Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Föstudagur skoðun 16 21. janúar 2011 FÖSTUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Þ etta er einn af mínum uppáhaldseftirréttum, ljúffengur á bragðið og að mestu laus við alla óhollustu, sem er mikill plús,“ segir Jóhanna Jónas, leikkona og sælkerakokkur með meiru, um eplaböku sem hún gefur hér uppskrift að.Jóhönnu áskotnaðist upp-skriftin að bökunni fyrir nokkr-um árum þegar hún starfaði sem leikkona í Bandaríkjunum. Hún hefur svo smám saman verið að laga hana að eigin smekk og heilsusamlegum lífsstíl, sem er meðal annars fólginn í reglu-legri hreyfingu og neyslu gmetisf ð Jóhanna Jónas leikkona og sælkerakokkur gefur uppskrift að eplaböku í hollari kantinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hægt að neyta og njóta án nokkurs samviskubits 3-4 stór rauð epli (golden delicious) eða eftir vali. ¾ bolli gróft spelt eða heilhveiti ¾-1 bolli muscovado-púðursykur eða venju-legur púðursykur¾ bolli tröllahafrar½ tsk. salt ¾ tsk. kanill ½ bolli mjúkt smjör eða smjörvi svo úr verður gróf, blaut mylsna. Setjið hluta af mylsnunni í botninn á meðalstóru eldföstu móti án þess að þjappa henni. Skerið epli í litla bita og látið ofan á mylsn-una. Sumum finnst gott að setja svolítinn hrásykur á eplabitanainn á ill HIMNESK EPLABAKAMeð rjóma eða vanilluís FYRIR 4-6 Barnaheill og Afríka 20:2 - félag áhugafólks um málefni Afríku sunnan Sahara standa fyrir Afríkudögum dagana 22.-28. janúar. Meðal dagskrárliða er ljósmynda- gjörningur Páls Stefánssonar ljósmyndara en myndir hans frá Afríku verða settar upp vítt og breitt um borg- ina. Má þar nefna Höfðatorg, Laugar, Útvarpshúsið, Hag- kaup í Kringlunni, HR og HÍ. föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 21. janúar 2011 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur veðrið í dag 21. janúar 2011 17. tölublað 11. árgangur Fyrir krakkana! Bráðskemmtileg þorrasaga Fréttablaðið er nú með 187% Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. MORGUNBLAÐIÐ 20 09 29 ,3% 74,7% 26% 20 10 20 09 71 ,4% 20 10 Allt sem þú þarft... FRÉTTABLAÐIÐ meiri lestur en Morgunblaðið. Ungur bæjarlistamaður Birna Hallgrímsdóttir píanóleikari er bæjarlista- maður Seltjarnarness. tímamót 20 KÖNNUN Fleiri styðja Sjálfstæðisflokkinn en Samfylkinguna og Vinstri græn saman- lagt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun- ina gætu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur myndað meirihlutastjórn. Rétt er að taka niðurstöðum könnunarinn- ar með talsverðum fyrirvara þar sem aðeins um 54 prósent þeirra sem þátt tóku í könnun- inni vildu gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa yrði gengið til kosninga nú. Þetta gefur sterklega til kynna að lítið hafi dregið úr óánægju almennings með hefðbundna stjórn- málaflokka. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú stuðnings 43,4 prósenta samkvæmt könnuninni, sem er 7,8 prósentustigum meira en í könnun Frétta- blaðsins í september síðastliðnum. Alls sögð- ust 25,8 prósent styðja Samfylkinguna, 2,6 prósentustigum meira en í september. Um 16,5 prósent styðja nú Vinstri græn, og hefur fylgið minnkað um 9,1 prósentustig frá því í september í fyrra. Stjórnarflokkarnir mælast með stuðning 42,3 prósenta þeirra sem gefa upp afstöðu til flokka, og fengju samtals 28 þingmenn kjörna yrðu þetta niðurstöður þingkosninga. Framsóknarflokkurinn nýtur samkvæmt könnuninni stuðnings 11,8 prósenta kjósenda, 4,5 prósentustigum meira en í september. Aukinn styrkur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks opnar á möguleikann á gamalkunnu stjórnarformi. Flokkarnir gætu myndað meirihluta með 35 þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins. Samkvæmt könnuninni hrynur stuðningur við Hreyfinguna frá síðustu könnun. Um 2,1 prósent styður flokkinn nú, en 5,6 prósent studdu hann í september í fyrra. - bj / sjá síðu 4 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur meiri stuðnings en stjórnin Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn eykst samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Stjórnarflokk- arnir mælast með stuðning 42,3 prósenta. Framsóknarflokkurinn bætir við sig en Hreyfingin tapar fylgi. 0,5 11,8 2,1 43,4 16,5 Fj öl di þ in gs æ ta 25,8 Skoðanakönnun Fréttablaðsins 19. janúar 2011 - fjöldi þingmanna og fylgi (%) 25 20 15 10 5 0 Fylgi stjórnmálaflokkanna 4 0 7 9 0 0 16 28 20 14 11 17Heimsendir í nánd Sjónvarpsþættirnir Heimsendir verða helmingi stærri en Fangavaktin. fólk 38 HLÝNANDI Suðvestan 10-18 m/s NV- og V-til á landinu og væta, annars yfirleitt hægari og þurrt eystra. Hiti 2-8 stig. VEÐUR 4 4 4 3 6 4 Minningar vakna Krambúð sem minnir á gamla tíma er opin á þorranum á Hjúkrunarheimilinu Eir. allt 4 LÖGREGLUMÁL Sérstakur saksóknari gerði í gær húsleitir á fimm stöð- um, meðal annars í Seðlabanka Íslands, og handtók fjóra fyrrver- andi starfsmenn Landsbankans vegna rannsóknar á 35 milljarða viðskiptum sem Landsbankinn átti 6. október 2008, daginn áður en bankinn var tekinn yfir af Fjár- málaeftirlitinu. Alls voru á annan tug manna yfirheyrðir. Þeir sem voru handteknir eru Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri eigna- stýringar bankans, Þórir Örn Ing- ólfsson, fyrrverandi yfirmaður áhættustýringar, Hannes Júlíus Hafstein, fyrrverandi deildarstjóri fjárfestingarbanka á lögfræðisviði bankans, og Stefán Héðinn Stefáns- son, fyrrverandi stjórnarformaður Landsvaka og núverandi aðstoðar- forstjóri Saga fjárfestingarbanka. Þeir voru allir látnir lausir eftir yfirheyrslur í gærkvöldi. Annars vegar snýr rannsóknin að millifærslum af reikningi Landsbankans í Seðlabankan- um yfir til MP banka og Straums vegna endurhverfra viðskipta við Seðlabankann. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins voru 7,2 milljarðar millifærðir til Straums og 7,4 milljarðar til MP banka. Einnig eru til rannsóknar kaup bankans á bréfum í sjálfum sér og Straumi úr sjóðum Landsvaka fyrir tæpa 20 milljarða eftir að sjóðunum var lokað. - sh / sjá síðu 10 Handtökur og húsleitir vegna fjárausturs úr Landsbankanum degi fyrir fall hans: 35 milljarða viðskipti til rannsóknar Rýnir í handboltann Hafrún Kristjánsdóttir er orðin vön að vera ein af strákunum. föstudagsviðtalið 12 HM 2011 Íslenska handboltalands- liðið átti enn einn frábæran leik á HM í handbolta í gær þegar liðið vann sjö marka sigur á Norð- mönnum, 29-22. Ísland hefur aldrei áður unnið fimm fyrstu leiki sína á HM. Strákarnir fara því með 4 stig og 13 mörk í plús inn í milliriðlinum og eru efstir því Frakkar og Spánverjar gerðu jafntefli í gær og eru bæði með þrjú stig. „Ég var afskaplega ánægður með þennan leik. Sóknarleikur- inn var ekki upp á það besta í fyrri hálfleik en snarbatnaði í síðari hálfleik. Varnarleikurinn varð enn betri og markvarslan náttúrlega bara stórkostleg hjá Björgvini,“ sagði afar sáttur landsliðsþjálfari, Guðmundur Guðmundsson. Fyrsti leikurinn í milliriðli er gegn Þjóðverjum á morgun - óój / sjá Íþróttir bls. 32 og 34 Góður sigur á Norðmönnum: Efstir í milliriðli FRÁBÆR SEINNI HÁLFLEIKUR HJÁ STRÁKUNUM Íslenska handboltalandsliðið fór illa með Norðmenn í seinni hálfleik, sem liðið vann 17-10. Hér fagna strákarnir frábærum sigrinum sem skilaði liðinu fullu húsi stiga inn í milliriðilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.