19. júní


19. júní - 19.06.1955, Blaðsíða 28

19. júní - 19.06.1955, Blaðsíða 28
S O F F í A H A R A L D S D Ó T T I R : FÆDDUR TIL AÐ LÍKNA UNDRALÆKNIRINN HARRY EDWARDS Daglega lesiun við í dagblöðunum og heyrum í útvarpinu alls konar fréttir, sem valda óróa og áhyggjum. \hð heyrum um stríð, atomvopn, kalda stríðið. Enginn fer varhluta af að heyra um þær ógnir, sem bíða mannkynsins, ef nýtt lieimsstríð brytist út. Tæknin hefur sannarlega leitt menn- ina út í ógöngur, því samfara allri hinni nýju þekkingu liefur efnishyggjan fengið völdin, að minnsta kosti hjá þeim, sem stjórna. Mér hefur oft dottið í hug, að ekki veitti af því, að almenningur fengi einnig fréttir af því, sem fram kemur, einmitt nú á tímum, um mátt and- ans yfir efninu um það sem kalla mætti nútíma kraftaverk. Ég á hér við hinar stórkostlegu and- legu lækningar, sem ég veit að margir hafa heyrt um. Tvö spiritistisk vikidrlöð berast mér, sem koma út í London. Það er mjög eftirtektarvert, að maður opnar varla nokkurt blað, án jiess að sjá þar frásagnir um andlegai lækningar. Flestallir sjúkl- ingar, sem leita sér slíkra lækninga eru þannig staddir, að læknarnir geta ekki gefið jreim neinar batavonir. Þess vegna er árangurinn, sem næst, enn stórkostlegri. Eftir frásögnum Jressara lrlaða og ýmsra frásagna, sem ég hef lesið í bókum, sem ritaðar hafa verið um Jressi efni, er varla nokkur tegund sjúkdóma, að ekki hafi tekizt í ýmsum til- fellum að lækna þá. Af öllum núlifandi læknum, sem lækna fyrir mátt andans, er einn maður, sem hefur vakið mesta athygli, og má um hann segja, að hann sé orðinn heimsfrægur, enda eru þeir sjúklingar, sem hann hefur læknað, frá mörgum löndum heims; er það víst í fyrsta sinn í sögunni, að nokkur maður hafi haft afskipti af öðrum eins fjölda sjúklinga. Þessi maður er Englendingurinn Harry Edwards, og langar mig að segja dálítið frá hinu undursam- lega starfi hans. Um hann hafa verið ritaðar marg- ar bækur, og sjálfur hefur hann ritað bækur um reynshi sína, og nafn hans er Jrekkt og elskað allt frá íslandi til Ástralíu. Harry Edwards er fæddur árið 1893 í London. Var hann af fátæku foreldri, einn af níu systkin- um, og var settur til þess að nema prentiðn, er hann hafði lokið venjulegu barnaskólanámi. Á unglingsárum hans var skátahreyfingin að hefjast og gjörðist hann mjög áhugasamur skáti. Einnig hafði hann á unga aldri mikinn áhuga fyrir stjórn- málum og fylgdi Frjálslynda flokknum, „The Li- berals“. Hann hafði nýlokið prentaranámi sínu, er fy-rri heimsstyrjöldin brauzt út. Gekk hann Jrá í herinn og var að lokinni þjálfun sendur með her- deild sinni til Indlands. Hann hafði djúpa rétt- lætistilfinningu og einurð til þess að segja mein- ingu sína, hver sem í hlut átti. Kom Joað gieinilega í ljós, er hann leyfði sér að gagnrýna nreðferð Jrá, sem óbreyttu hermennirnir voru látnir sæta, er til Indlands kom, en hann var sjálfur einn af Jreim. Þó ótrúlegt sé, varð honum mikið ágengt og ýmis- legt var fært í betra horf. Seinna var liann í Persíu, og alls staðar sýndi Jjað sig, að hann gjörði Jrá inn- fæddu að vinum sínum og reyndi að skilja Jrá. Með þessu varð hann bæði landi sínu og Jrví fólki, sem hann hafði saman við að sælda, til mikils gagns. Áður en hann fór úr hernum liafði hann hlotið kapteinstign. Er hann kom aftur heim, árið 1921, hafði hann sparað saman 800 sterlingspund. Með nrikilli bjartsýni opnaði hann smáverzlun og einnig litla prentsmiðju, Jrar sem allt var unnið með höndun- um, Jrví vélar hafði hann auðvitað ekki efni á að kaupa. Hann hóf starf sitt með bjartsýni hins.ó- reynda, unga manns. Hélt hann, að sér myndi brátt græðast fé, er hann hefði hafizt lianda með þessi fyrirtæki, þó að í smáum stíl væru. Hann fékk fljótlega að reyna, að svo var ekki. Hann skorti fjármagn. Samt missti hann ekki kjarkinn og festi 19. J Ú N í 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.