Fréttablaðið - 21.01.2011, Side 50
34 21. janúar 2011 FÖSTUDAGUR
Leikur Íslands og Noregs
í Linköping í gær minnti
meira á góðan bardaga en
handbolta lengi vel. Þar
reyndust íslensku skylm-
ingaþrælarnir mun sterk-
ari. Þeir unnu alla leiki
riðilsins og fara í milliriðil
með fullt hús.
Strákarnir okkar eru engum líkir.
Þeir eru ekki bara frábærir í hand-
bolta heldur kunna þeir að berja
frá sér þegar þess þarf. Norðmenn
reyndu að vera með stæla við þá í
gær en áttu ekkert í íslenska liðið
þegar á hólminn var komið. Eftir
harðan bardaga framan af reiddu
íslensku strákarnir til höggs með
afli og eftir lágu Norðmenn óvíg-
ir.
Lokatölur í gær voru 29-22 eftir
að jafnt hafði verið í hálfleik, 12-
12. Þetta var einhver harðasti
leikur sem undirritaður hefur séð
og gaf hvorugt liðið nokkuð eftir
í þeim efnum. Í stöðunni 20-18
skildu aftur á móti leiðir. Ísland
skoraði átta mörk gegn einu frá
Norðmönnum á sjö mínútna kafla
og slátraði leiknum.
Varnarleikurinn, markvarslan,
grimmdin, baráttan og vinnslan
í síðari hálfleik var með hrein-
um ólíkindum og það er magnað
að halda þessu sterka norska liði
í aðeins tíu mörkum í síðari hálf-
leik. Norðmenn áttu nákvæmlega
engin svör við varnarleik íslenska
liðsins. Ef þeir komu síðan skoti
á markið varði Björgvin en hann
varði eins og berserkur í síðari
hálfleik.
Sverre og Ingimundur eru að
verða eitt besta varnarpar heims
og Alexander Petersson er ekki
mikið síðri við hliðina á þeim.
Þessir þrír hafa allir átt algjöra
stórleiki hér í Svíþjóð. Allir aðrir
eru einnig að skila frábærri varnar-
vinnu.
Róbert Gunnarsson stóð heldur
betur í ströngu í þessum leik og var
magnaður. Skoraði flottasta mark
mótsins og fiskaði hvert vítakastið
á fætur öðru. Norsku varnarmenn-
irnir áttu fullt í fangi með hann og
réðu ekki við verkefnið. Frábært
að sjá Róbert í svona formi.
Snorri Steinn Guðjónsson var
einnig algjörlega frábær. Stýrði
sóknarleiknum eins og hershöfð-
ingi og skoraði mikilvæg mörk.
Aron átti frábæra innkomu, Alex-
ander er alltaf stórkostlegur og
hefur eingöngu átt stórleiki á
þessu móti. Svona mætti áfram
telja því það lögðu allir sín lóð á
vogarskálarnir og árangurinn
talar sínu máli.
Fimm sigurleikir í röð, fullt hús
og inn í milliriðil með fjögur stig.
Staða liðsins er afar vænleg og
þetta íslenska lið er til alls líklegt.
Miðað við stöðuna sem liðið er búið
að koma sér í verða það mikil von-
brigði að komast ekki í undanúrslit
og leika til verðlauna þriðja mótið
í röð.
Ef strákarnir halda aftur á móti
áfram að spila eins og þeir hafa
gert hingað til hef ég ekki nein-
ar áhyggjur af framhaldinu. Þetta
íslenska lið hefur alla burði til þess
að endurskrifa íslenska handbolta-
sögu í Svíþjóð.
