Fréttablaðið - 24.11.2010, Page 38

Fréttablaðið - 24.11.2010, Page 38
30 24. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR Átta íþróttamenn ætla að læra að dansa undir styrkri handleiðslu Peters Ander- son fyrir dag Rauða nefsins sem haldinn verður hátíð- legur 3. desember. Íþrótta- menn eru taktlausir, segir einn þátttakenda. Átta íþróttamenn ætla að hittast í Listdanskólanum við Engjateig á laugardag og sunnudag og æfa réttu sporin fyrir dansatriði sem þeir setja upp á degi Rauða nef- sins 3. desember. Peter Anderson danskennari mun stýra hópnum en í honum eru menn sem eru eflaust þekktari fyrir afrek sín á íþróttavellinum en dansgólfinu. Hugmyndin er sú að þeir stígi villtan dans í beinni útsendingu á degi Rauða nefsins þar sem uppbyggingin verður svipuð og í amerísku raunveruleikasjón- varpsþáttunum So You Think You Can Dance. Einn þátttakenda er Guðmundur Benediktsson, íþróttaþulur hjá Stöð 2 Sport, sem er reyndar búinn að leggja skóna á hilluna. Þrátt fyrir að Guðmundur hafi verið þekktur fyrir útsjónarsemi og markaskorun þá segist hann sjálfur vera algjörlega reynslulaus þegar kemur að dansi. „Ég hef ekki einu sinni náð að dansa við konuna mína, ég veit þess vegna ekki hvernig þeim tókst að plata mig út í þetta, það hlýtur að vera þetta góða málefni,“ segir Guð- mundur í samtali við Fréttablaðið. Hann telur íþróttamenn almennt vera taktlausa en nú ætli þeir að vinna í þeim hvimleiða kvilla. „Vonandi tekst þessum Peter að finna taktinn með okkur.“ Guðmundi til halds og trausts verða kappar á borð við Sigurð Eggertsson handknattleiksmann, Gunnar Nelson bardagakappa, Jakob Jóhann sundmann, Hauk Harðarsson og Hjört Júlíus Hjart- arson af RÚV, Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks, og svo Hjörv- ar Hafliðason, samstarfsmann Guðmundar úr Sunnudagsmess- unni á Stöð Sport 2. Guðmundur er handviss um að fyrrum mark- vörðurinn Hjörvar sé hreinlega taktlausasti maður landsins og hann þurfi jafnvel á aukatímum að halda. „Ég er annars bjart- sýnn fyrir mína hönd, þetta gæti verið upphafið að einhverju stór- kostlegu í mínu lífi og hugsanlega kemur maður konunni á óvart á næstu árshátíð og býður henni upp í dans.“ freyrgigja@frettabladid.is Get vonandi boðið kon- unni upp í dans hér eftir REYNDIR EN TAKTLAUSIR KAPPAR Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliða- son, Hjörtur Júlíus Hjartarson, Ólafur Kristj- ánsson og Sigurður Eggertsson eru meðal þeirra sem hyggjast finna taktinn í sjálfum sér fyrir dag Rauða nefsins sem haldinn verður hátíðlegur þann 3. desember. Guðmundur vonast til að kennslan færi honum þá gæfu að hann geti boðið konunni upp í dans á næstu árshátíð. Vilhjálmur Bretaprins og unnusta hans Kate Middle- ton hafa staðfest að þau munu ganga í það heilaga 29. apríl næstkomandi. Miklar vangaveltur hafa verið í breskum fjöl- miðlum síðan parið tilkynnti trúlofun sína í síðustu viku, um hvar og hvenær brúðkaupið verður haldið. Skötuhjúin eru búin að ákveða að brúðkaupið fari fram í Westminster Abbey en það er sama kirkja og móðir Vilhjálms, Díana prinsessa var jarðsungin í. Bretar eru í skýjunum yfir þessum fregnum enda fá þeir þarna langa helgi þar sem brúðkaupsdaginn ber upp á föstudag og forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, hefur lýst yfir að hann verði frídagur fyrir ensku þjóðina. Vorbrúðkaup í Englandi HÁTÍÐ Í ENGLANDI Í VOR Vilhjálmur og Kate Middleton ganga í það heilaga í lok apríl og breska þjóðin er í skýjunum með ráðahaginn samkvæmt breskum fjölmiðlum. NORDICPHOTOS/GETTY Jólahlaðborð á Lækjarbrekku Bókið tímanlega í síma 551 4430, hópabókanir í síma 665-0555 www.laekjarbrekka.is Hin rómaða þakkargjörðarveisla Hótel Cabin verður haldin dagana 25. og 26. nóvember. Í hádeginu 25. og 26. nóvember Fimmtudagskvöldið 25. nóvember og föstudagskvöldið 26. nóvember Verð einungis: 2.750 kr. í hádeginu 3.650 kr. á kvöldin Léttir djasstónar verða leiknir yfir borðhaldi á föstudagskvöldinu. Borðapantanir í síma 511 6030 Guð jó n Ó – v is tv æ n p re n ts m ið ja reynið síðar......... Þú ert númer 15 vinsamlegs ví miður ekki við... svarar ekki....á fundi... því miður ekki...ekki í dag... fór út .... 98 AF 100 MÖGULEGUM er meðaleinkunn nýju plötunnar með Kanye West á vefsíðunni Metacritic. Platan heitir My Beautiful Dark Twisted Fantasy og tuttugu stórir miðlar hafa rýnt í hana. folk@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.