Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 14
14 24. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR DÝRAHALD Tillögur að endurbótum á dýraverndunarlögum verða lagð- ar fram fyrir lok þessa árs og unnið hefur verið að málaflokknum síðan árið 2006. Núverandi dýraverndun- arlög á Íslandi eru síðan árið 1994. Kristinn Hugason, formaður nefndar um endurbætur á dýra- verndunarlögum hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, telur löngu tímabært að endurskoða núverandi lög og segir Ísland á eftir hinum Norðurlandaríkjunum hvað varðar dýravelferð. „Það leikur ekki nokkur vafi á því að við erum á eftir hinum Norðurlandaþjóðunum,“ segir Kristinn. „En íslensk þjóðmenning er þó þannig vaxin að það er talið til mannkosta að fólk umgangist dýr af virðingu og velsæmi.“ Kristinn segir lagaumhverfið hjá nágrannaþjóðunum mun þróaðra en hér á landi. Nauðsynlegt sé að fara ofan í saumana á þeim lögum sem varða dýravernd og búfjárrækt til þess að gera landið samstiga hinum Norðurlandaríkjunum. „Landbúnaður hefur verið tækni- væddur í stórum stíl í nágranna- ríkjum okkar og Íslendingar eru á eftir á mörgum sviðum hvað það varðar,“ segir Kristinn. Hann segir endurbætur á lögum munu skýra málaflokkinn betur og hugsanlega halda honum innan eins ákveðins ráðuneytis. „Við höfum lent í því að ef mis- brestur verður í dýravelferð getur verið erfitt að grípa inn í vegna þess að málaflokknum hefur verið skipt upp á milli ráðuneyta. Teng- ing á milli umhverfis og ábyrgð- ar hefur verið óljós,“ segir Krist- inn. Með nýju lögunum sé verið að tryggja aukna skilvirkni ásamt því að viðurlög og refsingar verði skýrari. sunna@frettabladid.is Dýraverndunarlögin úrelt Unnið er að breytingum á dýraverndunarlögum. Lögin eru frá 1994. Ísland er langt á eftir hinum Norður- löndunum hvað varðar dýravelferð. Nefnd leggur drög að lagabreytingum fyrir ráðherra fyrir lok árs. GRÍSIR Í SVÍNABÚI Talið er að Ísland sé langt á eftir nágrannaríkjunum hvað varðar dýravelferð og meðferð á dýrum í búfjárrækt. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI HJÓLASTÓLAFALLHLÍFASTÖKK Hópur ofurhuga fór í fallhlífarstökk í vikunni til að kynna sýningu sem kallast Nitro Circus. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Dró bát í land Varðskipið Ægir dró í fyrrinótt bátinn Guðrúnu BA 127 til hafnar á Rifi eftir að hann varð vélarvana um fjórar sjómílur SSV af Látrabjargi. Kom Ægir með bátinn að bryggju um klukkan níu í gærmorgun. Haft var samband við LHG vegna olíuleka sem hafði komið upp um miðnætti. Ekki var hægt að sinna viðgerð á sjó og ósk- aði því skipstjóri eftir aðstoð. Engin hætta var á ferðum enda veður gott á þessum slóðum. ÖRYGGISMÁL Misgóð meðferð á svínum á búum landsins Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir og formaður dýraverndarráðs, segir breyt- ingar á dýraverndunarlögum brýnar. Hún tekur undir orð Kristins með að skilvirkni í núverandi lögum sé ábótavant. „Þau hafa verið í endurskoðun síðan 2006 þegar Dýralæknafélagið og dýra- verndarráð skoruðu á þáverandi ríkisstjórn að láta endurskoða þau,“ segir Sigurborg. Hún segir málið nú á lokasprettinum og verið sé að horfa á lögin út frá velferð dýranna. „Í dag er bannað fara illa með dýr. Í framtíðinni verður skylda að fara vel með dýr. Við erum að horfa á dýravelferð út frá siðferði mannsins,“ segir hún. Sigurborg sagði í samtali við Vísi að dæmi væru um í stærri svínabúum landsins að karlkyns grísir væru geltir án deyfingar eða verkjastillingar. „Þetta tíðkast hér á landi. Einnig nefndi hún dæmi um að rófur og tennur á grísum væru styttar til þess að koma í veg fyrir að þeir nöguðu rófurnar hver á öðrum. Slíkt verði að koma í veg fyrir, meðal annars með endurbættum lagasetningum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.