19. júní - 19.06.1955, Blaðsíða 60
Reykjavíkur. Fylgdist frá Kristín alla tíð með
miklum áhuga að framgangi þessara tveggja fé-
laga, þó að eigi gæti hún, sökum anna, tekið virkan
þátt í störfum þeirra nerna fyrstu árin.
Sá, er dvelur meðal blóma og barna, stendur
ekki einn. Gróður beggja er göfugt viðfangsefni.
IJað varð starf Kristínar í Gróðrarstöðinni að hlúa
að hvorutveggja. í gróðrarstöð Einars og Kristínar
óx og dafnaði elskulegur barnahópur, börn Eiríks
Einarssonar húsameistara, einkasonar þeirra hjóna
og börn fóstursonarins, Aðalsteins Norltergs. lJar
kunnu börnin vel við sig og voru augasteinar
ömmu sinnar. Elzt þeirra er Kristín Eiríksdóttir,
er varð til þess að hlúa að ömmu sinni og vefja að
henni sængina í hinzta sinn, er hún kom inn í her-
bergið hennar kvöld þess fyrsta sumardags árið
1954.
Skriíað á sumardaginn fyrsta árið 1955.
Lanfey Villijálmsdóttir.
Guðrún Ásmundsdóttir
Guðrún Ásmundsdóttir var ákaflega góð félags-
kona, samvinnuþýð og velviljuð, og mátti heita að
hún starfaði að félagsmálum kvenna hér í bæ með-
an heilsa og líf entist.
Hún var meðlimur í K. R. F. í. frá stofnun þess.
Þegar félagið gekkst fyrir, að komið væri upp
vinnumiðstöð kvenna árið 1931, veitti hún því
starfi forstöðu frá upphafi til ársins 1942, er hún
tók við skrifstofustörfum Itjá Mæðrastyrksnefnd,
en sú nei'nd var einnig stofnuð af Kvenréttindafé-
lagi íslands.
Ohætt er að fullyrða, að Guðrún hefur unnið
mikið og vandasamt starf, bæði meðan hún vann
við Vinnumiðstöðina, og eins hjá Mæðrastyrks-
nefnd. Ég hygg að á báðum stöðum hafi þurft á
lipurð, sanngirni og samúð að halda, en öllum þess-
um kostum var Guðrún búin. Það er líka hægt að
sjá, Iivaða álit formaðurinn, Laufey Valdimarsdótt-
ir, liafði á starfshæfileikum hennar, því að þegar
Mæðrastyrksnefndin fór að starfrækja sumarheim-
ili sitt fyrir fátækar mæður og börn, þá fékk hún
Guðrúnu til að veita því forstöðu, en fáir voru
gleggri á að sjá hæfileika fólks út en Laufey, og
vita, hvaða sæti hverjum bar að skipa, svo vel færi
á.
GuÖrún
Ásmundsdóttir
í mörg sumur var Guðrún húsmóðir á þessu
mæðraheimili nefndarinnar, en hinn tímann á
skrifstofunni. Það var alls ekki vandalaust að rækja
húsmóðurskyldu á svo mannmörgu heimili. Oft
var við marga erfiðleika að etja, bæði hvað húsnæði
og fleira snerti, en allt gekk vel og aldrei kvartaði
Guðrún, og því síður þeir er hjá henni dvöldu.
Mun ekki vera ofmælt, þó að ég segi, að hún hafi
verið elskuð og virt af öllum, er hjá henni dvöldu.
í mörg ár kenndi Guðrún handavinnu, list-
saum, hjá Heimilisiðnarfélagi íslands.
Af þessu má sjá, að Guðrún lagði gjörf'a liönd á
fleira en eitt. Það er margra álit, að kona, sem
mikið vinnur utan heimilis, afræki sitt eigið lieim-
ili, og væri kannske ekki svo óeðlilegt. En svo var
ekki með Guðrúnu. Ég, sem þetta rita, kom oft inn
á heimili hennar, og þar andaði allt af þrilnaði og
reglusemi, og bar órækan vott um þokka húsmóð-
urinnar. Sömuleiðis sýndi hin ástúðlega sambúð
milli hennar ogbarnanna, hversu mikil móðirhún
var. Heimili hennar kynntist ég lítið fyrr en eftir
lát manns hennar, en ég efast ekki um að sem
eiginkonu hafi mátt sama um hana segja
Guðrún Ásmundsdóttir var fædd 7. apríl 1887
að Krossi í Lundarreykjadal í Borgarfjarðarsýslu.
Mjög ung fluttist hún að Fúlutjörn við Lauga-
land, til föðurbróður síns, Jóns Guðmundssonar
austanpósts, þar sem hún ólst upp. Árið 1907, hinn
19. okt., giftist hún Jóni Bárðarsyni klæðskera-
meistara. Bjuggu þau hjónin alltaf í Reykjavík.
Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn, sent öl 1
eru á lífi: Jón skipherra, giftur Friðbjörgu Sigurð-
19. JÚNÍ
46