19. júní - 19.06.1955, Blaðsíða 22
hvert og eitt, að koma á fullu launajafnrétti karla
og kvenna. Jafnframt var málinu vísað til Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar til athugunar og af-
greiðslu. Var safnað um það skýrslum frá aðildar-
ríkjunum, málið rætt mikið og gerð samþykkt,
sem nefnd er jafnlaunasamþykktin frá 1951. í sam-
þykktinni var ákveðið:
1. að hvert aðildarríki skuli stuðla að því og
tryggja það með þeirn aðferðum, sem hafðar eru
um ákvörðun launataxta, að reglan um jöfn laun
til karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf taki til
alls starfsfólks.
2. að þessari reglu verði komið á með lögum eða
reglugerðum eða með heildarsamningum milli
vinnuveitenda og verkamanna.
3. að þar sem slíkt rnyndi greiða fyrir því, að
ákvæðum samþykktarinnar sé framfylgt, skuli gera
ráðstafanir til að koma á óvilhöllu mati á störfum.
Þessi samþykkt gekk í gildi fyrir um það bil
tveim árum, eða í nui 1953, og hafa þegar nokkur
ríki fullgilt hana.
Jafnlaunasamþs kktin skýrir sig sjálf. Hún segir,
að ríkin eigi á þann Iiátt, sem vcnjan er að ákvarða
iaunataxta, með lagasetningum, reglugerðum og
samningmu milli vinnuveitenda og verkafólks, að
koma á iaunajafnrétti karla og kvenna. Einnig er
rætt um mat á vinnu.
Til þess að geta fullgilt þessa samþykkt, þarf
hvert ríki að hafa tryggt það, að fullkomið launa-
jafnrétti sé komið á innan árs frá fullgildingunni.
íslendingar liafa ekki fullgilt samþykktina ennþá,
en á Alþingi 1954 var samþykkt þingsályktnn um
staðfestingu þessarar samþykktar og var hún á þá
leið, að Alþingi ályktaði að skora á ríkisstjórnina
að undirbúa nauðsynlegav ráðstafanir til þess, að
samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nm
jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæta
vinnu geti orðið staðfest á íslandi.
Engar fregnir hafa borizt af þeim undirbúningi.
sem ályktunin gerir ráð fyrir, en hann hlýtur, hve-
nær sem hann verður gerður, að liggja annað hvort
í því, að sett verði lög um fullkomið launajafnrétti
karla og kvenna eða að gerðir verði um það heild-
arsamningar milli verkafólks og atvinnurekenda,
eða ef til vill aðþessar leiðir verði farnar samtímis.
Hvernig eigum við að vinna að fullu launajafnrétti?
Þetta mál, „jöfn laun karla og kvenna fyrir jafn-
verðmæt störf“, er þannig, að konur geta mikið að
því unnið.
8
Það var fyrir þrotlausa baráttu mætra kvenna
innan hinna alþjóðlegu samtaka, sem þingS. Þ. tók
málið þeim tökum, sem það gerði. Nú er það kom-
ið heirn til aðildarríkjanna og konur í liverju því
landi þar sem jafnlaunasamþykktin liggur fyrir til
fullgildingar liafa nú, hver á sínu sviði, það verk-
efni að undirbúa jarðveginn fyrir fullgildinguna,
í stéttarfélögunum, í stjórnmálaflokkunum, á Al-
þingi og í ríkisstjórn. Jafnframt þarf að vinna mál-
inu almennt fylgi.
Konur þurfa æ meira og meira að gera sig hæfar
til hinna vandasamari starfa, og — ef þær á annað
borð vinna utan heimilis síns — að beita þekkingu
sinni og orku til þess að komast í fremstu röð á
vinnumarkaðinum.
Lög um jafnan rétt til starfa og reglur um sömu
laun fyrir sömu vinnu, verða því aðeins til gagns
fyrir konur, að þær kappkosti að þroska sig í starfi
sínu og sýni þann metnað, að vilja taka að sér
ábyrgðarstörf og löngun til að vanda þau.
Launajafnréttið er á leiðinni. Það getur komizt
á innan lítils tíma og það getur líka átt nokkurn
aðdraganda ennþá. Konur munu allar vilja stuðla
að því, að áfanganum um jöfn laun karla og kvenna
verði náð sem fyrst. Það geta þær gert með því að
vinna málinu fylgi, hvar sem þær hafa áhrif og
einnig með því að gera kröfur til sjálfra sín og
verða samkeppnisfærar í hverju því starfi, sem þær
eru í, eða þær kunna að fá í sambandi við nýjar
reglur og bætta aðstöðu í atvinnulífinu.
KOSNINGARRÉTTUR KVENNA í SVISS
Eins og flestum er kunnugt, er Sviss eina landið
í F.vrópu, sem ennþá neitar konnm um kosningar-
rétt. Svissneskar konur Iiafa í 48 ár barizt eins og
ljón fyrir þessnm sjálfsögðu mannréttindum. Og
þess munu fá dæmi, að menn í pólitískri baráttu
liafi lagzt svo lágt eins og svissneskir karlmenn
hafa gert í baráttu sinni gegn kosningarrétti
kvenna.
Þegar ég les um þá ósvífni, sem þeim er sýnd, og
verður jafnframt hugsað til þess, að eftir að íslenzk-
ar konur hafa Iiaft kosningarrétt í 40 ár, á engin
kona fast sæti á Alþingi, Joá verður mér á að halda,
að það sé ekki enn runnið upp fyrir okkur, hvíhkt
feiknavald okkur var afhent með kosningarréttin-
um. Ættum við ekki að nota það betur í framtíð-
inni en hingað til?
S. J. M.
19^ JÚNÍ