19. júní


19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 12

19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 12
Rætt við Ilarald Guðinundsson, fyrrverandi Auknar tryggingar Eftirlaun Árið 1964 fól ríkisstjórnin Haraldi Guðmunds- syni fyrrverandi ráðherra að semja álitsgerð um, hvort ekki sé tímabært að setja löggjöf um al- mennan eftirlaunasjóð fyrir alla tekjuaflandi landsmenn. Hefur hann kynnt sér, hvernig hin- ar Norðurlandaþjóðirnar hafa leyst eða hyggjast leysa þetta mál og afhenti rikisstjórninni á síðast- liðnu hausti álitsgerð sína. „19. júni“ sneri sér því til Haraldar og bað hann að segja lesendum blaðsins frá nokkrum höfuð- atriðum varðandi þetta mál. Sviþjóð setti þegar árið 1959 lög um almennan eftirlaunasjóð allra tekjuaflandi landsmanna og komu þau til framkvæmda 1. janúar 1960 að því er iðgjaldagreiðslur snerti, en eftirlaunagreiðslur samkv. lögunum hófust þrem árum síðar, eða l.janúar 1963. — Hvernig hefur þessum málum veriS skipað í SvíþjoÖ í stórum dráttum? í Svíþjóð er Almannatrygginga-kerfið svipað og hér. Samkvæmt því eiga allir landsmenn, kon- ur sem karlar, rétt til bóta, þegar starfsorkan glat- ast varanlega, svo og til ákveðinna styrkja vegna skylduliðs, sem þeir hafa á framfæri sínu. Helztu bætur Almannatrygginganna eru þessar: 1) ELlilífeyrir. Hann greiðist frá 67 ára aldri og er hinn sami fyrir alla einstaklinga, án tillits til eigna og tekna, en breytist til samræmis við breytingar á vísitölu, og nemur á þessu ári, mið- að við janúar-vísitölu, um 4250 sænskum krónum eða ca. 35 000 ísl krónum. Sé um hjón að ræða, sem bæði eiga rétt til lífeyris, er upphæðin á þessu ári — einnig miðað við janúar-vísitölu — um 6650 sænskar krónur (ca. 54860 ísl. kr.), eða rösklega 50% hærri en einstaklings lífeyrir. Til samanburðar skal þess getið, að einstaklings- lífeyrir Almannatrygginganna hér á landi er nú 2505 kr. á mánuði, miðað við marzvísitölu, þ. e. ráðherra, um Almannatryggingar og álitsgerð hans varðandi stofnun eftirlaunasjóðs fyrir alla tekjuaflandi landsnienn. a. s. um 30 000 krónur á ári, og breytist til sam- ræmis við breytingar á kaupgjaldi verkafólks. Hjónalífeyrir er hins vegar um 80% hœrri hér en einstaklings-lífeyrir. 2) örorkulífeyrir greiðist þeim, sem misst hafa starfsgetu varanlega, og nemur sömu upphæð og ellilifeyrir, ef orkutapið nemur 75% eða meiru, en lœkkar, ef orkutapið er minna. 3) Ekkjulífeyrir er jafnhár ellilífeyri, ef ekkj- an er 50 ára eða eldri við lát eiginmanns. Sé hún yngri, lækkar lífeyrir hennar um %5 hluta fyrir hvert ár, sem á skortir. Hafi ekkjan börn á fram- færi, fær hún ekkjulífeyrisrétt án tillits til aldurs, á meðan þau eru á hennar framfæri. Giftist ekkj- an aftur fellur ekkjulífeyrir niður. 4) Auk þess greiðist bamalífeyrir ca. 1300 sænskar krónur (um 10 725 ísl. kr.) á ári með hverju barni innan 16 ára aldurs, sem misst hef- ur annað foreldri. Þessi upphæð hækkar um 40%, ef báðir foreldrar eru látnir. Barnalífeyrir Almannatrygginga hér á landi er kr. 1080.00 á mánuði samkv. janúar-vísitölu þ. á., eða um 13000 krónur fyrir allt árið. Til þess að hærri lífeyrir fáist greiddur hér með barni, sem misst hefur báða foreldra sína, þarf að sækja um það sérstaklega og fella um það úrskurð í hvert sinn. Samkvæmt slíkum úrskurði hefur verið greiddur allt að því tvöfaldur bamalífeyrir með munaðarlausum börnum, ef ástæður hafa þótt til. Samkvæmt upplýsingum Kjartans Guðnasonar, afgreiðslustjóra hjá Tryggingastofnun ríkisins, greiða Almannatryggingarnar hér á landi ekkjum eftirtaldar bætur: 1) Allar ekkjur innan 67 ára aldurs fá 3ja mán aða bætur eftir lát eiginmanns og nema þær samkv. marz-vísitölu þ. á. kr. 3143,00 á mán- uði. Ef ekkjan á börn (barn) innan 16 ára aldurs, fær hún bætur í 9 mánuði til við- 10 19. JÚNl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.