19. júní


19. júní - 19.06.1959, Síða 14

19. júní - 19.06.1959, Síða 14
Þórunn Gu&niundsdóttir uinnur Herborg Gestsdóttir Þórunn Guðmundsdóttir og Herborg Gestsdóttir eru báðar kunnar frá útvarpsþættinum í vetur — „Vogun vinnur — vogun tapar“. Sýndu þær eft- irtektarverðan fróðleik, hvor á sínu sviði, um Eddukvæði og Sturlungu, og unnu báðar glæsi- legan sigur í keppninni. Hefur blaðið átt tal við þær og innt þær eftir ýmsu í sambandi við efni það, er þær voru spurðar um í þættinum. Efni það, sem Þórunn Guðmundsdóttir hafði valið sér, voru Eddukvæði. „Hvenær fenguð þér áhuga á Eddukvæðum og hófuð að kynna yður þau svo vandlega?“ „Ég hef alltaf haft gaman af að lesa bundið mál og hef lesið mikið af ljóðum eftir innlenda og útlenda höfunda. Ég get ekki sagt nákvæmlega, hvenær ég fór að kynna mér Eddukvæðin, en hvatning til þess varð mér útgáfa Sigurðar Nor- dals af Völuspá. Ég las hana vandlega og hafði mikla ánægju af. Seinna fór ég að kynna mér önnur Eddukvæði — hef alltaf lesið þau öðru hverju síðan og lært sum utan bókar.“ „Eru einhver kvæðanna yður sérstaklega hug- stæð, og hver finnst yður merkilegust?“ „Ég hef mestar mætur á Völuspá. Þar er skáld- legur kraftur og flug, stokkið á hugtökunum, lif- andi lýsingar. Sumt er torskilið, og finnst mér það ekki ókostur. Það orkar oft sterkt, sem er að ein- hverju leyti dularfullt. — Ég vildi benda öllum, sem langar til að kynna sér Eddukvæði, á Völu- spá, að lesa hana og skýringar Sigurðar Nordals fyrst. — Annað kvæði, sem ég hef mikið dálæti á, er Völundarkviða. Auk ljóða hef ég gaman af að lesa leikrit, og mér finnst Völundarkviða leik- rænn skáldskapur. Það er mín skoðun, að ef höf- undur hennar hefði haft sömu skilyrði og grísku fornskáldin og Shakespeare, hefði hann getað skap- að úr þessu efni stórkostlegan harmleik. Á sama hátt finnst mér Atlakviða mjög myndræn. Ef höf- undur liennar hefði verið uppi nú á dögum, er ég viss um, að hann hefði verið listrænn kvikmynda- frömuður. Þar er hraði og flug — við heyrum vopnagný og hófatak.“ „Hvað segið þér um hin frægu Iiávamál?“ „Þau eru ekki að mínum dómi — nema á köflum — eins mikill skáldskapur og önnur Eddu- kvæði, en þau gefa góðar hugmyndir um hugs- unarhátt manna til forna.“ „Hvað finnst yður fleira athyglisvert í sam- bandi við kvæðin?“ „1 flokknum um Sigurð Fáfnisbana finnst mér einkennandi, að skapgerð Sigurðar er alltaf lýst á sama hátt og í fullu samræmi í öllum kvæð- unum um hann. Elann er alltaf sama hógværa, prúða hetjan. Hann hefur e. t. v. verið allsherjar hetjufyrirmynd, gæddur öllum þeim eiginleikum af hálfu höfundar, sem hetjur þeirra tíma áttu að prýða. — 1 Völundarkviðu er eftirtektarvert hið hlýja hjartalag gagnvart öðrum, sem þar kemur fram. Eitt finnst mér höfundur hafa sameiginlegt með Agli Skallagrimssyni. Þeir tveir bera per- sónulegum tilfinningum bezt vitni í þeim forna kveðskap, sem ég hef lesið, en raunar hvor á sína vísu: Egill er sjálfselskur, hann hugsar mest um sitt eigið tilfinningalíf, en höfundur Völundar- kviðu er opnari gagnvart öðrum. Ég minntist áðan 12 19. J O N1 i

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.