Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.01.2011, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 21.01.2011, Qupperneq 12
12 21. janúar 2011 FÖSTUDAGUR FÖSTUDAGSVIÐTALIÐföstudagu r Hafrún Kristjánsdóttir íþróttasálfræðingur V inabeiðnunum á Facebook hefur vissulega fjölgað mjög mikið eftir að umfjöllunin um HM fór af stað. Svo fæ ég viðbrögð víða að, til dæmis frá vinum og fjölskyldu, og svo ger- ist það af og til að ókunnugt fólk stöðvar mig úti á götu og vill ræða um handboltann. Margir hafa sterkar skoðanir á þessum málum og það er bara mjög fínt, mér finnst mjög gaman að spjalla við alls konar fólk um boltann. En ég get þó labbað óáreitt um göturnar ennþá,“ segir íþróttasálfræðing- urinn og fyrrverandi handbolta- konan Hafrún Kristjánsdóttir og hlær þegar blaðamaður innir hana eftir viðbrögðum almennings við nýrri stöðu hennar sem sérfræð- ings á Stöð 2 Sport. Þar rýnir hún í leiki íslenska landsliðsins á HM í Svíþjóð ásamt umsjónarmannin- um Þorsteini Joð, Geir Sveinssyni, Loga Geirssyni og fleirum. Stór hluti þjóðarinnar fylgist með handboltalandsliðinu í flest- um sínum aðgerðum og því er ekki óeðlilegt að þeir sem mest ber á í fjölmiðlaumfjöllun um liðið lendi milli tannanna á fólki um stundar sakir. Skemmst er að minnast þess þegar Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttaritari RÚV, vakti ítrekað þjóðarathygli fyrir frammistöðu sína í lýsing- um og viðtölum við landsliðsmenn á EM í Austurríki snemma á síð- asta ári, og það afar misjákvæða athygli. Hafrún segir viðbrögðin við hennar störfum þó hingað til hafa verið eingöngu jákvæð, með einni undantekningu. „Ég fór í þrítugsafmæli um síð- ustu helgi og ein stelpa sem var gestur þar sagðist ekki þola það hvernig ég sæti í sófanum í mynd- verinu. „Og svo ertu nú bara eins og ein af strákunum í þessum þætti,“ bætti hún við í neikvæðum tón. En mér fannst það nú bara jákvætt og tók því sem hrósi,“ segir Hafrún. „Ég er vön að vera ein af strákunum.“ Eins og kosningasjónvarp Aðspurð segist Hafrún hafa gríðar- lega gaman af þessu nýja og tíma- bundna hlutastarfi sínu. „Ég hef gaman af handbolta og þar af leiðandi skemmti ég mér vel við þetta. En ég get þó alveg viður- kennt að vinnudagarnir eiga það til að verða dálítið langir þessa dag- ana. Ég er í dagvinnunni minni frá níu til fimm og svo er ég mætt niður á Stöð 2 Sport klukkan sex, til að fara í smink og fleira áður en útsending hefst klukkan sjö. Svo tekur við umfjöllun klukku- tíma fyrir leik og einn og hálfan tíma fyrir leik, og meðan á leikn- um stendur erum við á fullu að punkta hjá okkur og klippa saman atriði sem okkur finnst eðlilegt og skemmtilegt að vekja athygli á. Dagkráin stendur alla jafna til 22.30 á kvöldin, þannig að þetta er nánast eins og kosningasjónvarp,“ segir hún og hlær. Hún bætir við að oftast sé hún því ekki komin heim til sín fyrr en klukkan ellefu á kvöldin. „En ég kvarta ekki. Ég ætti nú að vera orðin vön þessu eftir að hafa spil- að handbolta, með öllum þessum æfingum á skrítnum tímum, í öll þessi ár.“ Hafrún segist ekki hafa verið vitund stressuð fyrir fram vegna verkefnisins og í raun hafi fátt komið henni á óvart við framleiðsl- una. „Ég hafði aðeins prófað að vera svona álitsgjafi áður, til að mynda í áramótaþætti Silfurs Egils eitt árið og nokkrum sinnum á RÚV varð- andi kvennahandboltann, en aldrei svona fast í gegnum heila keppni. En ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu rosalega mikil og flott umfjöllunin um HM í Svíþjóð yrði. Yfirleitt hefur verið um að ræða um það bil tíu mínútna umfjöll- un fyrir og eftir leiki, en ég held að íslenskur handbolti hafi aldrei fengið jafn mikla, markvissa og ítarlega umfjöllun og núna. Og líklega engar íslenskar íþróttir, hvorki fyrr né síðar.