19. júní


19. júní - 19.06.1955, Page 48

19. júní - 19.06.1955, Page 48
]>ÓRA EINARSDÓTTIR: Anna Hlöðversdóttir frá Reyðará Fríð í sjón og horsk í hjarta, höfðingslund af enni skein, svipur, athöfn allt nam skarta, af því sítlin var svo lirein. M. J. Þannig kom Anna frá Reyðará mér fyrir sjónir: hrein, djörf, tápmikil og vinföst. Ég kynntist Önnu Hlöðversdóttur er liún var farkennari í Suðursveit í Skaftafellssýslu, þá um 65 ára að aldri, en ég var þá að setjast að þar eystra sem sveitakona. Það var mér ómetanlegur styrkur að kynnast þessari konu. Kjarkur hennar, bjart- sýni, trú á lífið og mennina var óbifandi. Það má gera sér í hugarlund Jrá erfiðleika fyrir konu á hennar aldri að vera farkennari í sveit. Anna frá Reyðará lét ekki erfiðleikana hamla sér, hún hafði yndi af að kenna börnum og ungling- um. Fróðleikur liennar var ótæmandi, bæði til munns og handa. Það hefur sagt mér fullorðin kona, sem í mörg ár dvaldi á heimilinu á Reyðará, hvað Anna gerði sér mikið far um að fræða heimilisfólk sitt og segja því sögur. Hún hafði sérstakt lag á að létta undir með öðrum sökum glaðværðar sinnar og bjartsýni. Anna Jiafði yndi af skáldskap og var sjálf vel hag- mælt. Églæt hér fylgja grein eftir einn nemanda henn- ar, Halldóru Gunnarsdóttur frá Vagnsstöðum í Suðursveit, þar sem hún dregur upp mynd af Önnu frá Reyðará, eins og hún kom henni fyrir sjónir: „Það var haustið 1941, að ég sá Önnu Hlöðvers- dóttur. Hún var þá komin í Suðursveit til að kenna börnum. Ég man það, að mér leizt mjög vel á þenn- an tilvonandi kennara minn. Anna var þá gráhærð orðin, en hárið var liðað og fór vel. Ekki var hún smáfríð, en svipurinn bar vott um festu og góð- vild. Hún var í meðallagi há vexti og heldur þrek- Anna Hlöðversdóttir vaxin. Alltaf gekk hún á upphlut eða peysuföt- um. Áður en Anna kom í Suðursveit að kenna, hafði hún verið barnakennari í I.óni 14 vetur, að mig minnir, og nú var hún orðin 65 ára, þegar hún fór að kanna nýjar slóðir. í Suðursveit leysti hún kennslustarf sitt af hendi með mestu prýði, og var Jrað sanrt oft mjög erfitt að ferðast á milli fjögurra byggðarlaga, stundum í misjöfnu veðri, en þetta lét Anna ekki á sig fá. Það, sem einkenndi Önnu dálítið á ferðum hennar vár, hvað hún liafði mikinn flutning meðferðis, t. d. vefstól. 1 skólanum hjá Önnu kynntumst við krakkarn- ir ýmsu, sem við ekki höfðum átt að venjast áður í barnaskólanum, og Jrað var það, hvað fjölbreytta Iiandavinnu hún hafði á boðstólum fyrir krakk- ana. Strákarnir skáru út hillur, kassa og fleira, smíðuðu lítil borð, litlar kommóður og skólatösk- ur, máluðu ýmislegt, t. d. kort af íslandi. Stelpurn- ar saumuðu út, bjuggu til tágakörfur, körfur og kassa úr pappa, sem rósir voru málaðar á, og mál- 19. JÚNÍ 34

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.