19. júní


19. júní - 19.06.1955, Blaðsíða 34

19. júní - 19.06.1955, Blaðsíða 34
Sumardaginn íyrsta.að hölluðum degi,set ég upp blaðamannasvip, munda pennann og nú skal rigna spurningum yfir sveitakonuna. — Þú fórst ekki úr sveitinni til að leita gæfunn- ar við sjóinn, eins og títt var um jafnaldrana, þeg- ar við vorum ungar? Ég heimsótti þig á æskuár- unum, þá varstu heimasæta hérna hinum megin við mýrina. — — Já, ég er fædd og uppalin í Guttormshaga í Holtum, bænuxn, sem sést þarna fyrir liandan fló- ann. Foreldrar mínir, Daníel Daníelsson og Guð- rún Guðmundsdóttir, bjuggu þar allan sinn bú- skap. Þau fluttust þangað, þegar Guttormshagi lxætti að veia prestsetur. Faðir minn var frá Kald- árholti í Holtum, svo hann gei'ði ekki víðreist um dagana frekar en ég. Ég tel vel farið, að ég skuli ekki hafa yfirgefið sveitina. Ég er svo mikið sveita- barn að eðlisfari, að ég elska skepnur og gróður. Ég hefði sennilega aldrei kunnað betur við mig annars staðar en í nánd við gróanda og sveitalíf. — Var það ekki einmitt um það leyti, sem við vorum að komast upp, sem kreppan og vonleysið hrakti velflest ungt fólk úr sveitinni? — — Jú, það er víst rétt. Verðlag á landbúnaðar- vörum var lágt og skipulagsleysi var á sölu afurð- anna. Fátækt og atvinnuleysi í bæjunum gerði af- urðasöluna ótrygga. Fólk fór að fá ótrú á framtíð landbúnaðarins, og, un2:a fólkið flutti heldur burt en að hugsa til að stofna heimili heima fyrir. — Það hafði nú ekki alltaf að miklu að liverfa við sjóinn. — — Nei, en það fór nú samt. En það var þó fyrst í róti hernámsáranna, sem fór að koma verulegt los á fólk. Þá voru alls staðar fljótteknari peningar en í sveitinni. — — Og á þeim árum var verið að telja manni trú um, að það borgaði sig betur að flytja inn smjör frá Suður-Amei’íku en að veia að bjástra við beljur á íslandi. — —■ Það gekk nú svo langt, að sveitafólkið trúði þessu sjálft og ln'aðaði flóttanum úr sveitinni. — — Ég minnist þess, að merkur rithöfundur lét sér það um penna fara, að það borgaði sig betur að mata bænduina á spítala en að vera að láta þá leika sér við búskap. Þótti bændafólki það ekki lieldur kaldar kveðjur til þeirra, sem vinna „hörðum höndum“ langan vinnudag? — — Jú, ég býst við því, að mörgum hafi þótt það, og að það sitji í sumum enn, þótt viðhorf til bænd- anna sé nú breytt. — — Hvað viltu segja mér um merkustu breyting- arnar, senr orðið hafa á búskaparháttunum, síðan Jxú varst að alast upp í Guttormshaga? — — Það er vafalaust véltæknin, sem nú er orðin almenn. Hún gerir bændum kleift að búa marg- falt fólksfærri en áður. í stað þess að eyða mikilli vinnuorku í misjafnlega mikinn afrakstur af ó- ræktuðu landi, hefur megináhei'zla verið lögð á að íækta jörðina, og nú gefur hver fermetri iniklu meiri arð en áður. Enda væri aðkeypt vinnuafl í stórum stíl bændum ofviða fjárhagslega. En þess- ar breytingar nrðn svo stórstígar, að það má telja, að um byltingu væri að ræða. Það mátti varla seinna vera, búskapur með orf og ljá var óðum að segja af sér. Ég fagna þessum breytingum, þær gera það að verkum, að aftur er indælt að búa í sveit. — — Ég er nú vitaskuld værukær bæjarkona og vön þægindum, enda myndi mér óa við því að fara í spor ykkar sveitakvenna. Er ekki vinnudagur ykkar bæði langur og strangur? — — Jú, hann vill nú verða það stundum, en það er ekkert sambærilegt við það, sem áður var. Þæg- indin eru sem óðast að koma til okkar líka og létta margt erfiðið, sem formæður okkar áttu við að stríða. Húsakostur hefur verið stói'bættur, húsin vel upphituð og vatnsleiðslur víðast hvar. Svo er í'afmagnið alltaf að1 koma á fleiri og fleii'i bæi. — — Og Sogsrafmagnið er komið víða hér í Holt- um? — — Já, um fjórir fimmtu af íbúum hreppsins hafa nú fengið rafmagn, og flestir fá það í náinni framtíð. — — Og þú átt von á því bráðlega? — — Já, þess vænti ég fastlega. Þú sérð, að gert er ráð fyrir raflögn fyrir eldavél. Ég nota þessa gömlu kolavél þangað til, þótt hún sé nú að segja af séi'. — — Þú ætlar sem sé að hoppa beint úr gamla tímanum yfir í nútímann. — Þú mátt víst muna tvenna tímana með húsakost, þegar þú ert búiir að fá íafmagn í þetta skemmtilega nýja hús. Var ekki ósköp illa hýst hérna, þegar þú fluttir hingað fyrst fyrir nálægt tveim áratugum? — — Jú, það er mikill munur á. Hér var gömul baðstofa með skaisúð upp á gamla móðinn og eld- hús úr torfi og grjóti, með moldargólfi, en þar var þó eldavél. Þessi gömlu eldhús voru ekki skemmti- legar vistarverur, eins og þú eflaust manst. — — Þú hefur þá verið jafn vongóð og bjartsýn og endianær, ef ég þekki þig rétt? — — Jú, ég hef nú oftast búizt við betri tíð, eins og 19. JÚNÍ 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.