19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1959, Qupperneq 29

19. júní - 19.06.1959, Qupperneq 29
„Hann heitir Góski. Alltaf þegar hann hefur hugsað sér að fara lengra frá, lætur hann svo mik- ið utan um mig, strýkur sér að mér, sýnir öll sin vinalæti og vill óvenju mikið eta.“ „Og, þú talar við hann líka, ertu viss um, að hann skilji þig?“ „Við höfum hæði nægan tíma.“ „En, kýrin, hún hljóp í hús, þegar ég kom.“ „Kýrnar eru mun lieimskari skepnur en kind- ur, en öllum mínum skepnum er illa við ókunn- uga, og þeim er illa við að sjá mig fara að heim- an, vilja vita af mér nálægt.“ „En þú sjálf, líður þér vel?“ „Líður vel?“ Spurningin kom algjörlega á óvart. Guðbjörg hafði alltaf tekið því, sem að höndum bar, án þess að kveina undan kjörum. Dagarnir á Sellandi höfðu komið og farið, mismunandi góðir, mismun- andi vondir, en allir höfðu þeir liðið án ihlutunar mannanna. Ræður og bollaleggingar um vellíðan og vanlíðan væru því út í hött, allt að því ómakleg afskiptasemi við máttarvöldin, ósæmandi kvabb við forsjónina. Það leyndi sér ekki, að umræðuefnið átti illa við, orðin héldu áfram að hanga í loftinu, þar til hún loksins rauf þögnina: „Það er gott á kvöldin að hafa komið einhverju í verk.“ Og þar með voru allar umræður um farn- aðinn skomar niður. Að lokum gaf Guðbjörg mér þau fyrirheit að senda mér læstan legg. Ég hef aldrei séð fallegri læsingu, en það er ein tegund heimilisiðnaðar, sem enginn gaumur hefir verið gefinn, eins konar list- grein, sem aldrei heyrist nefnd. „Ég ætla að hafa hann svartan,“ sagði hún, „valdi úr toginu, ég ætla að reyna að gera betur en síðast.“ „Langar þig aldrei suður?“ „Hví skyldi mig langa suður?“ var svarað um hæl. Heimskuleg var spurning mín. Þar sem engin óánægja rikir og hlutirnir gerast af sjólfu sér, þar hættir vil og dul að blekkja okkur mennina, þar nægir lífinu að vera líf, og þar er breytingin ekki lengur nauðsynleg. Þetta hefði ég mátt vita. Enn var óralangt bil á milli mín og Guðbjargar, ég var aðeins gestur í þeim heimi, sem hún hefur friðað sér ó litlum túnbletti norður á Vatnsnesi. Guðriín P. Helgadóttir. VÍSA Guðrúnar Þorvarðsdóttur 1 morgun brá eg svefni seint, so deySi. eldurinn, vatniS búverka var ei hreint, varS kaldur strokkur minn, veit eg ei tímans víst um far, vakiS get ekki þig, kemur ei heim af kúnum par, krakkarnir æra mig, þar meS sést hér til ánna ei, út kemst eg seint aS raka hey, veit eg dropinn ei volgnar hér, vandi er á mínum hag, uppbyrjan þessi óhœg mér illa lyktar í dag, systir mín GuSrún Sveinsdóttir, settu þaS allt í lag. JS 260, 4to, bls. 426, eftir ártali á titilbl. skr. 1796. I .............. .......— Norræn samvinna. Á fundi norrænu kvenréttindafélaganna, sem haldinn var i Finnlandi 1956, var samþykkt að kjósa tvær konur frá hverju landi til að gera tillögur um sameiginlegt átak til að auðvelda kon- um þátttöku í atvinnulífinu. Ennfremur að gera tillögur um bætt atvinnuskilyrði og hjálpargögn, er geri þeim kleift að gegna tvöföldum skyldu- störfum: gagnvart heimilinu og þjóðfélaginu. Nefnd þessi kom saman í Osló í maímánuði s. 1. Fyrir hönd KRFl mættu þar Sigríður J. Magnús- son og Valborg Bentsdóttir. Um sama leyti minnt- ist norska kvenréttindafélagið 75 ára afmælis sins með miklum myndarbrag, og tóku nefndarkonur þátt í því móti sem gestir félagsins. lleiniboð frá USSR. Kvennasamtök Sovétrikjanna buðu nýlega KRFl að senda eina konu í hálfsmánaðar ferðalag um Sovétrikin, en samtök þessi vinna að auknum kynnum og samskiptum þjóða um allan heim. Valborg Bentsdóttir fór þessa ferð. 19. JtJN 1 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.