Íslensku skylmingaþrælarnir
vógu Norðmenn
MEÐ VINSTRI Aron Pálmarsson skoraði nokkur gullfalleg mörk í gær – þar á meðal þetta hér er hann vippaði yfir Steinar Ege í
marki Norðmanna með vinstri hendi. Eitt af afar fáum sem hann skorar þannig. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Heimsmeistarakeppnin
Í HANDBOLTA 2011
Henry Birgir
Gunnarsson
og Valgarður
Gíslason
fjalla um HM í Svíþjóð
henry@frettabladid.is - valgard.gislason@365.is
HM 2011 í Svíþjóð
A-RIÐILL
Egyptaland - Barein 26-27
Þýskaland - Túnis 36-26
Frakkland - Spánn 28-28
LOKASTAÐAN
Frakkland 5 4 1 0 159-106 9
Spánn 5 4 1 0 139-110 9
Þýskaland 5 3 0 2 151-125 6
Túnis 5 1 0 4 114-137 2
Egyptaland 5 1 0 4 115-139 2
Barein 5 1 0 4 105-166 2
B-RIÐILL
Brasilía - Japan 32-33
Ísland - Noregur 29-22
Austurríki - Ungverjaland 30-32
LOKASTAÐAN
Ísland 5 5 0 0 157-119 10
Ungverjaland 5 4 0 1 148-133 8
Noregur 5 3 0 2 139-139 6
Japan 5 2 0 3 141-161 4
Austurríki 5 1 0 4 144-148 2
Brasilía 5 0 0 5 131-163 0
MILLIRIÐILL 1
Spánn - Noregur Laugardag
Þýskaland - Ísland Laugardag
Frakkland - Ungverjaland Laugardag
STAÐAN
Ísland 2 2 0 0 61-48 4
Frakkland 2 1 1 0 58-51 3
Spánn 2 1 1 0 54-52 3
Ungverjaland 2 1 0 1 52-55 2
Þýskaland 2 0 0 2 47-56 0
Noregur 2 0 0 2 45-55 0
C-RIÐILL
Alsír - Ástralía 27-18
Króatía - Danmörk 29-34
Serbía - Rúmenía 28-38
LOKASTAÐAN
Danmörk 5 5 0 0 181-117 10
Króatía 5 3 1 1 148-109 7
Serbía 5 2 1 2 139-139 5
Alsír 5 2 0 3 100-109 4
Rúmenía 5 2 0 3 100-109 2
Ástralía 5 0 0 5 77-180 0
D-RIÐILL
Suður-Kórea - Slóvakía 31-26
Argentína - Síle 35-25
Pólland - Svíþjóð 21-24
LOKASTAÐAN
Svíþjóð 5 4 0 1 142-112 8
Pólland 5 4 0 1 143-123 8
Argentína 3 1 1 1 133-114 7
Suður-Kórea 5 2 1 2 137-128 5
Slóvakía 5 0 1 4 128-156 1
Síle 5 0 1 4 117-167 1
MILLIRIÐILL 2
Króatía - Argentína Laugardag
Serbía - Svíþjóð Laugardag
Danmörk - Pólland Laugardag
STAÐAN
Danmörk 2 2 0 0 69-56 4
Argentína 2 1 0 1 50-46 2
Svíþjóð 2 1 0 1 46-48 2
Pólland 2 1 0 1 45-47 2
Króatía 2 0 1 1 53-58 1
Serbía 2 0 1 1 51-59 1
Iceland Express deild karla
Stjarnan - Keflavík 92-102 (41-42)
Stig Stjörnunar: Jovan Zdravevski 24, Renato
Lindmets 23, Justin Shouse 22/5 fráköst/12
stoðsendingar, Kjartan Atli Kjartansson 9, Fannar
Freyr Helgason 8, Marvin Valdimarsson 5, Daníel
G. Guðmundsson 1.
Stig Keflavíkur: Thomas Sanders 32, Magnús
Þór Gunnarsson 26, Hörður Axel Vilhjálmsson
16/9 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður
Gunnar Þorsteinsson 9, Þröstur Leó Jóhannsson
8, Halldór Örn Halldórsson 3, Gunnar Einarsson
3, Gunnar H. Stefánsson 3, Jón Nordal 2.
Grindavík - Tindastóll 77-66 (44-35)
Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 26/11
fráköst/5 stoðsendingar, Guðlaugur Eyjólfsson
15/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 13/4 frák-
öst, Ryan Pettinella 8/9 fráköst, Ólafur Ólafsson
8/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/6 fráköst,
Ármann Vilbergsson 3.
Stig Tindastólls: Hayward Fain 20/9 fráköst/5
stolnir, Helgi Rafn Viggósson 18/6 fráköst, Drag-
oljub Kitanovic 15, Sean Kingsley Cunningham
6/8 fráköst/5 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson
4, Friðrik Hreinsson 3.
Haukar - KR 74-106 (27-59)
Stig Hauka: Semaj Inge 22/5 fráköst, Örn
Sigurðarson 13/5 fráköst, Haukur Óskarsson 10,
Davíð Páll Hermannsson 8, Gerald Robinson 7/9
fráköst, Sveinn Ómar Sveinsson 6/5 fráköst, Emil
Barja 4/4 fráköst/6 stoðsendingar, Óskar Ingi
Magnússon 2, Sævar Ingi Haraldsson 2.
Stig KR: Marcus Walker 35, Pavel Ermolinskij
12/8 fráköst/8 stoðsendingar, Brynjar Þór
Björnsson 10, Hreggviður Magnússon 10, Finnur
Atli Magnússon 8, Ólafur Már Ægisson 8, Fannar
Ólafsson 6/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5,
Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Páll Fannar Helga-
son 5, Martin Hermannsson 2.
ÚRSLITIN Í GÆR
HM 2011 „Ég var afskaplega ánægð-
ur með þennan leik. Það var hart
tekist á og bæði lið fórnuðu sér.
