Fréttablaðið - 21.01.2011, Qupperneq 16
16 21. janúar 2011 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
I
ðnaðarráðherra lagði í vikunni fram frumvarp til laga
um stofnun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Málefni
helstu ferðamannastaða landsins hafa allt of lengi verið
látin reka á reiðanum. Þar hefur ekki verið sinnt eðlilegu
viðhaldi, hvað þá uppbyggingu, auk þess sem staða öryggis-
mála er sums staðar óviðunandi. Frumvarp iðnaðarráðherra er
því fagnaðarefni og gott til þess að vita að því sé vel tekið af
fulltrúum allra flokka á þingi.
Áætlað er að Framkvæmdasjóðurinn hafi 240 milljónir til
umráða á ári, verði frumvarpið að lögum. Fénu á að verja til
þess að byggja upp, halda við
og vernda ferðamannastaði, auk
þess að taka á öryggismálum
sem víða er ábótavant.
Fram kom í skýrslu sem
Umhverfisstofnun gaf út í
haust að helstu náttúruperlur
þjóðarinnar væru komnar að
ystu mörkum og væru í raun að
tapa gildi sínu vegna gríðarlegs
álags sem ekki hefur verið mætt með viðhlítandi viðbúnaði. Við
þessu er nú brugðist.
Í raun er staðan sú að enginn ferðamannastaður á Íslandi er
í stakk búinn til þess að taka við þeim fjölda ferðamanna sem
þá sækja. Skortur á öryggisviðbúnaði leggur mikla ábyrgð á þá
leiðsögumenn sem ferðamannahópum fylgja. Hættulegastir eru
þessir staðir þó þeim sem ferðast á eigin vegum og því miður eru
nærtæk dæmi þess að illa hafi farið.
Ferðamenn eru Íslendingum stöðugt mikilvægari tekjulind.
Það liggur því í augum uppi að byggja þarf upp aðstöðu til að taka
vel og forsvaranlega á móti þessum stækkandi hópi. Það er svo
sannarlega vilji allra að skila þessum gestum okkar bæði heilum
og ánægðum heim.
Frumvarp iðnaðarráðherra helst í hendur við frumvarp fjár-
málaráðherra um innheimtu farþega- og gistináttagjalda en
með þeim er lagður grunnur að fjármögnun Framkvæmdasjóðs
ferðamannastaða. Gjöldin eiga að skila 400 milljónum króna á
ári í tekjur. Auk þess að fjármagna Framkvæmdasjóðinn eiga 40
prósent þessara gjalda að renna til þjóðgarða í landinu.
Ekki eru allir á eitt sáttir um innheimtu þessara gjalda, sem á
að vera í höndum þeirra sem selja gistingu og farmiða. Einnig er
deilt um hvar eigi að vista Framkvæmdasjóðinn, sem samkvæmt
frumvarpinu á að heyra undir Ferðamálastofu.
Hvernig sem því verður háttað, bæði varðandi vistun sjóðsins
og leiðir til að fjármagna hann því vissulega hlýtur að mega skoða
þá leið að innheimta aðgangseyri við vinsælustu ferðamanna-
staði eins og tíðkast um heim allan, þá er aðalatriðið að koma
Framkvæmdasjóðnum á laggirnar fljótt og örugglega og tryggja
fjármögnun hans.
Málefni helstu ferðamannaperla landsins mega ekki reka á
reiðanum lengur. Þessum stöðum verður að sinna. Sumum þarf
að forða frá skemmdum meðan uppbygging öryggismála er brýn-
asta verkefnið annars staðar. Gestrisni við erlenda ferðamenn
verður að sýna í verki.
HALLDÓR
SKOÐUN
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is
Margt er okkur hulið um kynbundið misrétti. Áratugum saman erum
við slegin blindu – en svo bendir einhver
á skekkjuna og misréttið verður óþægi-
lega augljóst. Kynbundið misrétti blasir
oft við þar sem völd og peningar koma
við sögu.
Völd karla eru stofnanabundin og þeim
er viðhaldið á hinum ýmsu sviðum sam-
félagsins. Konur eru ekki aðeins útilok-
aðar frá samráði í yfirráðakerfi karla
heldur einnig frá þýðingarmiklum stjórn-
um í viðskiptalífinu og nefndum í stjórn-
sýslunni. Lýsandi dæmi um þetta er
Framkvæmdanefnd um einkavæðingu,
en þar sátu einungis sérvaldir karlmenn
í þau fimmtán ár sem tilgreind eru á
heimasíðu forsætisráðuneytis, árin 1992-
2007. Það er hrópandi kynbundið misrétti
sem bitnaði á allri þjóðinni.
