19. júní


19. júní - 19.06.1959, Síða 42

19. júní - 19.06.1959, Síða 42
Vill halda áfram starfi sínu fyrir friði á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna og efla betri skilning þjóða i milli, sérstak- lega með þvi að gefa konum frá mörgum löndum kost á að hittast og kynnast, svo að þær kynnist menningu annarra þjóða og skilji betur vandamál þeirra. Ályktar, að hið aukna vald mannkynsins yfir kjarnorku verði að haldast í hendur við aukinn siðferðisþroska. Skorar á allar konur að nota hið félagslega og stjórnmála- lega vald, er þær hafa öðlazt, til að tryggja það, að mann- kynið verði verndað gegn öllum illum óhrifum þessara afla og að þau verði eingöngu notuð í friðsamlegum tilgangi. Friður og samskipti manna. Þing Alþjóðafélagsins haldið i Aþenu 25. ágúst—4. sept. 1958, Skilur glöggt, hvílík ógnun öllu mannkyni stafar af hin- um nýju tækjum til fjöldamanndrápa og tortímingar, og — trúir því, að það hafi einnig komizt á það stig menningar, að það ætti að geta jafnað deilumól sín á friðsamlegan hátt án þess að þurfa að grípa til ofbeldis. Vekur athygli á, að mismunur, byggður á þjóðerni, kyn- þáttum, stjómmálaskoðunum eða trúarbrögðum eyðileggur oft gott samkomulag ríkja, skiptir ibúum eins lands í fjand- samlega flokka og veldur stöðugri ófriðarhættu. Heitir á öll sambandsfélög sin að beita sér fyrir því að skapa meiri samúð og skilping miili allra manna án tillits til kynþótta, stjórnmálaskoðana og trúarbragða. Hvetur sambandsfélögin til að leggja fast að ríkisstjórn- um sínum að setja lög, sem banna allan greinarmun byggð- an ó kynþóttamun, litarhætti eða trúarbrögðum og sjá um, að lögum þessum sé framfylgt. Fjárhagslegt jafnrélti. a) Alþjófiaþingið ályktar, að rannsaka beri þau vandamól, sem myndast vegna hins tviþætta hlutverks konunnar. b) Afi komifi verfii á fót tæknilegri starfs- og styrktar- stofnun fyrir konur í arðbærri atvinnu. c) Að vinna afi því, að stofnuð verði fastanefnd þriggja aðilja á vegum ILO, og fá ríkisstjórnir og samtök vinnu- veitenda og launþega til að beita sér fyrir þvi, að slik nefnd róði fram úr atvinnuvandamálum kvenna á varanlegan hátt. Alyktun nefndar uni borgnruleg og stjórnmáhileg réttindi. Alþjóðafélagið á þingi i Aþenu 25. ógúst—4. sept. 1958, Skorar á sambandsfélög sín, að þau taki upp skelegga bar- áttu fyrir þvi, að þátttaka kvenna á þingum og í opinberum störfum aukist, frá þvi sem nú er, og bendir á eftirfarandi leiðir: I. Afi tryggja, að fræðsla um borgaraleg réttindi og skyldur sé veitt báðum kynjum i skólum í þeim tilgangi að auka skilning þeirra á borgaralegum réttindum og skyldum. II. Tryggja, að fjárhagslegur rekstur heimilis og meðferð barna sé kennd báðum kynjum allan skólatímann. III. Tryggja, að nútímatækni komist inn ó heimilin, að komið verði á fót vöggustofum, leikskólum, sumarbúðum og börn geti almennt fengið miðdegisverð í skólunum. IV. Afi hafa áhrif ó blöð, útvarp og sjónvarp, að kenna og vekja borgarana til meðvitundar um skyldur sínar við þjóðféiagið. V. Afi skipuleggja í sveitum og borgum samkomur, með fyrirlestrum og umræðum, þar sem brýndar eru fyrir kon- um hinar borgaralegu skyldur þeirra í öllum greinum. Ályktanir Uppeldismálanefndar. I. Alþjófiafélagifi ályktar, að góða menntun ætti að veita öllu ungu fólki, til þess að það geti orðið hæfir borgarar, II. Afi veita eigi ungu fólki tækifæri til sérmenntunar og æðri menntunar til undirbúnings undir það starf, er það kann að velja sér, og öll störf og stöður standi opnar kon- um sem körlum. III. Skorar á sambandsfélög sin að hvetja rikisstjórnir hvers lands til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja piltum og stúlkum fró 12—16 óra aldurs ókeypis kennslu og að gera jafnframt æðri menntun mögulega við sömu skilyrði fyrir pilta og stúlkur. Ályktanir ncfndar um fjárliagslegt jafnrétti. Þingið ályktar, að tekjuöflun utan heimilis hafi i för með sér, að hlutverk konunnar verði tvíþætt. Álitur, að konum ætti að vera gert fært að njóta hæfi- leika sinna og takast á hendur sömu skyldur og karlar i fjölskyldunni, þjóðlifinu og ó vinnumarkaðinum. Hvetur sambandsfélög sín til að rannsaka þau vandamál, sem stafi af hinu tviþætta hlutverki konunnar og berjast fyrir því, að ríkisstjómir viðkomandi landa geri nauðsyn- legar ráðstafanir til þess að setja á stofn tæknilegar hjálpar- stöðvar, er veiti þjónustu, sem óhjókvæmileg er fyrir konur, sem gegna þessu tvöfalda hlutverki, og hugleiði, að konur taka æ meiri þótt í atvinnulífinu og leggja sinn skerf til að bæta fjárhagsafkomu ríkjanna. Ályktar, að brýna nauðsyn beri til, að sem fyrst verði leyst vandamál þeirra kvenna, er vinna á þjóðlegum eða alþjóðlegum vettvangi. Hvetur sambandsfélög sín til að skora á ríkisstjómir við- komandi landa og vinnuveitenda- og verkamannasambönd að krefjast þess, að Alþjóðavinnumálastofnunin komi á fót nefnd til að fást við vandamól kvenna, sem stunda vinnu utan heimilis. SiSferSilegt jafnrétti. Alþjóðafélagið lýsir ánægju sinni yfir þvi, að rikisstjórn- ir Italiu, Japans og Grikklands hafa sett lög, er banna vænd- ishús, og gleðst yfir þeim róðstöfunum, er gerðar voru á Indlandi árið 1956 til að binda endi á verzlun með konur. Sömuleiðis þeim aðgerðum, er stjómir á Spáni og Tangier hafa gert i þessu móli, síðan siðasti fundur Aljjjóðafélagsins var haldinn í Colombo. Hvetur sambandsfélög sín til að stofna nefndir til að rannsaka og koma i veg fyrir vændi og lita eftir, að þessum lögum sé framfylgt, og benda á leiðir til að fó almennings- álitið til að fordæma vændi. Samþykkt Sameinuðu þjoðaima um franifærsluskyldu erlendra harnsfcðra. Alþjóðafélagið á þingi í Aþenu 25. ág. til 4. sept. 1958, Hvetur sambandsfélög sín til að kynna sér samþykkt S.Þ. um framfærsluskyldu erlendra bamsfeðra. (Samþykktir þingsins eru styttar í þýðingu.) 40 19. JÚNI

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.