Fréttablaðið - 21.01.2011, Side 38

Fréttablaðið - 21.01.2011, Side 38
22 21. janúar 2011 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Þórunnar Elísabetar Bogadóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Við skiptum þessu bara á hefðbundinn hátt. Hún heldur kofan- um og ég fæ aftur Kiss- plakötin mín! Hljómar vel! Hvað með Bergstein? Sameiginlegt forræði. Og bar- áttan gegn því að hann verði stuðningsmaður Manchester Unit- ed harðnar, það get ég sagt þér! Hvar ætlarðu að búa? Flyturðu inn til mömmu þinnar? Halló! Ég er að verða fertugur, ég flyt ekki inn til mömmu! Neinei, hvað ætlarðu að gera? Flytja inn til Bjartmars! Það eru tvö svefnher- bergi í íbúðinni fyrir ofan búðina. Kúl! Það tók sinn tíma í tilraunum en nú get ég staðið á höndum. Til ham- ingju. En frá... ... bært. Og ég þarf ekki einu sinni að styðja mig við vegginn lengur. Ég trúi því ekki að við séum bara tilbúin í skólann á réttum tíma! Eruð þið með jakka? Bakpoka? Heimavinnu? Já. Já. Já. Jesssss! Það tókst! Að vísu passa skórnir ekki saman... Heyrðu, ekki reyna að trufla mig með smá- atriðum þegar ég er að fagna. LÁRÉTT 2. sléttur, 6. í röð, 8. af, 9. suss, 11. fæddi, 12. miklu, 14. mynt, 16. skst., 17. poka, 18. umhyggja, 20. guð, 21. faðmur. LÓÐRÉTT 1. höfuð, 3. frá, 4. svölunar, 5. til sauma, 7. frilla, 10. sunna, 13. pili, 15. útungun, 16. bjargbrún, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. jafn, 6. aá, 8. frá, 9. uss, 11. ól, 12. stóru, 14. klink, 16. no, 17. mal, 18. önn, 20. ra, 21. fang. LÓÐRÉTT: 1. haus, 3. af, 4. fróunar, 5. nál, 7. ástkona, 10. sól, 13. rim, 15. klak, 16. nöf, 19. nn. Hinar þrjár blindu mýs voru allar sammála um að þetta kvöld fengu þær versta sushi sem þær hafa nokkurn tímann smakkað. Alli feiti Lifandi beita Veiðibúð Læt lífið koma mér á óvart – Ragnheiður Eiríksdóttir, Heiða í Unun, heldur upp á fertugs- afmæli með nýrri plötu, meistararitgerð og tónleikum. Hvað finnst Íslendingum um staðgöngumæðrun? – Úttekt á umdeildu álitamáli og niðurstaða nýrrar skoðana- könnunar. Gaman að verða leikari aftur – Þorsteinn Guðmundsson skrifar handritið og leikur aðal- hlutverkið í kvikmyndinni Okkar eigin Osló. Meðal annars efnis: Við tiltekt í bókaskápnum um daginn fann ég bók sem einhver hefur gefið mér fyrir nokkrum árum. Ég veit að ég keypti hana ekki sjálf, því þetta er sjálfs- hjálparbók og slíkar bækur eiga ekki neitt sérstaklega upp á pallborðið hér. Það var titill bókarinnar sem varð til þess að ég veitti henni athygli þá og nú, þó að hún hafi aldrei verið lesin. Já, titill pistilsins er líka titill bókarinnar. ÞAÐ er hálfgerð þjóðaríþrótt að finna að öllu milli himins og jarðar. Hægt er að kvarta yfir ótrúlegustu hlutum. Ég leyfi mér að fullyrða að undanfarin ár hafi ómældur tími farið í kvartanir yfir því sem var, því sem er og því sem verður. Ef ekki er verið að tala um hverjir settu landið á hausinn er talað um þau sem nú stjórna landinu og hvernig bæði niðurskurður og skuldir muni koma niður á okkur í framtíðinni. MISSKILJIÐ ekki, margt af þessu er mjög réttmætt og þarft. Ég hélt bara að hægt væri að stíga aðeins til baka og líta á heildar myndina, svona eftir allt sem dunið hefur á okkur. Að við hefðum alla- vega lært hvað það er sem skiptir máli. Og í mörgu hefur þetta tekist. En það virðist líka sem hér hafi skapast undar- legt umburðarlyndi gagnvart öllu mögu- legu ergelsi, litlu sem stóru. GOTT dæmi um þetta er ergelsi fólks vegna breytinga á sorphirðunni í höfuð- borginni. Þar er niðurskurður og hag- ræðing á dagskránni eins og alls staðar. Í stóru myndinni skiptir það samt ekki nokkru einasta máli þó að ruslið verði sótt á tíu daga fresti en ekki sjö, og að fólk þurfi að fara með ruslatunnurnar sínar að götunni. Þvert á móti þykir þetta hið eðlilegasta mál víða um hinn vestræna heim, enda litið svo á að það sé bara hluti af þátttöku í samfélagi. Fólk fer með tunnurnar og sækir þær aftur seinna sama dag. Flókið? ÞAÐ er nóg af stórmálum í okkar sam- félagi sem hægt er að einbeita sér að því að kvarta yfir. Niðurskurður á heilbrigðis- stofnunum er stórmál. Handtökur banka- manna eru stórmál. Fiskveiði stjórnun er stórmál og Evrópusambandsaðild er stór- mál. Í stóra samhenginu er það að fara með ruslatunnuna sína út á götu á tíu daga fresti alls ekki stórmál. Láttu ekki smámálin ergja þig

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.