Þetta var gríðarlega fastur varn-
arleikur. Sóknarleikurinn var ekki
upp á það besta í fyrri hálfleik
en snarbatnaði í síðari hálfleik.
Varnar leikurinn varð enn betri og
markvarslan var náttúrlega bara
stórkostleg hjá Björgvini,“ sagði
afar sáttur landsliðsþjálfari, Guð-
mundur Guðmundsson.
„Það var okkar markmið að fara
með hámarksstigafjölda í milli-
riðil og má upplýsa það núna. Nú
tökum við annað markmið sem
við höfum út af fyrir okkur. Þar
gildir samt áfram það sama, að
taka einn leik í einu. Nú fáum við
enn sterkari andstæðinga og þar
verður bitist um hvern einasta
punkt.“
Hornamaðurinn Þórir Ólafsson
skilaði enn einum fínum leik í hús í
gær og var brosmildur eftir leik.
„Við vorum grimmir allan leik-
inn og það fór í pirrurnar á þeim.
Við náðum að berja á þeim og í
sókninni vorum við klókari. Við
vissum að við fengjum færi þó svo
að þeir hafi reynt að slátra okkur.
Vorum þolinmóðir og létum bolt-
ann ganga,“ sagði Þórir.
„Vörnin var náttúrlega stórkost-
leg. Sverre og Diddi vinna þvílíka
vinnu og Bjöggi kemur svo með.
Þessi leikur var mikil slagsmál.
Þeir voru búnir að pumpa þetta
upp í blöðunum en við sýndum að
við erum betri.“ - hbg
Guðmundur Guðmundsson og Þórir Ólafsson eftir sigurleikinn á móti Norðmönnum í gærkvöldi:
Höldum næsta markmiði fyrir okkur
TAKK FYRIR MIG, DIDDI Guðmundur Guðmundsson fagnar með strákunum eftir
leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HM 2011 Ísland er eitt í efsta sæti
milliriðils 1 eftir að Spánverjar
náðu ótrúlegu jafntefli gegn
Frakklandi í lokaleik A-riðils.
Ísland hlaut fullt hús stiga í B-riðli
og fer því með fjögur stig með sér
í milliriðilinn.
Frakkland og Spánn voru bæði
með fullt hús stiga fyrir leik lið-
anna í gær. Þar sem þau skiptu
með sér stigunum í honum fara
bæði lið með þrjú stig í milliriðil-
inn. Ungverjar koma næstir með
tvö en Þýskaland og Noregur eru
með ekkert. Ísland mætir Þýska-
landi í fyrsta leik í milliriðlinum á
laugardaginn.
Frakkar voru með unninn leik í
höndunum í gær og sex marka for-
ystu, 27-21, þegar rúmar átta mín-
útur voru eftir. Jose Hombrados
varði þá vítakast fyrir Spánverja
og leikurinn snerist einfaldlega
við. Frakkar skoruðu ekki mark á
síðustu fimm mínútunum og Spán-
verjar náðu að minnka muninn.
Gestgjafar Svía tóku sig saman
í andlitinu í gær og unnu góðan
sigur á Pólverjum í D-riðli. Á
sama tíma vann Danmörk sigur
á Króatíu og er eina liðið, auk
Íslands, sem fer með fullt hús stiga
í milliriðlakeppnina.
Riðlakeppninni lauk í gær og má
sjá úrslit úr öllum riðlunum, auk
stöðunnar í báðum millriðlunum
eins og hún er nú, í úrslitayfirlit-
inu hér til hliðar. - esá
Ótrúlegur endasprettur hjá Spánverjum gegn Frökkum í A-riðli sem breytir landslaginu í milliriðli Íslands:
Ísland í efsta sætinu í milliriðlinum
ÓTRÚLEG ÚRSLIT
Frakkar töpuðu óvænt stigi í leiknum
gegn Spáni í gær. Hér eru Nikola Kara-
batic og Ruben Garabaya að takast á.
NORDICPHOTOS/AFP
Ísland-Noregur 29-22 (12-12)
Mörk Íslands (Skot): Snorri Steinn Guðjónsson 7/3 (11/3), Alexander Petersson 5
(8), Aron Pálmarsson 4 (9), Guðjón Valur Sigurðsson 3 (6), Ólafur Stefánsson 3 (6),
Þórir Ólafsson 3/1 (4/2), Róbert Gunnarsson 2 (2), Ingimundur Ingimundarson 1 (1),
Arnór Atlason 1 (3), Björgvin Páll Gústavsson 0 (1).
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 21 (42/3, 50%), Hreiðar Levy Guðmundsson 0
(1/1). Hraðaupphlaupsmörk: 9 (Guðjón Valur 2, Alexander 2, Ólafur 2, Róbert, Ingi-
mundur, Þórir) Fiskuð víti: 5 (Róbert 4, Guðjón Valur) Brottvísanir: 10 mínútur