Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 46
30 21. janúar 2011 FÖSTUDAGUR
Tónlist ★★★
Óskabarn þjóðarinnar
Ramses
Frelsari fæddur?
Ramses er listamannsnafn Guðjóns Arnar Ingólfssonar, rappara úr Kópa-
voginum. Óskabarn þjóðarinnar er hans fyrsta plata í fullri lengd, en hann
hefur verið að rappa síðan 1997 og sendi frá sér EP-plötuna Fátækari en þú
árið 2003. Auk þess að kenna sig við egypska faraóa gengur Guðjón undir
nafninu Hr. Skítsama.
Óskabarn þjóðarinnar er að mörgu leyti flott plata. Taktarnir grúva vel og
Ramses hefur fínt flæði. Hann á líka góða spretti í textunum. Það eru tvö
þemu sem ganga í gegnum plötuna. Annars vegar rappar Ramses um það
hvað hann er sjálfur frábær og hins vegar um stelpurnar sem hann hefur
verið með eða ætlar að vera með. Nema hvort tveggja sé. Þetta sjálfshól
er auðvitað ekkert nýtt í rappheiminum og hjá Ramsesi er það algjörlega
yfirkeyrt og oft bráðskemmtilegt. Ramses er ekki bara „kaldari en Svalbarði“
og „undrabarn“ heldur líka „frelsari fæddur“ og „framtíðin eins og Gylfi Þór
Sigurðsson“. Myndin sem Ramses dregur upp af kvenkyninu er að sama
skapi einföld og orðbragðið sem hann notar oft það gróft að það hæfir
ekki dagblaði eins og Fréttablaðinu. En þó að hann sé ekki að flækja málin
mikið hvað efnisinnihald textanna varðar kemst hann oft vel að orði og
samlíkingarnar sem hann notar eru margar frábærar. Hann er líka skemmti-
lega uppfærður. Ólafur Skúlason, John Terry og Guðmundur í Byrginu koma
allir við sögu … Ánægjuleg undantekning er lagið Manstu gamla daga þar
sem Ramses rifjar upp horfinn tíma. Gott lag.
Í laginu Leikmanna líf vitnar Ramses í Gin & Juice sem á vel við því það er
einhver partístemning yfir þessari plötu sem minnir á vesturstrandarrappið
á blómaskeiðinu. Á heildina litið fín plata. Góð innkoma hjá Ramsesi.
Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Rapparinn Ramses, „Strákurinn úr hverfinu“, með fína frum-
smíð.
Rapparinn Ramses fagnar
útgáfu fyrstu breiðskífu
sinnar í kvöld. Hann bland-
ar saman rappi og popptón-
list á plötunni, sem hann
segir nauðsynlegt ætli
menn að fá eitthvað út úr
harkinu.
„Ég er búinn að dunda mér við
þetta í tíu ár og er loksins að gefa
út alvörubreiðskífu,“ segir rappar-
inn Ramses, sem var þó gefið nafn-
ið Guðjón Örn Ingólfsson.
Ramses hefur sent frá sér plöt-
una Óskabarn þjóðarinnar. Hann
segist fara um víðan völl á plöt-
unni ásamt því að rappa digur-
barkalega um sjálfan sig. Eins og
rapparar gera.
Er þetta svo kryddað með kell-
ingum og djammi?
„Jájá. Það er nokkuð um það og
um hvað lífið er ljúft með þeim.
Svo fjalla ég um rappsenuna á
Íslandi og ýmislegt annað. Það er
erfitt að sigta eitthvað eitt út.“
Hipphopp-tónlist hefur upp
á síðkastið blandast saman við
hefðbundna popptónlist í ríkari
mæli en áður þekktist. Áhrifin
hafa rekið land á Íslandi sem kom
berlega í ljós á frábærri sólóplötu
Erps Eyvindarsonar, Blaz Roca,
sem kom út fyrir síðustu jól. Þá
hafa rapparar á borð við Didda Fel
og Emmsjé Gauta blandað saman
rappi og popptónlist með góðum
árangri. En er sama uppi á ten-
ingnum hjá Ramsesi?
„Já. Ég gerist sekur um það.
Platan er svolítið poppuð. Hún er
partívæn.“
Er nokkuð að því?
„Nei. Það er bara flott. Maður
verður að gera það. Stefnan er
svona og ef maður ætlar að fá eitt-
hvað út úr þessu þarf maður að
fara í þessa átt í bland við gamla,
góða fílinginn.“
Spurður hvort hann skjóti á aðra
rappara á plötunni segist Ramses
vera voðalega lítið í því. „Allavega
á þessari plötu,“ segir hann. „Ég
nenni ekki að standa í því. Þetta
er svo lítil og veik sena eins og er
að mér finnst að fólk eigi frekar
að standa saman í staðinn fyrir að
skjóta á hvert annað.“
Ramses heldur útgáfutónleika í
Risinu (gamla Glaumbar) í kvöld
klukkan 23. 500 krónur kostar
inn á tónleikana, en ef sex stelpur
mæta saman í hóp fá þær frítt inn.