Verkefni nefndarinnar voru einkavæð-
ing, útboð rekstrarverkefna og sala ríkis-
eigna. Hún starfaði í umboði ráðherra-
nefndar um einkavæðingu. Ráðherrar
ríkisstjórna frá 1991 fólu henni mik-
ilsverð verkefni, til dæmis sölu bank-
anna, Landsímans og HS Orku. Aðferð-
in við einkavæðingu bankanna er nú
talin ein meginástæða hrunsins 2008 og
einkavæðing HS Orku skapar ósætti um
eignar hald og nýtingu auðlinda landsins.
Verkefni þessarar einkavæðingar-
nefndar vörðuðu óhjákvæmilega þjóðina
alla, konur jafnt sem karla. En kona
mátti greinilega ekki eiga sæti í þessari
merkisnefnd. Ekki einu sinni starfsmenn
nefndarinnar voru konur nema í blá-
lokin, þegar allt var búið, hlaut ein kona
þann heiður. Einkavæðingu íslenskra
þjóðar eigna má því með réttu kalla
einkavæðingu karla á eignum þjóðar-
innar. Þetta er alvarlegt misrétti og sár
móðgun gagnvart öllum sem unna jafn-
rétti og fyrri kynslóðum sem skópu þess-
ar eignir. Hér var um skefjalausa vald-
kúgun að ræða.
Einkavæðing karla merkir greini-
lega einhæfni og útilokun sjónarmiða
og kemur í veg fyrir samráð og jöfnuð
í samfélaginu. Fimmtán ára einræði
örfárra karla í Framkvæmdanefnd um
einkavæðingu var greinilega ekki æski-
legt, heldur ávísun á mistök, yfirsjónir,
þröngsýni, spillingu og hrun.
Jafnrétti er þjóðgildi sem tvívegis
hefur verið valið af visku þjóðarinnar á
þjóðfundum. Hlustum á þá visku! Aldrei
aftur misrétti í boði ríkisins!
Karlvæðing þjóðareigna
Jafnréttismál
Gunnar
Hersveinn
rithöfundur
Enn af fámenni
Vikið var að fámenninu á Íslandi á
þessum stað í gær. Bent var á að allir
vösuðust í öllu og val Landsbanka-
manna á lögmönnum var nefnt því
til sönnunar. Annað dæmi birtist
ljóslifandi í gær. Þá var sérstakur sak-
sóknari með aðgerð í Seðlabankan-
um. Á meðan var formaður bankaráðs
Seðlabankans, Lára V. Júlíusdóttir, í
Héraðsdómi Reykjavíkur að reyna að
fá níu ungmenni dæmd í fangelsi
fyrir að trufla þingfund. Var
málflutningur hennar alveg
hreint magnaður og samlíkingin
við árás pólsks glæpagengis
á fólk í Breiðholti mun
eflaust rata í sögubækur.
Leikrit
„Þetta mál er komið í algerar ógöngur,
það eru allir í aðlögunarferli nema
utanríkisráðherra sjálfur og það
verður einfaldlega að taka þetta mál
til gagngerrar endurskoðunar,“ sagði
Ásmundur Einar Daðason þegar Pétur
Blöndal spurði hann út í Evrópumálin
á þingfundi á miðvikudag. Svona
lagað heitir leikrit en þau eru stundum
sett upp á Alþingi. Ásmundur og Pétur
sitja í stjórn Heimssýnar. Hefur þeim
líklega fundist of langt síðan rödd
samtakanna heyrðist á löggjafar-
samkomunni.
Forsendan
Tryggvi Þór Herberts-
son kveinkar sér undan fjölmiðlum
á heimasíðu sinni. Hann skilur ekki
hvers vegna ekki er fjallað meira um
þingræður sjálfstæðismanna. Hann
lét þingið taka saman hve lengi hver
þingflokkur talaði á síðasta þingi. Sjálf-
stæðisflokkurinn vann. „Ef við gefum
okkur þá forsendu að málflutningur
þingmanna Sjálfstæðismanna hafi
síst átt minna erindi til fjölmiðla en
annarra þingmanna má furðu sæta
að ekki heyrist meira í okkur
í fjölmiðlum, miðað við hve
mikinn tíma þingsins við notum
til að koma hugðarefnum okkar
á framfæri,“ segir Tryggvi.
Kannski forsenda hans sé
röng. bjorn@frettabladid.is
krakkar@frettabladid.is
„Ég verð aldrei fúl,
en ég verð oft feimin...
það er mjög skemmti-
legt, þá er allt svo
spennandi,“ segir
Barbara trúður.
Krakkasíðan er
í helgarblaði
Fréttablaðsins
Tímabær Framkvæmdasjóður ferðamannastaða:
Gestrisni í verki