Fréttablaðið - 24.11.2010, Page 12

Fréttablaðið - 24.11.2010, Page 12
 24. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR – Lifið heil Danatekt Intim DANATEKT INTIM er hreinsikrem og hlífðarkrem fyrir viðkvæmustu staði líkamans. Intim hentar allri fjölskyldunni, einnig ungabörnum. Danatekt brjósta- kremið þarf ekki að þurrka af fyrir gjöf og er eina svansmerkta brjóstakremið á markaðnum. Nýtt í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 19 70 1 0/ 10 Án parabena, ilm- og litarefna Nánari upplýsingar á www.portfarma.is Kaffitími er alþjóðlegt fyrirbæri sem fólk í hverskonar verslun, þjónustu og iðnaði nýtir sér til að taka stutta hvíld frá störfum og hlaða rafhlöðurnar. Talið er að allt frá 1951 hafi kaffitími verið skráður í kjarasamninga. Kaffitíminn er í dag nánast heilög stund, líka utan vinnutíma. Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Njóttu lausnar frá amstri hversdagsins með góðu BKI kaffi. Finndu hvernig þú hressist með rjúkandi bolla af BKI kaffi. Nýttu tækifærið. Gefðu þér smá hvíld. Fáðu þér BKI kaffi. Njóttu kaffiilmsins, hitans og bragðsins og taktu svo daginn með trompi. Það er kominn tími fyrir BKI kaffi. Taktu þér kaffitíma núna Fangaðu kaffitímann með BKI kaffi Það er kaffitími núna Kauptu BKI fyrir kaffitímann Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. Kíktu á bki.is Kauptu gott k ff i í dag á góðu verði Einnig til 250 gr á ennþá betra ver ði á meðan birgðir endast SUÐUR-KÓREA Norður-Kóreumenn telja sig hafa verið í fullum rétti þegar þeir gerðu árás á eyjuna Yeonpyeong í gær meðan her- æfingar stóðu þar yfir á vegum Suður-Kóreumanna. Samkvæmt frásögnum Suður- Kóreumanna skutu Norður-Kór- eumenn tugum skota úr þunga- vopnum á Yeonpyeong-eyju og í hafið umhverfis eyjuna. Á eyjunni kviknaði í nærri 70 húsum, að minnsta kosti tveir suðurkóreskir hermenn létu lífið og átján manns særðust, þar af tveir hermenn alvarlega. Suður-Kóreumenn svöruðu í svipaðri mynt, með skothríð yfir til Norður-Kóreu, og saka Norður- Kóreumenn um að hafa, með því að gera árás á almenna borgara, brotið ákvæði í vopnahléssamn- ingi ríkjanna frá 1953. Norður-Kórea hefur aldrei viður- kennt landhelgismörk ríkjanna í Gulahafi austur af Kóreuskaga. Markalínan, sem Sameinuðu þjóð- irnar lýstu einhliða yfir árið 1953, liggur mun nær strönd Norður- Kóreu en Suður-Kóreu. Eyjan Yeongpyeong er rétt sunnan línunnar. Þar hefur her Suður-Kóreu haft aðstöðu auk þess sem lítil byggð almennra borgara er á eyjunni. Norður-Kóreumenn hafa hins vegar gert tilkall til hafsvæð- is lengra til suðurs, að annarri markalínu sem er nær því að liggja mitt á milli ríkjanna, þótt Yeongpyeong og fleiri litlar eyjar í byggð myndu þá falla undir yfir- ráð Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn virðast líta á heræfingar Suður-Kóreumanna sem ögrun, eins þótt suður-kór- eski herinn segist hafa gætt sín á því að skjóta til suðurs, í átt- ina frá Norður-Kóreu. Strangt til tekið féllu skotin í hafið á svæði sem Norður-Kóreumenn gera tilkall til. Mikil spenna hefur ríkt milli ríkjanna á þessu svæði áratugum saman, en Suður-Kóreumenn hafa jafnan lýst því yfir að þeir muni verja markalínuna og eyjarnar suður af henni af fullri hörku. Tvisvar áður hafa brotist út mannskæð átök við Yeongpy- eong-eyju, fyrst árið 1999 og síðan árið 2002. Fleiri átök hafa orðið við markalínuna, síðast í mars á þessu ári þegar suðurkóresku her- skipi var sökkt með tundurskeyti. Suður-Kóreumenn eru sannfærð- ir um að skotið hafi verið úr norð- ur-kóreskum kafbáti, þótt Norður- Kóreumenn hafi neitað allri sök. gudsteinn@frettabladid.is Gamall ágreiningur vekur upp átök á ný Ásakanir ganga að venju á víxl milli Norður- og Suður-Kóreu í kjölfar mann- skæðra átaka í gær. Suður-Kóreumenn segja Norður-Kóreu hafa átt upptökin, en Norður-Kóreumenn líta á heræfingar Suður-Kóreu sem ögrun við sig. FYLGST MEÐ SPRENGINGUM Mikinn reyk lagði frá sprengingunum á Yeongpyeong- eyju í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SUÐUR-KÓREA, AP Bandaríkin for- dæmdu árás Norður-Kóreumanna í gær. Robert Gibbs, blaðafulltrúi Hvíta hússins, skoraði á Norður- Kóreu að láta af árásum og sagði Bandaríkin staðráðin í að verja Suður-Kóreu. Bandaríkin eru með nærri 30 þúsund hermenn í Suður- Kóreu. Catherine Ashton, utanríkis- málafulltrúi Evrópusambandsins, fordæmdi sömuleiðis árás Norður- Kóreumanna og hvatti þá til að halda meira en hálfrar aldar gamalt vopnahlé ríkjanna. Kínversk stjórnvöld, sem lengi hafa stutt við bakið á Norður-Kóreu en eiga einnig í nánum viðskipta- tengslum við Suður-Kóreu, hvöttu bæði ríkin til að halda ró sinni og „leggja meira af mörkum við að tryggja frið og stöðugleika á Kór- euskaga,“ að því er Hong Lei, tals- maður kínverska utanríkisráðu- neytisins, sagði. Íbúar á eyjunni Yeonpyeong fyllt- ust skelfingu þegar árásirnar hófust skyndilega um hálfþrjú síðdegis að staðartíma. „Ég hélt ég myndi deyja,“ sagði Lee Chun-ok, sem sagðist hafa verið að horfa á sjónvarpið heima hjá sér þegar sprengjurnar tóku að falla. Veggur hjá henni hrundi og þá forðaði hún sér frá eyjunni yfir til meginlands Suður-Kóreu ásamt fleiri eyjarskeggjum. - gb Árásir Norður-Kóreu fordæmdar víða um heim: Íbúar flúðu í ofboði VIÐBÚNAÐUR Lee Myung-bak, forseti Suður-Kóreu, í svörtum leðurjakka á fundi herráðs landsins í höfuðborginni Seúl. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Átök í Gulahafi Nokkrir létust og tugir særðust þegar Norður-Kóreumenn gerðu sprengjuárás á litla eyju, sem hefur verið undir stjórn Suður-Kóreu. S u ð u r - K ó r e a K í n a N o r ð u r - K ó r e a N o r ð u r - K ó r e a Pjongjang Haejiu Kaesong Panmunjom Seúl Inchon S u ð u r - K ó r e aYeonpyeong-eyja : Um 50 sprengjum var skotið á eyjuna Gulahaf Japanshaf Aðskilnaðarlína © GRAPHIC NEWS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.