19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 41
Svisslendingar trúa ekki konum sínum og systr-
um fyrir því að hafa kosningarétt.
Svissland er eina siðmenntaða landið í Evrópu,
þar sem konum er ennþá neitað um þau sjálf-
sögðu mannréttindi að mega kjósa og hafa þannig
áhrif á það, hvernig vandamál samtíðarinnar eru
leyst.
1 janúarmánuði fór fram atkvæðagreiðsla um
það, hvort konum skyldi veittur kosningaréttur.
Auðvitað voru það aðeins karlar, sem greiddu at-
kvæði um þetta, engin kona kom þar nálægt, og
auðvitað var það kolfellt.
Röksemdir þær, sem fram eru færðar, eru þær
sömu og fyrir 100 árum: Konurnar eiga að vera
heima á heimilunum. Konur skilja ekki stjórnmál.
Kosningaréttur færir konum enga hamingju.
Fellt var í 16 fylkjum af 22 og 6 „hálf-fylkjum“
að veita konum kosningarétt, en samþykkt í að-
eins þremur. Eitt fylkið, Vaud, hafði áður veitt
konum kosningarétt til bæjarstjórnarkosninga.
I Genf greiddi mikill meirihluti atkvæði með
því að veita konum kosningarétt, og nú hafa 4
stjórnmálaflokkar borið fram þá kröfu við fylkis-
stjórnina, að konur fái kosningarétt til bæjar- og
sveitarstjórna. Flokkar þessir voru: Verkamanna-
flokkur, Sósíalistar, Kristilegir Sósíalistar og Frjáls-
lyndir.
Tveimur dögum eftir að niðurstöðutölur kosn-
inganna voru kunnar, gerðu 50 kvenkennarar við
Lycée de Jeunes Filles í Basel eins dags verkfall
til þess að mótmæla niðurstöðunum. 70 samkenn-
arar þeirra, karlar, mættu til kennslustarfa, en
skólastjórinn ákvað kl. 9 að morgni að láta enga
kennslu fara fram. Verkfall kennaranna vakti
tnikla athygli bæði með og móti, en á fundi, sem
baldinn var þann dag í Basel til þess að styðja
mótmæli þeirra, voru þær studdar með margföld-
um meirihluta fundarmanna.
Um aldir hafa konur og karlar barizt fyrir frelsi
og talið það verðmætara hverri mannveru en auð-
æfi. Samtök þessara 50 kennara í Basel er hlekk-
ur í þeirri baráttu. (I.W.N.). — P.J.
Gistivinátta.
Til að auka kynni og tengsl meðal meðlima sinna
hefur Alþjóðakvenréttindafélagið látið sambands-
félög sín skipa nefndir í hverju landi til að leið-
beina þeim félagskonum, er ber að þeirra garði.
Allir, sem nokkuð hafa ferðazt, vita, hver regin-
munur er á því að hafa einhvern kunnugan til
SAMÞYKKTIR
18. þings AlþjóSakvenrcUindafclagsins (International Al-
liance of Women), sein lialdiS var í Aþenu 25. ágúst til
4. september 1958.
Alincnn ályktun.
18. þing Alþjóðakvenréttindafélagsins (International Alli-
ance of Women), sem haldið var 1958,
Álítur, að siðastliðin tiu ár hafi Mannréttindayfirlýsing
Sameinuðu þjóðanna gert ríkisstjórnum og þjóðuin yfirleitt
ljóst, að grundvallaratriði alls mannlegs samfélags eigi að
vera lagalegt jafnrétti án tillits til litarhóttar, kynjiátta, kyns,
trúarbragða eða stjómmólaskoðana.
Skuldbindur sig til að fylgja fast fram yfirlýsingu Mann-
réttindaskrárinnar, einkum er varðar að tryggja konum
lagalegt jafnrétti og jafnrétti innan fjölskyldunnar, veita
þeim sömu tækifæri til menntunar og jafnstrangar siðferðis-
kröfur séu gerðar til karla og kvenna.
Framh. á nœstu síSu.
leiðbeininga í ókunnri borg. Félagskonur K.R.F.I.,
sem ferðast til útlanda, ættu því að notfæra sér
þetta góða boð. Að sjálfsögðu þarf að tilkynna
komu sína með nokkrum fyrirvara.
Ný hjónabandslöggjöf í Alsír.
Franska stjórnin gaf út reglugerð, sem staðfest
var í aprílmánuði síðastliðnum.
Múhameðstrúarkonu má ekki giftar án hennar
samþykkis, og tvö vitni verða að vera viðstödd.
Réttur mannsins til þess að hlaupa frá konum er
afnuminn. Hjónaskilnaðarlög eru nú líkari því,
sem gerist í Evrópu.
Lágmarksgiftingaraldur konunnar er nú 15 ár,
en karla 18 ár. Áður var enginn lágmarksgift-
ingaraldur tiltekinn, og stúlkubörn voru oft lofuð
ákveðnum manni þegar á fyrsta ári.
Fjölkvæni er ennþá löglegt, en skýrslur sýna,
að aðeins 2% Múhameðstrúarmanna notfæra sér
það.
Reglugerð þessi var mestmegnis undirbúin af
Mademoiselle Sid Car, ritara ráðuneytis Alsír-
mála, en hún er eini meðlimur ráðuneytisins, sem
er Múhameðstrúar. (I.W.N.). — P.J.
tJr Ilagtíðindum.
I nýútkomnum Hagtíðindum er sagt frá því, að
af 1146 bæjarstjórnar- og hreppsnefndarmönnum
á landinu eru aðeins 10 konur. Þau bæjarfélög og
þær hreppsnefndir, sem kosið hafa konur, eru:
Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur, Breiðdals-
hreppur, Beruneshreppur, Garðahreppur, Flateyri,
Selfoss og Mosfellshreppur.
19. JÚNl
39