Fréttablaðið - 24.01.2011, Síða 12

Fréttablaðið - 24.01.2011, Síða 12
12 24. janúar 2011 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Samtök sem vilja styðja efnalitla einstaklinga og fjölskyldur hafa verið mikið til umræðu í samfélaginu. Það er enginn vafi á því að þessi sam- tök vilja hjálpa fólki sem lent hefur í vanda. Það eru margar leiðir til að hjálpa og það er vandi að hjálpa. Markmiðin eru stundum skýr og stundum ekki. Hjálpina þarf að skipuleggja og setja henni reglur til að tryggja að þau úrræði, fjármunir eða matur sem er til staðar nýtist sem best og komi þeim til góða sem mest þurfa á hjálp að halda. En markmið hjálparstarfs til lengri tíma litið þarf að vera hjálp til sjálfshjálpar annars er fólk gert ómyndugt og ósjálf- bjarga. Nú standa þau hjálparsamtök sem veitt hafa nauðstöddum á Íslandi aðstoð í formi daglegra nauðsynjavara á tíma- mótum. Það er engin framtíð í óbreytt- um starfsháttum. Eitt af markmiðunum hefur hljómað þannig: „Eyðum biðröð- unum strax!“ Næsta spurning hlýtur að vera hvernig? Svarið er margþætt og um það eru skiptar skoðanir. Eitt er að hið opinbera komi með framfærslu- viðmið sem félagsþjónustan þarf að uppfylla. Þó að þetta viðmið verði sett mun tekjulágt fólk geta lent í vandræðum við skyndilega aukin útgjöld. Þar geta hjálparsamtök komið inn og stutt fólk eða sinnt langvar- andi aðstoð. Að vera öryrki eða atvinnu- laus er ekki sama sem að vera fátæk manneskja en það er erf- itt fyrir marga að framfleyta sér til lang- frama á bótum og þá sérstaklega þegar eitthvað óvænt kemur upp á. Hvernig geta hjálparsamtök stutt þetta fólk sem eykur lífsgæði þeirra en ekki gefið þeim bara mat í poka? Eitt er ráðgjöf t.d. um fjármál, aðstoð við að kaupa gleraugu, lyf eða greiða niður kostnað við tóm- stundaiðkun. Svo getur vel verið að aukið félagsstarf sé það sem helst vantar meðal öryrkja. Gætu þessar hugmyndir verið eitthvað af því sem kemur til greina fyrir hjálparsamtök að beina starfi sínu að þegar endurmeta þarf starfsaðferðir? Ég hvet öll hjálparsamtök á Íslandi að vera opin fyrir að finna nýjar leiðir í hjálparstarfi og vinna saman að því. Það er vandi að hjálpa! Hjálparstarf Ragnheiður Sverrisdóttir Verkefnisstjóri á biskupsstofu og virkur þátttakandi í Hjálparstarfi kirkjunnar 21. aldar stjórnmál Sú gagnrýni heyrist reglulega á stjórn- málin og raunar hið opinbera almennt að hjá ríkinu séu menn svifaseinir að tileinka sér nýjungar. Hvort það er rétt skal ósagt látið en í vikunni komu fram vísbendingar um að stjórnmálin hér stefni þrátt fyrir allt inn í 21. öldina. Þannig fannst tölva á tómri skrifstofu á Alþingi sem virðist hafa verið sett upp með það að markmiði að stelast í upp- lýsingar á innra neti Alþingis. Búið var að má öll auðkenni af tölvunni og jafnvel talið að hún hafi verið sett upp þannig að gögnin hyrfu ef slökkt væri á henni. Ekki er vitað hver kom tölvunni fyrir en sá er greinilega ansi tæknivæddur. Barist um ESB á netinu Baráttumenn gegn ESB-aðild, sem er stundum legið á hálsi fyrir að vera gamaldags, virðast sömuleiðis vera að tæknivæðast. Á laugardag réðust nefni- lega tölvuþrjótar á heimasíðuna thjod. is en þar hefur verið að finna safn af myndböndum þar sem Evrópusinnaðir Íslendingar útskýra af hverju þeir telja að Ísland eigi að ganga í ESB. Reyndar er allsendis óvíst hver var þarna að verki en kenn- ingin um andstæð- inga