Fréttablaðið - 24.11.2010, Page 23

Fréttablaðið - 24.11.2010, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 24. nóvember 2010 3 Pólýfónfélagið gefur út jólaplötu með öðruvísi jólalögum en gengur og gerist fyrir hátíðarnar. Á dögunum kom út geisladiskur með 27 jólalögum og annarri tón- list sem tengist jólunum og er það Pólýfónkórinn sem syngur. Diskur- inn er að nokkru leyti frábrugðinn öðrum jólageisladiskum, þar sem höfðað er til fyrri tíma og engin tilraun gerð til að poppa gömlu góðu lögin upp í anda nútímans. Eins gerir söngstíll kórsins disk- inn sérstakan. „Pólýfónkórinn, sem dregur nafn sitt af söngstíln- um, var fjölradda kór þar sem hver rödd var sjálfstæð og má jafnvel líkja stílnum við keðjusöng, sem svo margir kannast við,“ útskýr- ir Guðmundur Guðbrandsson, meðlimur Pólýfónfélagsins sem stendur að baki útgáfunni. Pólýfónkórinn var formlega stofnaður haustið 1957 að frum- kvæði Ingólfs Guðbrandssonar og starfaði samfleytt í rúm 30 ár, til ársins 1988. Árið 2006 var Pólýfónfélagið stofnað af fyrrverandi meðlim- um kórsins og er „megintilgangur félagsins að gefa út plötur og diska með því efni sem Ríkisút- varpið hefur tekið upp í samstarfi við kórinn,“ segir Guðmundur sem var meðlimur kórsins í 30 ár og er eins og áður sagði félagi í Pólýfónfélaginu. Guðmundur von- ast til þess að diskurinn verði kær- komin tilbreyting við það mikla framboð af tónlist og afþreying- arefni sem kemur út fyrir jólin. Diskurinn er til sölu hjá stjórn Pólýfónfélagsins og í helstu hljóm- plötuverslunum borgarinnar. Nýjasti jólaóróinn úr smiðju Huldu og Hrafns í Raven Design heitir því viðfelldna nafni Ást og englar og undirtitillinn er „allt um kring“. Í fyrra var það Vonarstjarnan sem skein á jólatrjám og víðar þar sem henni var stillt upp. Ekki veitti af. Þau hófu gerð jólaóróa bæði úr plexigleri og masoníti árið 2005 og nú fást þeir bæði með framleiðsluártölum og án. „Þetta byrjaði allt með tækifæriskort- um sem ég fór að búa til árið 1999. Svo fórum við út í að gera jólaóróa og þá fæddist jólatréð og næsta ár kom snjó- karlinn,“ lýsir Hulda og Hrafn tekur við. „Einn vinur okkar átti laserskurðtæki og hann skar út lítil hjörtu á kortin fyrir Huldu. Fljótlega sáum við að við hefðum sjálf þörf fyrir að eignast slíkt tæki og þá fór í gang sú þróun sem er orðin að ýmiss konar framleiðslu, svo sem jólaskrauti, minjagrip- um og leðurskarti.“ Allt verður þetta fínerí til í gömlu fjósi sem þau hjón hafa breytt í heimili sitt og vinnustofu suður í Njarðvíkum. Þau selja handverk sitt víða, meðal annars í Loka, á jólamörkuðum við Ell- iðavatn og hjá Hand- verki og hönnun í Loka og á eigin heimasíðu, ravendesign.is. gun@frettabladid.is Ást og englar allt um kring Jólaóróar úr plexigleri og aðrir úr masoníti ásamt kortum úr krossviði er meðal þess sem hjónin Hulda Sveinsdóttir og Hrafn Jónsson búa til heima hjá sér í gömlu fjósi suður í Njarðvíkum. Hönnunarfyrirtækið þeirra heitir Raven Desing. Hulda og Hrafn eru samhent hjón sem búa til marga fagra hluti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gamaldags kort úr tré sem hægt er að skrifa á með kúlupenna og henda í póst. Ást og englar, nýi óróinn á örugg- lega eftir að gleðja marga. Pólýfónkórinn árið 1960. Fjölradda jólatónlist Pólýfónkórsins Geisladiskinn má finna í helstu hljóm- plötuverslunum borgarinnar. Orðið jól kemur þegar fyrir í heiðn- um sið og var þá notað um miðsvetrar- blót, sólhvarfahátíð. Síðar þegar kristni barst til Norðurlanda og fæðingar Krists var minnst á svipuðum tíma færð- ist heiti heiðnu hátíðarinn- ar yfir á þá kristnu. www.visinda - vefur.is Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur brjósthaldari, létt fylltur í B,C,D skálum á kr. 6.990,- krókabuxur sem ná upp að haldaranum í S,M,L,XL á kr. 4.880,- Brjósthaldari og krókabuxur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.