19. júní - 19.06.1959, Qupperneq 5
Akropolishœð.
FltÁ GIUKKLANDSFÖR
Þing Alþjóðakvenréttindafélagsins.
Þegar 17. þing Alþjóðakvenréttindafélagsins
(International Alliance of Women) var haldið í
Colombo, höfuðborginni á Ceylon, árið 1955,
heyrðist það nefnt, að næsta þing yrði ef til vill
haldið í Aþenu, og voru allir hrifnir af því.
Það var svo ákveðið, að þingið skyldi haldið í
Aþenu dagana 25. ág.—4. sept. 1958. Þetta þing
sótti frá íslandi auk mín frú Oddrún Ölafsdóttir
i Reykjavík.
En áður en þingið skyldi hefjast, var áformað
að halda hálfsmánaðarnámskeið um félagsmál.
Þrjátíu sambandsfélögum, þar á meðal K.R.F.I.,
var boðið að senda fulltrúa á þetta námsskeið, og
þar sem engin önnur félagskona hafði tök á því
að fara, varð það úr, að ég tæki einnig þátt í þessu
námskeiði, sem átti að standa frá 7.—21.ágústs.
Ég lagði af stað frá Kaupmannahöfn morgun-
inn 6. ágúst, en þann dag voru engar beinar flug-
ferðir á milli Kaupmannahafnar og Aþenu, og
átti ég þvi að skipta um flugvél í Rómaborg og
híða þar eina klukkustund. En þegar þangað kom,
frétti ég, að vélinni, sem átti að koma frá New
York, hefði seinkað vegna bilunar, og mundi hún
ekki fara fyrr en kl. 10 um kvöldið.
Ég fékk því kærkomið tækifæri til að skreppa
inn í „borgina eilífu“ og heimsækja vini mína þar,
Hilmar Kristjónsson og konu hans önnu Ölafs-
dóttur, sem áður höfðu tekið frábærlega vel á móti
mér eins og öllum Islendingum, sem koma til
Rómaborgar og þau ná til.
Yfir Adríaliafi.
Litlu eftir að við lögðum af stað frá Rómaborg,
kom flugþernan með björgunarvesti og fór að
kenna farþegunum, hvemig ætti að nota þau. Hún
spurði mig, hvort ég kynni að láta það á mig. Ég
sagði það vera, en vonaði hins vegar, að ég þyrfti
ekki á því að halda. „Það vona ég líka,“ anzaði
hún, „en við gerum þetta alltaf, þegar flogið er
yfir höf“.
Skömmu seinna varð mér litið út um gluggann,
og gat ég þá ekki betur séð en það lékju eldblossar
um allar skrúfur vélarinnar. Flaug mér þá í hug
vélarbilunin í New York, og liklega mundi eins
gott að hafa björgunarvestið til taks, en þar sem
allir sátu rólegir, sannfærðist ég brátt um, að þetta
mundi allt eðlilegt, þótt ég hefði aldrei séð það
áður.
„Þar sé ég sólu fegri
á súlum standa höll.“
Eftir fjögurra tíma flug fórum við að sjá ljós-
bjarmann yfir Aþenu, og rétt áður en við lentum
á flugvellinum, sem er góðan spöl fyrir utan borg-
19. Jtnsrl
3