DJ Kocoon er plötusnúður kvölds-
ins og á meðal þeirra sem koma
fram ásamt Ramsesi eru Diddi Fel,
Mælginn, Orri Err og KáEffBé.
atlifannar@frettabladid.is
Óskabarn þjóðarinnar
EKKERT VESEN Ramses skýtur ekki á aðra rappara á nýju plötunni og segir þá verða að standa saman. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ricky Gervais býst ekki við því
að kynna Golden Globe verð-
launin í þriðja sinn. Spurður
hvort hann myndi taka að sér
verkefnið ef hann yrði beðinn
um það sagðist grínistinn ekki
reikna með því. „Ég sagðist ekki
ætla að gera þetta í annað sinn
en núna held ég að tvö skipti séu
nóg,“ sagði hann. Mörgum þótti
Gervais ganga of langt í gríninu.
„Ég get ekki beðið eftir því að
þeim sem fannst ég ganga of
langt sjái uppistandssýningarnar
mínar. Þeir munu fara yfir um.“
Á meðal þeirra sem hafa stutt
við bakið á Gervais er Playboy-
kóngurinn Hugh Hefner, sem var
einn þeirra sem hann gerði grín
að.
Hættur að
kynna Globe
RICKY GERVAIS Grínistinn býst ekki við
því að kynna Golden Globe aftur.
-H.S, MBL-K.G, FBL
SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is
Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ
THE GREEN HORNET 3D kl. 8 - 10.10
BURLESQUE kl. 8
ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 6
THE TOURIST kl. 10.10
GAURAGANGUR KL. 6
12
L
L
12
7
Nánar á Miði.is
THE GREEN HORNET 3D kl. 5.25 - 8 - 10.35
THE GREEN HORNET 3D LÚXUS kl. 5.20 - 8 - 10.35
BURLESQUE kl. 8 - 10.35
ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 3.30
THE TOURIST kl. 5.40 - 8 - 10.20
GULLIVER´S TRAVELS 3D kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10
GAURAGANGUR KL. 5.50
MEGAMIND 3D ÍSL. TAL KL. 3.40
NARNIA 3 3D KL. 3.30
12
12
L
L
12
L
7
L
7
BURLESQUE KL. 8 - 10.30
GAURAGANGUR KL. 5.50 - 8 - 10.10
EINS OG HINIR kl. 6 Enskur texti
BARA HÚSMÓÐIR kl. 10.15 Enskur texti
HVÍTAR LYGAR kl. 5.20 Íslenskur texti
ÆVINTÝRI ADÉLE BLANC-SEC kl. 8 Íslenskur texti
LEYNDARMÁL KL. 10 Enskur texti
L
7
L
L
L
L
L
HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR
5%
5%
TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Á
WWW.SAMBIO.IS
„hláturvöðvarnir munu halda
veislu í einn og hálfan tíma“
- Politiken
V I P
14
14
L
L
L
L
L
L
L
L
L
10
10
14
12
12
12
12
12
12
TANGLED-3D ísl tal kl. 5:50
YOU AGAIN kl. 8
ROKLAND kl. 10:10
KLOVN kl. 5:50 - 8 - 10:10
KLOVN - THE MOVIE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20
KLOVN - THE MOVIE kl. 8 - 10:20
ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI-3D ísl. Tali kl. 3:40 - 5:50
ROKLAND kl. 5:40 - 8 - 10:20
YOU AGAIN kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20
HEREAFTER kl. 5:30 - 8 - 10:40
MEGAMIND-3D M/ ísl. Tali kl. 3:40
HARRY POTTER kl. 8
LIFE AS WE KNOW IT kl. 10:40
L
L
L
L
14KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 9 - 10:10
ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI-3D M/ ísl. Tali kl. 4:10 - 6:20
TANGLED-3D (Ótextuð) M/ Ensku kl. 3:40 - 8
YOU AGAIN kl. 5:50 - 8 - 10:20
MEGAMIND M/ ísl. Tali kl. 3:40
ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI-3D ísl. Tali kl. 3.30 og 5.45
GREEN HORNET-3D kl. 5 - 8 og 10.40
KLOVN: THE MOVIE kl. 5.45 - 8 og 10.15
ROKLAND kl. 8 og 10.30
GUILIVERS TRAVEL-3D kl. 3.30 og 5.45
HEREAFTER kl. kl. 8
TRON: LEGACY-3D kl. 10.40
MEGAMIND-3D M/ ísl. Tali kl. 3.30
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG!
SPENNANDI ÆVINTÝRI SEM FÆR
ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI.
FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
„skemmtileg fyndin og
spennandi“
- BOXOFFICE MAGAZINE
- bara lúxus
Sími: 553 2075
SAW 3D - ÓTEXTUÐ 8 og 10 16
ALFA OG ÓMEGA 3D - ISL TAL 4 og 6 L
THE GREEN HORNET 3D 8 og 10.20 12
LITTLE FOCKERS 4, 6, 8 og 10 L
ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI 3D 4 og 6 L