19. júní - 19.06.1959, Side 36
Á leifi á akurinn.
FRÁ GRIKKLANDSFÖR —
Frh. af bls. 6:
fundartími brezka þingsins sé mjög óþægilegur
fyrir þser, en hann er frá kl. 3 á daginn til mið-
nættis. Húsmæður, er stunda atvinnu utan heim-
ilis, hafa litinn tíma til að starfa í stjórnmála-
flokkum, enda eru þeir tregir til að 'veita þeim
viðunandi sæti á listum sinum. Sumir telja, að
þessi tregða flokanna sé aðalástæðan fyrir því, hve
fáar konur komast á þing. Gamlar hefðbundnar
venjur hafa líka sin áhrif, þó að nú þoki víða smátt
og smátt í rétta átt, er þátttaka kvenna í atvinnu-
lífinu eykst.
1 Englandi fjölgar nú samt konum, sem
ganga í stjómmálaflokka, og ef þær vinna þar
eins vel og karlar, er sagt, að þær séu látnar njóta
jafnréttis um þingsæti. En þá kemur i ljós, að þær
hafa margar slæman galla frá flokkssjónarmiði.
Þær eru of sjálfstæðar í skoðunum, vilja treysta
á eigin dómgreind og eru tregari en karlar til að
fylgja flokknum, þegar ákvarðanir hans stangast
á við þeirra eigin sannfæringu.
Þetta aðalmál þingsins var rætt í tvo daga, og
kom öllum saman um, að eins og heimsmálunum
væri nú komið, mundi heillavænlegt, að áhrifa
kvenna á þau gætti meira hér eftir en hingað til.
Á þinginu voru einnig rædd friðarmál, uppeld-
ismál, stjórnmálalegt, fjárhagslegt og siðferðilegt
jafnrétti og gerðar samþykktir, sem fara hér á
eftir. Sjá bls. 39—40.
Ester Graff, sem verið hefur formaður síðastlið-
in sex ár, baðst undan endurkosningu. Formaður
er nú Ezlynn Deranyagala í Colombo á Ceylon.
Förin til Delfi.
Einn daginn bauð gríska ferðafélagið okkur til
Delfi. Vegurinn þangað, eins og reyndar flestir
vegir í Grikklandi, liggur upp og niður snarbrött
fjöll, og var ekki laust við, að sumum sléttubú-
unum þætti nóg um. Hvað brattann og beygjurnar
snertir, minnti hann á vegina á Vest- og Aust-
fjörðum, en var miklu betur lagður, og hér var
oft ekið fram hjá vínekrum, þar sem greinarnar
svignuðu undir þunga drúfuklasanna. En megnið
af landinu, sem við ókum um, var skrælnað og
þurrt, þar hafði ekki komið dropi úr lofti síðan
í aprilmánuði.
I Delfi, þeim fornfræga stað, er dásamlega fag-
urt landslag. Rústir hinna fornu hofa, sem nú hafa
verið grafnar úr skauti jarðar, standa i hárri f jalls-
hlíð. Til vinstri er stór og gróðursæll dalur, þak-
inn olívutrjám og vínviði, en til hægri sér út á
sjóinn. Ekki auðnaðist okkur að sjá glufuna, þar
sem Phyþya sat á þrífætinum sínum, þegar hún
þuldi véfréttina; enginn veit nú, hvar glufan sú
hefur verið, en lindin helga, sem völvan drakk af,
áður en hún hóf spádóminn, er með sömu um-
merkjum og hún var fyrir þúsundum ára. I henni
er sannkallað lífsins vatn, langtum betra en vatn-
ið í Aþenu, sem er blandað klór og því bragðvont.
Grikkland er hrjóstrugt fjallaland, nálægt þriðj-
ungi stærra en ísland að undanskildum eyjum, en
í landinu búa 8 milljónir manna. Aðeins l/g hluti
landsins er ræktanlegur, og þó teygja vínekrurnar
sig víða æðilangt upp eftir fjallahliðunum. Tóbaks-
og baðmullarrækt er mikil í dölum Norður-Grikk-
lands, en þeim gengur illa að selja tóbakið. Það
er eitt af því, sem Grikkjum sárnar við Englend-
inga, að þeir eru tregir til að kaupa gríska tóbakið.
Ef Englendingar keyptu aðeins 5% af árlegri tó-
34
19. JÍTNÍ