Fréttablaðið - 21.01.2011, Page 30

Fréttablaðið - 21.01.2011, Page 30
6 föstudagur 21. janúar Flugeldasýningar og raunveruleikinn Hæ, ég er með eina skrítna spurningu. Ég er búin að vera á föstu í næstum tvö ár og stunda reglulegt kynlíf. Ég er 21 árs og þó mér finnist gaman að vera með kærasta mínum þá hef ég aldrei fengið full- nægingu. Miðað við spjall sem ég hef átt við vinkonur mínar þá er ég farin að halda að það sé eitthvað að mér. Getur verið að sumar konur fái bara ekki fullnægingu? Svar: Þetta er alls ekki skrítin spurning, síður en svo. Í raun er spurn- ingin heldur flókin og krefur þig um smá sjálfsskoðun. Það er afar um- deilt innan kynfræðinnar hvort til séu konur sem hreinlega geta ekki fengið fullnægingu, gefið að lífeðlislega sé allt fyrir hendi og í góðu lagi. Ég ætla því að ganga út frá því að þú getir fengið fullnægingu. Það er nokkuð algengt að ungar stúlkur hafi ekki lært á líkama sinn (stað- setning á sníp er mjög mikilvæg þekking) og kunni því ekki að full- nægja sjálfum sér. Það er því mjög mikilvægt að þú skoðir líkama þinn og kynfæri og prófir þig áfram í að finna út hvað vekur hjá þér unað. Þetta hljómar ef til vill klisjukennt, en svona er þetta bara, þú ein getur stýrt ferðinni og sjálfsfróun er svarið. Ekki láta það draga úr þér ef það tekur smá tíma að fá fullnægingu því ferðalagið er það sem skiptir máli til að komast á áfangastaðinn. Annað sem er mikilvægt að spá í er að ef heilinn er ekki með og þú ekki í stuði þá getur verið nánast ómögulegt að verða kynferðislega æst og fullnægð. Það er því fyrsta skrefið. Þá að sambandinu. Það er mjög algengt að konur geri sér upp fullnæg- ingar með alls kyns stunum og öðru látbragði. Nú spyr ég mig hvern- ig það er í þínu sambandi? Veit kærasti þinn að þú ert ófullnægð eða gengur hann bara út frá því að allt sé sem skyldi? Hér reynir á sam- skipti ykkar. Þú þarft að vita hvað þér þykir gott og geta beðið um það. Svo er það annað. Fæstar konur geta fengið fullnægingu með beinum samförum. Flestar þurfa að láta örva snípinn með munnmökum fyrir eða samhliða samförum og svo með fingri eða titrara samhliða sam- förum. Sú umræða að til séu alls konar tegundir fullnæginga er oft á villigötum og hjálpar fáum. Snípurinn var hannaður fyrir það eitt að fullnægja og því þarf að örva hann. Það getur þú gert sjálf eða fengið kærastann með þér í lið. Að lokum langar mig að koma aðeins inn á samræður ykkar vin- kvennanna. Oft hefur fullnægingum verið lýst á mjög dramatískan hátt og þeim líkt við sprengingu sem fer um líkamann og sé eitt það undursamlegasta í veröldinni. Ekki misskilja mig, fullnægingar geta verið svakalega góðar en þær endast aðeins í nokkrar sekúndur og geta verið miskröftugar og því misfrábærar. Sumar fullnægingar komast á Richter-skalann en aðrar eru bara eins og hnerri. Þá eru fullyrðingar um raðfullnægingar og kynlíf sem endist í margar klukkustundir eitthvað ýkt og má stundum deila í slíkar sögur með þremur. Þess háttar sögur ættu því alls ekki að vekja hjá þér minnimáttarkennd. Hættu nú að lesa og farðu að njóta alls þess sem kynlíf hefur upp á að bjóða! Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles um síðustu helgi og að venju hefur mikið verið pælt í klæðnaði leikkvennanna. Pastellitir og fölir litatónar voru ríkjandi á rauða dreglinum í ár en inni á milli mátti sjá sterkari liti líkt og rauða kjóla January Jones og Christinu Hendricks. Tískuspekúlantar voru flestir sammála um að Gossip Girl stjarnan Leighton Meester og leik- konan Tilda Swinton hefðu verið á meðal þeirra best klæddu í ár. Meester klæddist föllituðum kjól frá Burberry á meðal Swinton kaus pils og skyrtu frá Jil Sanders. - sm Golden Globe verðlaunahátíðin var haldin síðustu helgi: FÖLIR LITIR OG EINFÖLD SNIÐ Mila Kunis Hin smávaxna leikkona hefur slegið í gegn með leik sínum í The Black Swan. Græni liturinn klæðir hana afskaplega vel. Catherine Zeta-Jones Kjóll Zeta- Jones var stór og mikill um sig, hún kaus grænan lit líkt og Kunis. January Jones Mad Men-leikkonan tók sig vel út í þess- um fallega, rauða kjól frá Versace. Christina Hendricks Samstarfskona Jones mætti einnig í rauðum kjól á há- tíðina. Hennar kjóll er þó örlítið íburðar- meiri en kjóllinn sem Jones klæddist. Leighton Meester Meester hefur löngum þótt mjög smekkleg og það sannaði hún í þessum fallega kvöldkjól frá Burberry. Tilda Swinton Hin breska Swinton var falleg í þessu ljósa dressi frá hönnuð- inum Jil Sanders, sniðið er látlaust og klæðilegt. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.