ESB-aðildar er skemmti- leg. Netríkið Ísland Þessar fréttir benda óneitanlega til þess að markmið ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokks og Samfylk- ingar frá 2008 um netríkið Ísland sem ná átti fram á árunum 2008 til 2012 séu á áætlun. Stjórnmálaklækirnir virðast í það minnsta vera komnir á netið og það ári á undan áætlun! magnusl@frettabladid.is Það er engin framtíð í óbreyttum starfsháttum. M eirihluti þjóðarinnar, nærri tveir af hverjum þremur, vill að aðildarviðræðum við Evrópusambandið ljúki með samningi sem kosið verði um í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var um miðja síðustu viku. Í sömu skoðanakönnun var spurt um fylgi flokka. Ekki vildi nema rétt rúmur helmingur taka afstöðu til þess hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga en þegar kom að spurningunni um áframhald viðræðna um Evrópusambandsaðild tóku 87,5 prósent aðspurðra afstöðu. Nærri því níu af hverjum tíu taka afstöðu til þessarar spurningar, sem gerir niðurstöðuna enn afdráttar lausari en ella. Niðurstaða skoðanakönnunar- innar segir ekki til um það hvort svarendur eru hlynntir Evrópu- sambandsaðild eða ekki. Þessir tveir þriðju hlutar svarenda eru bara afdráttarlaust hlynntir þeim lýðræðislega framgangi mála að viðræðurnar fái að hafa sinn gang og ljúka með samningi sem lagður verði í dóm þjóðarinnar. Þetta er enda í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og sam- þykktar meirihluta alþingismanna sumarið 2009. Vonandi munu stjórnarandstöðuþingmenn, bæði innan og utan ríkisstjórnarflokka, hlýða á þessi skilaboð og taka mark á þeim. Næg eru verkefnin þótt ekki sé þrefað um að aðildarviðræðum við ESB verði hætt í miðju kafi. Það er í það minnsta ljóst að þeir þingmenn sem það gera tala ekki máli meirihluta þjóðarinnar. Sjálfstæðis menn og framsóknarmenn sem tala fyrir slitum aðildarviðræðna gera það vissulega í umboði um helmings kjósenda sinna, minnkandi hóps þó, samkvæmt skoðanakönnuninni. Vinstri grænir þingmenn sem tala fyrir slitum á viðræðum hafa samkvæmt könnuninni innan við 33 prósent kjósenda flokksins á bak við sig en meðal þeirra sem segjast mundu kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð ef gengið yrði til kosninga nú hefur stuðningur við áframhald aðildarviðræðna aukist mest frá því að síðast var spurt sömu spurningar, í skoðanakönnun Fréttablaðsins í september síðastliðinn. Vissulega eru sterkir og valdamiklir hagsmunahópar og -samtök sem ekki virðast kæra sig um að þjóðin fái að sjá hvað samningur um aðild að Evrópusambandinu felur í sér, til dæmis bæði samtök útgerðarmanna og bænda. Þessir hópar hafa býsna hátt og má velta því fyrir sér hver sé ástæða þess að þeim er svo umhugað um að samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu líti ekki dagsins ljós, að kjósendur fái ekki að sjá niðurstöðu aðildarviðræðna og taka á þeim grundvelli afstöðu til aðildar. Þessi sjónarmið eiga sér síðan fleiri talsmenn í hópi þingmanna en ætla mætti miðað við afstöðu almennra kjósenda. Þessir þing- menn mættu eyða kröftum sínum í uppbyggilegri hluti en karp um slit á aðildarviðræðum. Hvers vegna óttast þeir að þjóðin fái að velja á grundvelli fyrirliggjandi samnings? Meirihluti vill fá að kjósa um aðild að ESB að loknum samningaviðræðum. Friður fáist til að ljúka viðræðum SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.