir uppsögninni voru forsendubrestur, en það var ekki ótvírætt að hún stæðist. Embættismenn í félags- málaráðuneytinu voru eindregið þessarar skoðunar. Ég tók enga ákvörðun í þessu máli og átti aldrei hugmynd að nokkru skrefi aðra en þá sem mínir embættismenn lögðu til, nema þegar ég ákvað að neita að sætta mig við að það færu 30 milljónir af barnaverndarstarfi í landinu í uppgjörið og heimtaði að það kæmi aukafjárveiting.“ Árni Páll greinir í tölvupósti til ráðuneytis- stjóra síns frá því að kjördæmisþingmenn hafi beitt hann þrýstingi vegna málsins. „Þeir hafa svo sem allar heimildir til þess. Það er bara mitt að standa klár á ákvörðuninni. Það þýðir ekkert að kveinka sér undan því. Aðalatriðið er þetta: Jú jú, það var þrýstingur en hann hafði engin óeðlileg áhrif á niðurstöðuna. En það eru ýmsar ástæður fyrir því að ég vil að landið sé eitt kjördæmi og þetta er ein af þeim ástæðum.“ Gerði fyrst og fremst það sem embættismenn lögðu til ÁRNI PÁLL ÁRNASON Oddný G. Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar Alþing- is, vill ekki tjá sig um Árbótarmálið að svo stöddu. Hún sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að sér hefði ekki gefist tóm til að kynna sér allar hliðar málsins, enda væri fjárlagavinnan í fullum gangi. Það hyggist hún gera áður en hún myndi sér skoðun á málinu. Á eftir að skoða málið betur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.