“ Stelpur taka líka í vörina Hafrún hefur vakið athygli fyrir snöfurmannlega frammistöðu í sér- fræðingahlutverkinu í umfjöllun Stöðvar 2 Sport og þykir mörgum góð tilbreyting að heyra skoðanir konu á karlaíþróttum, en ekki hefur verið mikið um slíkt í íslensku sjón- varpi hingað til. Fyrir leikinn gegn Austurríkismönnum á miðviku- dagskvöldið var til að mynda rætt um skringilegar vígsluathafnir sem eiga sér stað þegar nýliðar í karla- landsliðinu koma fyrst inn í leik- hópinn, eins og þá að þeir reyndari gefa þeim nýju hressilega rass- skelli á fyrstu æfingunni, svo blæð- ir jafnvel undan. Hafrún upplýsti þá að slíkar athafnir væru alvana- legar í flestum liðum, bæði karla og kvenna. „Með örfáum undantekningum gengur daglegt líf í kvennaliðum alveg eins fyrir sig og hjá karla- liðunum,“ segir hún. „Það er enginn eðlismunur þar á. Æfingamagnið er það sama, sömu leikkerfin eru spil- uð og þar fram eftir götunum. Eini munurinn er líffræðilegs eðlis, að stelpur hoppa lægra, skjóta lausar og hlaupa hægar, en þannig erum við bara gerð. Groddalegur íþrótta- húmorinn er sá sami og flest annað líka.“ Hafrún veigrar sér þó við að fara út í nánari útskýringar þegar hún er spurð hvort konur í íþróttum noti munntóbak í jafn miklum mæli og karlar, en notkun þess er orðin afar algeng meðal íþróttamanna eins og víða hefur komið fram. „Ég veit ekki alveg hvað ég má segja mikið um þetta,“ segir hún og skellir upp úr. „En ég veit að það er ekki mikið um þetta í kvenna- handboltanum, en þó eitthvað. Það er þó frekar mikið um að konur í knattspyrnu taki í vörina. Það er ekki mjög kvenlegt, það verður að segjast, og ég tek ekki í vörina. Ég prófaði það einu sinni og ég get ekki ímyndað mér að dóp sé neitt sterk- ara, þótt ég hafi nú aldrei prófað það. Þetta fór beint upp í hausinn á mér,“ segir Hafrún og skellir upp úr. Fyrst kvenna í aðalstjórn Vals Eins og fyrr sagði hefur Hafrún nóg að gera og viðurkennir fús- lega að hún mætti vel við því að minnka við sig verkefnin. Auk þess að starfa sem sálfræðingur á geð- deild Landspítalans, þar sem hún sinnir hugrænni atferlismeðferð fyrir fólk sem þjáist af þunglyndi, kvíða og lágu sjálfsmati, stundar hún doktorsnám í greininni, held- ur víða fyrirlestra um íþróttasál- fræði og hefur meðal annars unnið með mörgum knattspyrnuliðum í úrvalsdeildinni að slíkum málum. Þá kennir hún við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, situr í stjórn Sálfræðingafélagsins og einnig í aðalstjórn Knattspyrnu- félagsins Vals, fyrst kvenna, svo fátt eitt sé nefnt. Lokaverkefni hennar í sálfræði- náminu snerist um íþróttasálfræði, sem er ein margra undirgreina sál- fræðinnar. „Meginmarkmið íþrótta- sálfræðinnar er í raun að skilja og útskýra hvernig sálfræðin hefur áhrif á allt sem fólk gerir í íþrótt- um, til dæmis hvernig kvíði hefur áhrif á skotnýtingu og fleira slíkt. Íþróttasálfræðin er nátengd klín- ísku sálfræðinni sem ég starfa við allan daginn, en hún er líka tengd vinnusálfræði, persónuleikasál- fræði og félagssálfræði. Í raun er hún blanda af hinum ýmsu þátt- um,“ segir Hafrún. Uppalinn Framari Eins og áður sagði lék Hafrún handknattleik með meistaraflokki Vals frá fimmtán ára aldri og þar til hún lagði skóna á hilluna fyrir tæpum þremur árum. Hún er