19. júní - 19.06.1959, Side 40
Barnahjálp sameinuðu þjóðanna
Talið er, að 900 milljónir barna innan 14 ára
aldurs séu í heiminum og tvo þriðju þeirra skorti
mat, föt, húsnæði og allar varnir gegn drepsótt-
um.
Skortur og sjúkdómar ógna lífi þessara barna.
Eftir stríðið hefur skapazt meiri og almennari
skilningur á þörfum þeirra.
Með hjálparstarfi, sem skipulagt hefur verið á
vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hefur
mikill árangur náðst.
Eftir stríðið hefur UNICEF aðstoðað þær þjóðir
Afríku, Asíu og Suður-Ameríku, sem skemmst eru
á veg komnar, hvað atvinnu og þjóðfélagsmál
snertir.
En hjá þeim þjóðum eru börnin 40% íbúanna.
Lífsafkoman er svo slæm, að fæði er af skornum
skammti, sjúkdómar og pestir leggja þúsundir
barna að velli. T mörgum rikjum Asíu og Afríku
er algengt, að 300 af hverjum 1000 börnum deyi
á fyrsta ári.
Barnahjálpin hefur skipulagt söfnun matvæla
og lyfja hjá þeim þjóðum heims, sem aflögufærar
eru, og sent þangað, sem neyðin er mest.
Fyrsta skrefið var að reyna að útrýma drep-
sóttum. DDT-skordýraeitri var dreift yfir land-
svæði, þar sem 21.9 millj. manna bjuggu, til þess
að drepa flugu þá, sem ber malariu-bakteríur.
Malaría er talin einn af þremur skæðustu sjúk-
dómum, sem valda barnadauða. Malariusjúkling-
um hefur fækkað um 50—80% vegna þessara að-
gerða.
Berklaveikin er næstskæðasti sjúkdómurinn.
5—7 milljónir manna eru haldnar berklum, þar
af helmingur börn. Fram til ársloka 1956 hafa
75.5 millj. barna verið bólusett gegn berklum.
Þriðji sjúkdómurinn er holdsveiki, en 5—7 millj.
manna eru taldar holdsveikar, og þar af 3 millj.
böm og ungar konur. Með sulfalyfjum er nú hægt
að lækna holdsveiki á 2—3 árum.
Annar aðalþáttur hjálparstarfsins er að útvega
matvæli til þeirra landa, þar sem barnadauði af
næringarskorti er mestur.
Tveir þriðju allra barna í heiminum líða af
skorti á eggjahvítuefnum.
UNICEF getur ekki fullnægt þeirri þörf allri,
en hefur horfið að því að styrkja stjórnir ýmissa
landa til þess að koma á fót þurrmjólkurfram-
leiðslu og annarri matarframleiðslu, er inniheldur
nauðsynleg næringarefni. Samhliða því hefur
UNICEF úthlutað 645 millj. punda af þurrmjólk
til 18 millj. barna.
(Heimildir þessar eru teknar úr skýrslu UNI-
CEF Compedium, Vol. VI, 1956—57.)
P. J.
ÆVIMINNINGABÖK
Menningar- og minningarsjóðs kvenna.
Annað bindi af Æviminningabók menn-
ingar- og minningarsjóðs er nú komið í
prentun og mun koma út á þessu ári.
Gjaldkeri sjóðsins, Svafa Þorleifsdóttir,
er til viðtals að Skálholtsstíg 7 alla fimmtu-
daga kl. 16-—18, en sími skrifstofunnar er
18156.
Afgreiðsla blaðsins 19. júni er að Skálholtsstíg 7,
og þar eru gamlir árgangar seldir vægu verði.
Opið þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 16
—18.
38
19. JtJNl