Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.01.2011, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 21.01.2011, Qupperneq 47
FÖSTUDAGUR 21. janúar 2011 Frönsk kvikmyndahátíð er hafin í Háskólabíói og stendur hún yfir til 3. febrúar. Hátíðin heldur svo áfram í Borgarbíói á Akureyri 12. til 16. febrúar. Nýjasta mynd leikstjórans Luc Besson, Ævintýri Adèle Blanc- Sec, er sýnd á hátíðinni. Hún byggir á vinsælum teiknimynd- um eftir Jacques Tardi. Allt er á öðrum endanum í París árið 1912. 136 milljóna gamalt flugeðl- uegg hefur klakist út á hillu í náttúrugripasafninu Jardin des Plantes. Risaeðla er komin á ról og borgarbúar eru skelfingu lostnir. Hin unga og skelegga fréttakona Adèle er þó hvergi bangin og lendir í alls kyns óvæntum ævintýrum. Besson vakti fyrst athygli með myndunum Subway árið 1985 og The Big Blue sem kom út þremur árum síðar. Vinsæl mynd um leigumorð- ingjann Nikitu fylgdi svo í kjöl- farið, auk hinnar vel heppn- uðu Leon. Besson reyndi fyrir sér í Holly- wood með endurgerð Nikitu sem nefndist Point of No Return, hasar myndinni The Fifth Elem- ent með Bruce Willis í aðalhlut- verki og svo stórmyndinni Joan of Arc árið 1999. Sú síðastnefnda olli miklum vonbrigðum í miða- sölunni og síðan þá hefur Besson ekkert leikstýrt í Hollywood. Þess í stað hefur hann einbeitt sér að framleiðslu og handritaskrifum, aðallega heima í Frakklandi. Á meðal ann- arra áhuga - verðra mynda á kvikmynda- hát íðinni er opnunarmyndin Bara hús móðir með Catherine Deneuve og Gér- ard Depardieu í aðalhlutverk- um og hin hrífandi Velkomin sem sló í gegn í Frakk- landi árið 2009. - fb Ný ævintýramynd frá Luc Besson sýnd LUC BESSON Nýjasta mynd Besson byggir á vinsælum teiknimyndum eftir Jacques Tardi. NORDICPHOTOS/GETTY ANNE HATHAWAY Leikkonan spreytir sig á Kattarkonunni í The Dark Knight Rises. NORDICPHOTOS/GETTY Anne Hathaway mun leika Sel- inu Kyle og hennar annað sjálf, Kattarkonuna, í þriðju Batman- myndinni, sem nefnist The Dark Knight Rises. Hathaway, sem er 28 ára, fylgir þar í fót- spor Michelle Pfeiffer og Halle Berry sem hafa báðar spreytt sig á sama hlutverki. „Hatha- way verður frábær viðbót við leikaraliðið okkar á sama tíma og sagan okkar er að verða að veruleika,“ sagði leikstjórinn Christopher Nolan. Tom Hardy, sem lék í mynd Nolans, Incept- ion, leikur illmennið Bane í The Dark Knight Rises. Christian Bale verður sem fyrr í hlut- verki skikkjuklæddu hetjunnar. Myndin er væntanleg í bíó 20. júlí á næsta ári. Kattarkonan Hathaway Það er siminn.is Þá getur þú hlustað á Bestu lögin í tölvunni á 0 kr. í dag. Þú finnur Bestu lögin á bestulogin.siminn.is Ertu með Internetið hjá Símanum? Pssst! Á e kk i vi ð u m 3 G n et te ng in gu m eð n et ly kl um . G re ið a þa rf m án að ar gj al d fy ri r ne tt en gi ng u sk v. g ja ld sk rá . Frábærir föstudagar með Símanum E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 8 5 1 BÍTIÐ MEÐ HEIMI OG KOLLU ALLA VIRKA DAGA KL. 6.50 Morgunhanarnir Heimir og Kolla vakna eldhress í bítið með fjölbreyttan dægurmálaþátt á léttum nótum. Fylgstu með fréttum og taktu púlsinn á þjóðmálunum, íþróttunum og öllu hinu strax í bítið. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN VERTU MEÐ VIÐSKIPTIN Í RASSVASANUM Meiri Vísir. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.