19. júní - 19.06.1959, Side 12
L
mundur þeystu í hlaðið. Þeir voru vel ríðandi,
hesturinn Jóns hét Dínus, hesturinn Guðmundar
Svanur. Þegar þeir voru komnir til stofu Jón og
Guðmundur, sagði Björn bóndi: „Ég held, að
krakkinn hafi litla skemmtun af að vera héma
hjá okkur, það er betra fyrir hana að koma inn.“
Kallaði hann svo á stúlku, sem fylgdi mér til bað-
stofu. Þar var fyrir miðaldra maður, Björn að nafni,
kallaður Skófna-Bjössi, hann var þá smali í Ás-
geirsbrekku. Björn þótti í meira lagi einfaldur, og
var haft til dæmis um heimsku hans, að eitt sinn
var hann á gangi með öðrum manni, og fundu
þeir lóuhreiður. Var Bjössi þá handfljótur að ná
í stein og mölv.a eggin. Hinn maðurinn undraðist
og spurði, hví í ósköpunum hann gerði þetta. „Úr
þessu kemur nú bölvaður hrafninn,“ sagði þá
Bjössi.
Bjössi sat á rúmi sínu og var að hafa sokkaskipti,
en að því búnu tók hann til matar síns, sem stóð
á borði hjá rúminu. Ég hafði nú ekki annað mér
til skemmtunar í baðstofunni en horfa á hann úða
í sig matnum, sem vissulega var ekki nánasarlega
skammtaður. Á stórum diski var brauð og smjör
og flot, kjöt og harðfiskur og tvenns konar drafli:
hvítur og rauðvelgdur, og stór skál full af skyri
og mjólk. Þótti mér ótrúlegt, að maðurinn gæti
lokið þessu, en það reyndist rangt til getið. Þegar
Bjössi hafði hroðið matarílátin, lagðist hann upp
í rúmið og fór strax að hrjóta, hefur sjálfsagt ekki
veitt af að fá sér blund, smalarnir á stórbæjunum
höfðu ekki langan svefntíma um fráfærurnar. Mér
var fært kaffi inn í baðstofu. Þegar ég hafði dmkk-
ið það, sat ég enn góða stund og hlustaði á hrot-
umar í Bjössa.
Loksins kom stúlka inn og sagði mér að koma,
nú væru piltarnir að fara.
Þegar ég gekk fram hjá stofudyrunum, fann ég
vínlykt, og rann nú upp fyrir mér orsökin til þess,
að Björn bóndi vildi láta mig fara inn. Hann gaf
þeim í staupinu í stofunni, en þótti óþarfi, að ég
væri þar viðstödd.
Þeir voru kampakátir piltarnir og sögðu, að gott
væri að koma að Ásgeirsbrekku, en mér þótti miklu
betra að koma að Kjarvalsstöðum. Við fórum lið-
ugt út að Hofdölum, þar beið mín morgunmatur-
inn og uppbúið rúm. Ég háttaði og sofnaði þreytt
eftir þetta skemmtilega ferðalag og sæl í sinni, af
því nú þurfti ég ekki oftar að sitja hjá fráfærna-
lömbum — þetta árið.
Una Árnadóttir.
GERÐUR HELGADÚTTIR
Forsíðumyndin er af Gerði Helgadóttur við
vinnu sína.
Það þarf ekki að kynna hana fyrir löndum sín-
um, ungu konuna, sem logsýður stálið, með
dreymna, skáldlega ró í svipnum og geislabaug
frá aflinum í ljósu hári. Enginn íslenzkur mynd-
listamaður hefur valið sér sérkennilegra verkefni
en Gerður Helgadóttir, að búa til listaverk úr járni.
Hún er einnig kunn af verkum sínum víða er-
lendis. Um þessar mundir dvelst hún í Þýzkalandi
og vinnur þar að gluggum Skálholtskirkju. Hefur
þetta verk hennar vakið mikla athygli og verið
sýnt nýlega í sjónvarpi í Köln, hvernig hún vinn-
ur að því. Stóri vesturglugginn í Hallgrimskirkju
í Saurbæ er einnig hennar verk.
Hvar sem Gerður Helgadóttir fer, er góður full-
trúi íslands. 19. júní fagnar þeim árangri, sem
hún hefur náð og óskar henni stórra sigra í fram-
tíðinni.
H. B. B.
10
19. JtJNl