19. júní


19. júní - 19.06.1955, Blaðsíða 24

19. júní - 19.06.1955, Blaðsíða 24
tekið hafði sveinspróf í málaraiðn nokkru áður en Ásta kom frá Hamborg. Skrapp hún nú heim snögga ferð og var forvitni á að vita, livort breyting væri orðin á almenningsálitinu gagnvart þessu til- tæki hennar. Og viti menn, nú sagði enginn við liana eins og áður hafði komið fyrir: „Ogþú málar og málar og ert þó kvenmaður," heldur héldu reykvískar konur henni samsæti, til að votta henni virðingu sína fyrir dugnað hennar og framtak. En öllum erfiðleikum var þó ekki lokið enn. Starfs- bróðir Ástu segir svo frá í minningargrein urn liana: „Þær stöllur fengu brátt nokkuð að starfa á vinnu- stofu sinni í Kaupmannahöfn og eins í heimahús- um. Svo voru þær eitt sinn beðnar að mála hús að utan þarna í götunni. Þótti vegfarendum strax nokkuð kynlegt að sjá tvær stúlkur á stjái uppi á 12 m. háum vinnupöllum við að mála. En það beit ekkert á þær, og undu nú glaðar við sitt. En sú dýrð stóðekki lengi. Fyrr en varði kom fyrir óvænt atvik. Einn daginn söfnuðust fjölmargar konur að húsi því, er þær voru að mála og létu allófriðlega. Reyndust þetta vera málarakonur, sem þarna voru komnar til þess að mótmæla því, að þessar stelpur, eins og þær orðuðu það, væru að rífa vinnuna frá mönnum þeirra og þar með brauðið frá börnun- um. Héldu þær uppi harki miklu og háreysti og liöfðu í hótunum við hinar ungu sérmenntuðu kynsystur sínar. — Fór hér sem svo oft áður, að enginn má við margnum. Urðu þær að láta í minni pokann fyrir þessum herskáu konum. Þótti þeim að vonum leitt að fá ekki að vinna í friði við sitt starf, sem þær höfðu öll lagaleg réttindi til, og vafalaust hefðu þær getað notið lögregluverndar til þess að vinna, ef á hefði reynt. En Ásta að minnsta kosti vildi ekki eiga í neinum útistöðum við samborgara sína og kvaddi nú kóng og prest og hélt heim til íslands." — í 10 ár stundaði hún svo iðn sína hér heima og hafði alltaf nóg að gera, því að menn fundu, að það var óhætt að treysta henni, og nemendur sótt- ust eftir að vinna hjá henni. Árið 1913 gekk Ásta í Kvenréttindafélag íslands, og það sýnir hvaða traust konur báru til hennar, að á þeim fundi ritar hún fundargerð og á næsta fundi er hún kosin ritari félagsins fyrir það ár. Ég kynntist frú Ástu dálítið meðan hún dvaldi hér heima í nokkra mánuði ásamt seinni manni sínum árið 1953. Þá sagði hún mér m. a. hvernig það atvikaðist að hún fór til Ameríku. Eins og áður er getið var skrifað um hana í þýzk blöð þegar hún tók meistaraprófið. Meðal þeirra, sem lásu þetta, var ungur Svisslendingur, Jakob Thöni að nafni. Hann hafði áhuga á íslenzkum fræðum og hugsar, að nú geti hann komizt í sam- band við ísland með því að skrifa þessari ungu stúlku, og upp frá þessu skrifuðust þau á. Oft hafði hann ráðgert að koma til að hitta hana, en ekkert varð af því. Svo ílyzt liann til Washington- fylkis í Bandaríkjunum og því var útséð um að hann kæmi til íslands. Nú skrifar liann, að hún verði að koma til að hitta sig. Útþráin er enn rík hjá Ástu, og fyrrihluta vetrar 1920 fór hún til Ameríku, en ætlaði sér þá ekki að ílendast þar. Um miðjan desember hittust þau og giftu sig á gamlársdag. „Og svo var ég í Paradís í þrjú ár,“ sagði hún og brosti angurvært. Þegar maður henn- ar andaðist snögglega eftir þriggja ára hjónaband höfðu þau eignazt eina dóttur og hjá þeim var líka sonur hennar. Þá kom sér vel að geta tekið upp aftur sína fyrri atvinnu. Tveimur árum síðar gekk hún að eiga seinni mann sinn, Jóhann Norman, ættaðan úr Skagafirði. Hann var þá ekkjumaður og átti sjö börn af fyrra hjónabandi. Þau eignuð- ust tvö börn, svo að alls urðu börnin ellefu. Þá kom sér líka stundum vel, að húsmóðirin gat brugðið fyrir sig penslinum. Árið 1934 brann hús þeirra hjóna og allir innan- stokksmunir, en með aðstoð barna sinna og tengda- barna byggðu þau strax upp aftur. Fyrsta vetur- inn vannst ekki tími til að klæða húsið að innan, en Ásta strengdi þá striga á veggina og málaði myndir á þá. Tókst Jjað svo vel, að þau hálfsáu eftir að verða að taka Jrað niður. Lengi hafði hana langað til að fást við listmálun, en það var ekki fyrr en hún var komin á sjötugs- aldur og börnin farin að sjá fyrir sér sjálf, að hún gat leyft sér að ganga á listaskóla, og fór nú að mála landslagsmyndir. Seinustu árin lagði hún aðallega stund á að mála andlitsmyndir og fékk mikið lirós fyrir þetta hvorutveggja. Nær þrjátíu ár lifði hún í ástríku hjónabandi með seinni manni sínum í Pont Roberts í yndisfögru landslagi á strönd Kyrrahafsins, en þó átti ísland alltaf hug hennar og hjarta. Þegar hún var hér heima sein- ast, sagði hún stundum: „Ég hef séð margar falleg- ar borgir, en Reykjavík er yndislegust af þeim öllum.“ Ásta Kr. Árnadóttir Norman andaðist að heim- ili sínu þ. 4. febr. 1955. Hún liafði mælt svo fyrir 19. 1 Ú N í 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.