Fréttablaðið - 21.01.2011, Síða 22

Fréttablaðið - 21.01.2011, Síða 22
PIZZA Grikkir til forna settu ost og jurtir á brauðið og helltu olíu yfir og má segja að það hafi verið fyrsti vísirinn að pitsum. Pitsur með tómatmauki eins og við þekkjum þær í dag eiga hins vegar rætur að rekja til Ítalíu. Mörgum finnst góð hvítlauksolía ómissandi þáttur í því að snæða pitsu. Heimagerðar olíur er auð- velt að gera og til eru aðferðir til að gera olíuna misbragðsterka. Mikilvægt er að muna að huga þarf sérstaklega vel að geymslu á heimagerðum olíum þar sem þær geymast ekki eins vel og verk- smiðjuframleiddar olíur. Oftast er miðað við að heimagerðar olíur geymist í 2-3 vikur í ísskáp. - jma Olían ofan á Auðvelt er að leika sér með góða ólífuolíu til að útbúa mismunandi pitsuolíur. Klassíska aðferðin er sú að blanda hvítlauk saman við olíuna en hana má þó gera á marga vegu og nota ýmis krydd með. Krydduð hvítlauksolía 2 msk. ólífuolía 1/3 bolli jómfrúarolía 6 hvítlauksgeirar 1 tsk. balsamedik 1 tsk. parmesanostur, rifinn smávegis af oregano, fersku eða þurrkuðu smávegis af sjávarsalti grein af timjan þurrkað krydd að eigin vali (má sleppa) Skerið hvítlaukinn smátt eða merjið í hvítlaukspressu. Mýkið hann á pönnu í örfáar mínútur við vægan hita og setjið til hliðar. Blandið hvítlauknum og jómfrúarolíunni saman í skál og setjið kryddin og parmesan ostinn saman við en bíðið með balsamedikið og timjan- greinina. Setjið allt saman í mat- vinnslu vél eða blandara eða notið töfrasprotann til að mauka allt vel saman. Setjið balsam edikið saman við, hellið í glerkrukku eða -flösku, stillið timjangreininni ofan í og látið blönduna bíða í að minnsta kosti klukkustund áður en hún er notuð. Bragðmikil og einföld hvítlauksolía 1 stykki hvítlaukur 2-3 bollar ólífuolía Taktu heilan hvítlauk og aðskildu geirana en ekki flysja þá. Settu geirana í eldfast mót, í minni kant- inum. Yfir hvítlauksgeirana hellirðu allri ólífuolíunni og miðað er við að efsti hluti hvítlauksgeiranna standi nokkuð upp úr. Hitað í 200°C heitum ofni í 20-30 mínútur. Olían er þeim mun bragðsterkari eftir því sem hvítlaukurinn er bakaður lengur. Olían er látin kólna áður en henni er hellt í flösku eða krukku. Síið geirana frá eða hafið þá með ofan í krukkunni. PITSUOLÍUR Stærsta pitsa í heimi var búin til í Jóhannesarborg í Suður-Afríku árið 1990. Hún var rúmir 37 metrar á breidd og búin til úr 500 kílóum af hveiti, 800 kílóum af osti og 900 kílóum af tómatmauki. Heimild: www.wikipedia.org - tilvalinn fyrir pizzastaði, bakarí, skyndibitastaði, sportbari og veitingahús. - bakar 60 stk. af 12-tommu pizzum á klst. - hægt að stafla allt að 4 ofnum ofan á hvorn annan, sé einn ekki nóg. High h Conveyor 2020 VERÐLAUNA OFN FRÁ TURBOCHEF – einstök gæði og ótrúleg afköst Einstök High-h hitablásturstækni hitar matinn hraðar en nokkur önnur eldunaraðferð. Hreinsibúnaður sem TurboChef er með einkaleyfi á, hreinsar blásturinn þannig að ekki er þörf fyrir loftræstiháf. HhC 2020 vann til verðlauna 2010, sem besti færibandaofn í heimi. (“FF&210 Best in Class Award in the Conveyor Category”). Umfjöllun um HhC 2020 ofninn er í nóvember hefti Pizza to Day. HREIN SNILLD! „Ofninn er hrein snilld. Það sá ég strax, þegar ég bar hann saman við aðra færibandaofna og ég skoðaði marga. Það er stutt síðan ég tók ofninn í notkun, en ég er strax farinn að sjá sömu viðskiptavini koma aftur og aftur.“ Grillhöllin – Hafnarfirði Tjarnarvöllum 15 – sími 555 6767 Jonni Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík www.pmt.is Allar nánari upplýsingar hjá okkur í síma 567 8888 og á www.pmt.is Hafðu samband og við sendum þér bækling! – að hafa 30 – 50% meiri afköst en aðrir hefðbundnir færibandaofnar. – að vera eini færibandaofninn með vottun fyrir notkun án loftræstiháfs. – að taka lítið pláss og afkasta meir en stærri ofnar. – bragðbetri pizzur og stöðug gæði, þrátt fyrir meiri hraða. – að nota minna rafmagn en aðrir hefðbundnir færibandaofnar. – að geyma mismundandi rétti í minni (pizzur, subs, borgara, steikur, lax ...) – að vera auðveldur í notkun og einfaldur í þrifum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.