alin upp í Breiðholtinu og hóf fyrst æfingar með hverfisliðinu Leikni en um tólf ára aldurinn stóð til að hún skipti yfir í Fram enda hún og bróðir hennar, Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður, bæði gall harðir Framarar. „En þá tók bróðir minn til sinna ráða, sagðist ekki vilja að ég færi í Fram og bauðst til að keyra mig á fyrstu æfingarnar hjá Val svo ég þyrfti ekki að taka strætó. Ástæð- an var sú að þjálfararnir hjá Val á þessum tíma voru þeir Óskar Bjarni Óskarsson, núverandi aðstoðar- landsliðsþjálfari, og Dagur Sigurðs- son, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, en sá síðarnefndi og Sigurður Kári voru saman í bekk í Versló. Bróðir minn vildi tryggja það að litla syst- ir fengi góðan þjálfara, einhvern sem hann þekkti og gæti fylgst vel með, og ég samþykkti það. Fljót- lega varð ég svo mikill Valsari að ég gat aldrei hugsað mér að skipta um lið, þótt nokkur slík tilboð bær- ust mér. Það er því alfarið Framar- anum bróður mínum að kenna að ég varð Valsari.“ Á ferlinum vann Hafrún alla titla sem í boði voru nema Íslands- meistaratitilinn, sem fór þó á Hlíðar enda ári eftir að hún hætti. Hún viðurkennir að auðvitað hefði verið gaman að geta fagnað þeim titli sem leikmaður, en þó fylltist hún einungis gleði en ekki eftirsjá þegar vinkonur hennar unnu afrek- ið. „Auk þess kýs ég að líta þannig á það að ég hafi átt smá þátt í þessum titli,“ segir hún og glottir. „Kannski hefði ég bara átt að hætta fyrr.“ Íslenska liðið er einstakt Hún segist vera svo ánægð með karlalandsliðið í handbolta þessa dagana að orð fái því vart lýst. „Auðvitað erum við með heims- klassaleikmenn en mörg önnur lið eru samt með sterkari leikmenn á pappírnum, til dæmis Þýska- land.“ Hún nefnir að íslenska lið- inu takist að vinna ágætlega gegn Ringelmann-áhrifunum svokölluðu, sem er þekkt sálfræðilögmál sem gengur út á að eftir því sem fleiri bætist í hóp sem vinnur að ákveðnu markmiði minnki einstaklings- geta hvers og eins samhliða. „Þeir virðast allir komast nálægt því að spila af fullri einstaklingsgetu, sem er einstakt. Rannsóknir hafa líka sýnt að skýr markmiðssetning skiptir mestu varðandi góða liðs- heild og hlutverkaskipanin í þessu liði virðist vera mjög skýr. Svo eru þeir svo góðir vinir og margir leið- togar innan liðsins, sem er ómetan- legt. Það hjálpast margt að.“ Spurð í hvaða sæti Ísland lendi á HM segist Hafrún ekki tilbúin að skjóta á eitt ákveðið sæti. „Fyrir mótið hefði ég verið ánægð með að vera meðal sjö efstu, en eins og staðan er núna spái ég liðinu í undan úrslit. Liðið er miklu betra en ég hélt. Við gætum þess vegna orðið heimsmeistarar, en þá þarf ansi margt að ganga upp.“ Vön að vera ein af strákunum Íþróttasálfræðingurinn og fyrrverandi hand- boltakonan Hafrún Kristjánsdóttir er einn sér fræðinga Stöðvar 2 Sport sem rýna í leiki landsliðsins á HM þessa dagana. Kjartan Guðmundsson ræddi við hana um störfin mörgu, Ringelmann-áhrifin og einstakt íslenskt lið. ÍÞRÓTTAÁHUGAMAÐUR Hafrún segir marga þætti hjálpast að við að gera íslenska handboltalandsliðið einstakt. Skýr markmiðs- setning og hlutverkaskipan, vinátta og fjöldi leiðtoga í liðinu sé þar á meðal. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ég fór í þrítugsafmæli um síðustu helgi og ein stelpa sem var gestur þar sagðist ekki þola það hvernig ég sæti í sófan- um í myndverinu. „Og svo ertu nú bara eins og ein af strák- unum í þessum þætti,“ bætti hún við í neikvæðum tón. Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.