19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1959, Qupperneq 33

19. júní - 19.06.1959, Qupperneq 33
„Ætli það sé að ástæðulausu. Mér finnst ég alltaf vera að rekast á þær skoðanir hjá karlmönn- um, að konur séu almennt eftirbátar karla, um hvað sem er. Og þeir viðurkenna ekki tilverurétt konunnar á opinberum vettvangi, nema hún hafi sannað, svo að ekki verði á móti mælt, að hún sé á einhverju sviði, ekki jafnoki karla, það er ekki nóg, hún verður að bera af. En flestir labbakútar af karlkyni geta, ef þeir hafa sæmilegt sjálfsálit, kom- izt i fremstu röð, ef þeir vilja.“ „Tekurðu nú ekki of djúpt í árina?" „Við skulum vona, að svo sé, hvað framtíðinni viðvíkur, en karlmenn verða þá að vera fúsari en hingað til að ætla konum sæti víðar en í strætis- vagni, ef ég á að viðurkenna, að þeir vanmeti ekki konur, t. d. til opinberra starfa. En svo ég hætti að tala illa um karlmenn. Þú ætlar ekki að fara að hvíla þig. Ertu ekki að þjóta til Strassburg á þing Evrópuráðsins?“ „Jú, ég fer eftir tvo daga.“ „Þú varst að kljást við Bretana i landhelgis- deilunni á þinginu i Strassburg síðastliðið haust. Mér var sagt, að þú hafir staðið þig mjög vel, en þú varst mætt ein af löndunum.“ „Það var ekki um annað að ræða en að taka þátt í þessum umræðum, fyrst svo stóð á, að ég var ein af fulltrúum Islands mætt til þings. Um frammi- stöðuna er ég að vonum sízt fær að dæma. En ræðan var þýdd og hefur birzt i blöðum, svo að hver getur dæmt fyrir sig.“ „Ég vil að lokum þakka þér fyrir sporgöngu þina og dugnað. Það gefur tilefni til bjartsýni, þegar konur gera eitthvað óvenjulegt. Þær trúa því þá kannski hinar, að konur geti verið til af- reka kallaðar rétt eins og karlmenn. Og þó það sé eflaust gaman að svona í fyrstu að vera eina konan í hópi hæstaréttarlögmanna, vona ég, að fleiri eigi eftir að feta í fótspor þin.“ „Já, það vona ég lika. Konur eiga nú að mörgu leyti hægra um vik en áður. Og islenzkar konur eru að mínum dómi búnar þeim hæfileikum, að . þær geta, ef þær óska, sótt fram í fremstu raðir við hlið karlmanna." „Já, vissulega, en það er kannski erfiðast að fá þær sjálfar til að trúa því.“ Það er ekki tóm til að spjalla meira. Gestum fer að fjölga aftur til að hylla hinn nýja hæsta- réttarlögmann. 15. april 1959. Valborg Bentsdóttir. Síðastliðið haust lauk Ragnhildur Helgadóttir alþingismaður lögfræðiprófi við Háskóla Islands og hefur þar með sýnt og sannað, að það er ekki ómögulegt fyrir gifta konu að halda áfram að vinna að hugðarefnum sínum, þótt hún hafi einn- ig skyldum að gegna sem móðir og húsfreyja. Hingað til hefur tala þeirra kvenna, er taka stúdentpróf, verið i miklu ósamræmi við fjölda þeirra kvenna, er ljúka háskólanámi. Ragnhildur Helgadóttir er fædd 26. maí 1930. Foreldrar hennar voru dr. Helgi Tómasson yfir- læknir og kona hans Kristín Bjarnadóttir. Ragnhildur tók stúdentspróf í Menntaskólan- um i Reykjavík 1949, giftist 1950 Þór Vilhjálms- syni lögfræðingi, og þau eiga tvö börn, átta og þriggja ára. Ragnhildur var kjörin á þing í jviní 1956 af lista Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík. Hún hefur átt sæti í milliþinganefnd til að athuga og gera til- lögur um breytingar á tryggingarlöggjöfinni. — Ragnhildur er eina konan, sem á sæti í milliþinga- nefnd til athugunar á fræðslulöggjöfinni, og á síð- asta Alþingi var hún kjörin í milliþinganefnd til athugunar á bættum skilyrðum fyrir aldrað fólk. S. J. M. KRFÍ sendi forráðamönnum fegurðarsamkeppninnar mótmæli gegn því, að slík keppni væri háð hér á landi. Sjórn KRFÍ fór fram á það við fræðslumálastjóra, að komið væri á kennslu í matreiðslu fyrir drengi og smiða- kennslu fyrir stúlkur. 19. JtJNl 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.