19. júní


19. júní - 19.06.1959, Síða 7

19. júní - 19.06.1959, Síða 7
Fáeinir þátttakendur á námskeiSinu. ir, að maður fái sér nýja konu, þegar hin gamla er komin iir barneign. Lögum samkvæmt er hægt að giftast gegn vilja fjölskyldunnar, en þá eru ungu hjónin útskúfuð í nokkur ár. Alitið er sjálfsagt, að fjölskyldan sjái fyrir göml- um ættingjum, er geta ekki lengur sjálfir unnið fyrir sér. Hvernig á góður þjóðfélagsborgari að vera? Hanr. á að sjálfsögðu að gegna skyldu sinni gagnvart samborgurum sínum og landi, og það uppeldi þarf að byrja strax á barnsaldri. Fulltrú- inn frá Hollandi gerði þá athugasemd, að hugtak- ið gæti verið breytilegt. Á hernámsárunum í Hol- landi hefði sá verið álitinn beztur borgari, sem mestu hefði getað stolið frá Þjóðverjum. Þar i landi hafa kvenfélögin tekið upp þann sið að bjóða öllum piltum og stúlkum, sem ná kosningaraldri, til kaffidrykkju eitt kvöld, en þar eru flutt stutt erindi um réttindi og skyldur borgaranna, rabbað við unga fólkið, og loks eru þvi gefnir pésar, sem eiga að vekja áhuga þess á þjóðmálum. Þriðjung- ur þeirra, sem boðnir eru, kemur á þessar sam- komur. Námskeið þetta var styrkt af UNESCO, og sat fulltrúi þaðan alla fundina. Þegar fundið var að þvi, hve fáar konur gegndu ábyrgðarstörfum hjá S.Þ., sagði fulltrúinn, að það væri ríkisstjómunum að kenna, þær réðu því, hvaða fólk þær sendu til starfa. Aðalorsökin væri því sennilega sú, að kon- ur em ekki eins áhugasamar að afla sér tækni- menntunar og karlar. Mr. Orrick, sem er hátt settur hjá UNESCO, hélt erindi um starf stofnunarinnar, og voru fyrir- spurnir leyfðar á eftir. Ég spurði hann, hvort full- komið launajafnrétti ríkti innan S.Þ. „Nei,“ sagði hann og hló, „konurnar hafa þar forréttindi.“ Átti hann þar við barnsburðarfríin og sagði spaugi- lega sögu í því sambandi. Einn af skrifstofustjórun- um var lengi bviinn að hafa konu sem einkaritara, en svo tók hún upp á því að gifta sig og þurfti svo seinna að fá frí til að ala barn. Skrifstofustjórinn varð svo reiður, að hann sór og sárt við lagði, að hann skyldi aldrei framar taka konu í ábyrgðar- stöðu, en hann varð feginn, þegar hún mætti til starfs aftur. Hér er ekki rúm til að rekja öll þau mál, er rædd voru þarna. Stjórnandi námskeiðsins, sem er kennari við enskan háskóla, sleit því með þess- um orðum: „Takmark svona námskeiðs er ekki að komast að ákveðinni niðurstöðu i liverju máli, heldur að hvetja þátttakendur til að halda áfram að hugsa málin, er þeir hafa á námskeiðinu feng- ið nýjan og betri skilning á hinum ýmsu málefn- um. Opuun þingsins. Þingsetning fór fram í stórum sal og var mjög hátíðleg. Þar fluttu ávörp auk formanns Alþjóða- félagsins og formanns gríska kvenréttindasam- bandsins borgarstjóri Aþenu og forsætisráðherrann. Borgarstjórinn bauð þingið velkomið til borgar- innar og kvað það sannfæringu sína, að störf þess mundu verða sérlega blessunarrík í þeirri borg, sem vernduð væri af hinni voldugustu af hinum 12 Ólympsgoðum, Pallas Aþenu, en hún hefði frá alda öðli verið prisuð af skáldum Grikkja, sem sú gyðja, er ávallt þreytti baráttu sína af vísdómi, væri persónugerð kvenlegs dugnaðar og kurteisi, en þessir eiginleikar leiddu ævinlega til sigurs, vegsemdar og heiðurs. Hann fór mörgum fögrum 19. J O N1 5

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.