19. júní


19. júní - 19.06.1955, Blaðsíða 32

19. júní - 19.06.1955, Blaðsíða 32
Tveim mánuðum áður liöfðu þær skrifað og tryggr. sér aðgöngumiða, enda voru þeir allir uppseldir löngu fyrirfram. Það voru þær systurnar frk. Asta Stefánsdóttir og frk. Fjóla Eggertsdóttir. Hafa þær sagt mér frá þeim áhrifum, sem þær urðu fyrir á þessari samkomu, og álíta þær, að það liafi verið stórkostlegt og ógleymanlegt, að hafa fengið tæki- færi til þess með eigin augum að sjá þau undur, er þar gerðust. Það yrði of langt mál að skýra frá fundinum i smáatriðum, en ég vil geta þess, að daginn eftir birtu öll Lundúnabiöðin feitletraðar frásagnir af fundinum. Blöð víða um lieim hafa einnig birt greinar um hann og starfsemi Harry Edwards. Blaðamaður við eitt stærsta blað í Lon- don skýrði frá því, að hann hefði tekið sér fvrir hendur að heimsækja ýmsa af þeim, sem læknuðust og átt viðtal við þá, til þess að komast eftir því, hvort um varanlegan bata væri að ræða. Næstum alls staðar óeyndist svo vera. Hann greinir nafn og heimili sjúklinganna og segir oft orðrétt frá sam- tölunum. Annað blað, „Picture Post“, eitt víðlesn- asta vikublaðið, birtir beztu myndirnar frá fund- inurn og greinar um Iiann. Þann 12. október síðastl. var útvarpað frá Lux- emborgarútvarpinu viðtali við Harry Edwards, þar sem liann skýrði frá reynslu sinni. Hann leitar stöðugt eftir velvild og samstarfi við kirkju og læknastétt, og þreytist ekki á að skora á háttsetta menn innan þessara stétta, að rannsaka lækningar sínar. Hann heldur því frarn að í kirkj- unni eigi þessar lækningar heima. Hefir það nú á- unnizt, að yfirmaður brezku kirkjunnar, erkibisk- upinn í Canterbury, hefir skipað 23ja manna nefnd til þess að fylgjast með öllu, sem fram kem- ur á sviði andlegra lækninga, og rannsaka árangur þeirra. Sautján menn úr þessari nefnd voru á fund- inum í Albert Hall. Þar voru líka mættir fulltrúar frá brezka læknasambandinu og einnig heilbrigð- isráð kirkjunnar. Hinn kunni rithöfundur og sálarrannsóknamað- ur Mr. Maurice Barbanell segir svo í bók sinni: „Máttur andans“: „Ég vil leggja áherzlu á það. að andlegar lækningar eru erfiðari vegna þess, að sjúklingarnir koma og leita sér slíkra lækninga, þegar allir aðrir möguleikar eru útilokaðir. F.f sjúklingarnir kæmu til andlegu læknanna, þegar sjúkdómarnir eru á byrjunarstigi, myndi árangur- inn verða eftir því. En einmitt vegna þessa, eru þær lækningar, sem eiga sér stað, ennþá undrunar- verðari. Edwards hefir sýnt, að, jafnvel eftir að FRÁ ENGLANDI Launajalnrétti fyrir karla og konur í brezka ríkinu. Ríkisstjórnin sniðgengur sjólft hugtakið. Xýlega birtist x norska blaðiiiu „Aftenposten" svohljóðandi fréttatilkynning frá skrifstofu blaðsins í Lundúnum: Brezka stjórnin mun á næstu sjö árum koma í framkvæmd laúnajafnrétti fyrir karla og konur í þeim starfsgreinum ríkisins Jxar sem karlar og konur vinna sömu störf. Þessi ákvörðun mun leiða til þess. að 155.000 konur í ríkisþjónustu fá launahækkun, en 55.000 konur, séin starfa í sérgreinum,tsem Jxcim einum eru ætlaðar, njóta hins vegar ekki þessarar endurbótar. Ekki er held- ur vitað, að þeim sé ætluð nokkur launahækkun. Ekki nær jafnrétti Jxctta til kvenna, sem vinna í iðjuverum rikisins. Eru Jxað um 40.000 konur, sem hér um ræðir. En 7 milljónir kvenna starfa í iðjuverum einstaklinga Jxar í landi og ríkisstjórnin lítur svo á, að rangt sé að brjóta í bág við gildandi launareglur verkafólks. Utan við nýskipan Jxessa standa og starfsgreinar í iðjuverum, scm eingöngu eru skipaðar konum, og verða Jxarna útundan 1500 konui'. Sama gildir um Jx;er greinar, þar sem karlar og kon- ur vinna mjög ólík störf. Þær verða eigi að svo komnu teknar mcð, en þar eru um 36 þúsund konur, flestar ritsíma- eða tal- símameyjar. Vinna Jjxer aðeins dagvinnu,, en næturvinna við Jxessi störf er eingöngu ætluð körlum. Ætlunin er að jafna smátt og smátt laun Jxessaia ríkisstarfsmanna á þann hátt, að laun kvennanna hækki nokkuð, en jafnframt lxekki laun karla við þessi störf jafnóðum og nýir menn afleysa þá eldri. Sama gildir um fólk, er stundar vélritun, en hana stunda 30 þúsund konur, en sárafáir karlar. Launajöfnunin milli karla og kvenna verður víða til lítilla Ixóta fyrir konur. Kona, sem vinnur að æðri skrifstofustörfum (1. flokks) fær t. d. aðcins 100 króna launahækkun á ári. Aftur á móti hækka laun kvenna, sem eru svo háttsettar að vera lægri stjórnarfulltrixar. úr 48.400 krónum í 52.000 krónur. Umbætur [xessar eiga að hefjast nú Jxegar og greiðist fyrsta launauppbót frá 1. janúar þ. á. Bxetast svo tvennar launaupp- bætur við árlega unz jafnrétti er náð. Launauppbætur Jxessar munu kosta ríkið 257 milljónir króna. Ef liins vegar að allar konur í ríkisþjónustu nytu góðs af þessum launabótum yrði upp- hæð sú er ríkið Jxyrfti að greiða 700 milljónir króna. (Nasjonal Organ, marz 1955). frægir sérfræðingar hafa kveðið upp sinn dóm: „ólæknandi", hefir sjúklingurinn möguleika á að skjóta máli sínu til æðra dómstóls." Ef einhver lesendanna skyldi fá áhuga fyrir að skrifa Harry Edwards, læt ég utanáskrift hans hér- með fylgja: Mr. Harry Edwards, Burrows Lea, Shere, Guildford, Surrey, England. 18 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.