Fréttablaðið - 21.01.2011, Page 32

Fréttablaðið - 21.01.2011, Page 32
föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 21. JANÚAR 2011 Háir hælar eða flatbotna skór: Þar sem ég er ekkert rosalega hávaxin eru háir skór skemmtilegir við fínni tilefni en flatbotna klárlega dags daglega upp á þægindin. Ómissandi í snyrtibudduna: Er eiginlega ekki með neitt svar þar. Er ekki háð neinum sérstökum snyrtivörum og á ekki alltaf snyrtiveski. Tek bara tímabil, stundum á ég alls konar dót og stundum nenni ég ekkert að pæla í því. Uppáhaldsliturinn: Rauður. Hver eru nýjustu kaupin? Hef mjög lítið keypt síðustu mán- uði fyrir utan mismunandi skemmtilega osta í útlöndum, þá helst geitaosta. Hvað dreymir þig um að eign- ast? Íbúð. Land Rover Defend- er. Nýja tölvu. Flugvél og bát. Væri líka til í hund og kort með ótakmörkuðum flugmið- um hvert sem er. Hvaða lag kemur þér í gott skap? Alabama Arkansas með Edward Sharpe & The Magn- etic Zeros hefur verið það lag sem hefur bjargað skapinu upp á síðkastið. Uppáhaldshönnuður- inn: Mundi Vondi. Uppáhalds- drykkurinn: Undanrenna og Caipir- inha. YFIRHEYRSLAN Hrefna Hagalín, framleiðandi Hrefna rekur framleiðslu- fyrirtækið Krunk ásamt Krist- ínu Báru Haraldsdóttur. Þær framleiddu meðal annars stuttmyndina Knowledgy sem sýnd var á RIFF í fyrra. ÁN ILM– OG LITAR– EFNA EINSTAKAR HERRAVÖRUR • Rakgel án ilmefna sem tryggir áreynslulausan og öruggan rakstur. • Rakagefandi andlitskrem sem róar húðina eftir rakstur. • Ilmefnalaus svitalyktareyðir. Fæst í næsta apóteki.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.