19. júní


19. júní - 19.06.1955, Blaðsíða 48

19. júní - 19.06.1955, Blaðsíða 48
]>ÓRA EINARSDÓTTIR: Anna Hlöðversdóttir frá Reyðará Fríð í sjón og horsk í hjarta, höfðingslund af enni skein, svipur, athöfn allt nam skarta, af því sítlin var svo lirein. M. J. Þannig kom Anna frá Reyðará mér fyrir sjónir: hrein, djörf, tápmikil og vinföst. Ég kynntist Önnu Hlöðversdóttur er liún var farkennari í Suðursveit í Skaftafellssýslu, þá um 65 ára að aldri, en ég var þá að setjast að þar eystra sem sveitakona. Það var mér ómetanlegur styrkur að kynnast þessari konu. Kjarkur hennar, bjart- sýni, trú á lífið og mennina var óbifandi. Það má gera sér í hugarlund Jrá erfiðleika fyrir konu á hennar aldri að vera farkennari í sveit. Anna frá Reyðará lét ekki erfiðleikana hamla sér, hún hafði yndi af að kenna börnum og ungling- um. Fróðleikur liennar var ótæmandi, bæði til munns og handa. Það hefur sagt mér fullorðin kona, sem í mörg ár dvaldi á heimilinu á Reyðará, hvað Anna gerði sér mikið far um að fræða heimilisfólk sitt og segja því sögur. Hún hafði sérstakt lag á að létta undir með öðrum sökum glaðværðar sinnar og bjartsýni. Anna Jiafði yndi af skáldskap og var sjálf vel hag- mælt. Églæt hér fylgja grein eftir einn nemanda henn- ar, Halldóru Gunnarsdóttur frá Vagnsstöðum í Suðursveit, þar sem hún dregur upp mynd af Önnu frá Reyðará, eins og hún kom henni fyrir sjónir: „Það var haustið 1941, að ég sá Önnu Hlöðvers- dóttur. Hún var þá komin í Suðursveit til að kenna börnum. Ég man það, að mér leizt mjög vel á þenn- an tilvonandi kennara minn. Anna var þá gráhærð orðin, en hárið var liðað og fór vel. Ekki var hún smáfríð, en svipurinn bar vott um festu og góð- vild. Hún var í meðallagi há vexti og heldur þrek- Anna Hlöðversdóttir vaxin. Alltaf gekk hún á upphlut eða peysuföt- um. Áður en Anna kom í Suðursveit að kenna, hafði hún verið barnakennari í I.óni 14 vetur, að mig minnir, og nú var hún orðin 65 ára, þegar hún fór að kanna nýjar slóðir. í Suðursveit leysti hún kennslustarf sitt af hendi með mestu prýði, og var Jrað sanrt oft mjög erfitt að ferðast á milli fjögurra byggðarlaga, stundum í misjöfnu veðri, en þetta lét Anna ekki á sig fá. Það, sem einkenndi Önnu dálítið á ferðum hennar vár, hvað hún liafði mikinn flutning meðferðis, t. d. vefstól. 1 skólanum hjá Önnu kynntumst við krakkarn- ir ýmsu, sem við ekki höfðum átt að venjast áður í barnaskólanum, og Jrað var það, hvað fjölbreytta Iiandavinnu hún hafði á boðstólum fyrir krakk- ana. Strákarnir skáru út hillur, kassa og fleira, smíðuðu lítil borð, litlar kommóður og skólatösk- ur, máluðu ýmislegt, t. d. kort af íslandi. Stelpurn- ar saumuðu út, bjuggu til tágakörfur, körfur og kassa úr pappa, sem rósir voru málaðar á, og mál- 19. JÚNÍ 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.